Myndavélar í sjálfsafgreiðslukössum sporna gegn þjófnaði Bjarki Sigurðsson skrifar 19. nóvember 2022 11:46 Sjálfsafgreiðslukassar í Krónunni. Vísir Maður var gómaður í verslun í Kópavogi í gærkvöldi við að skanna strikamerki ódýrari vara en hann ætlaði sér að kaupa í sjálfsafgreiðslukassa verslunarinnar. Þetta var í fertugasta og sjötta skiptið sem maðurinn er gripinn við þá iðju. Framkvæmdastjóri Hagkaups segir að þrátt fyrir nokkra svarta sauði sem stunda þetta sé það ekki algengt. Sjálfsafgreiðslukassarnir eru með ákveðnar leiðir til að stöðva þjófana. Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Maður var á sjöunda tímanum í gærkvöldi gripinn við að skanna aðrar vörur en hann ætlaði sér að kaupa. Hann tók ódýrar vörur og skannaði þær við kassann en reyndi að ganga út með vörur sem kostuðu töluvert meira. Sigurður Reynaldsson, framkvæmdastjóri Hagkaups, segir að flestir fari eftir settum reglum við kassana en þrátt fyrir það séu alltaf ákveðnir svartir sauðir sem reyna að komast upp með þetta. „Við búum í þannig umhverfi við verslunarmenn að við erum alltaf með einhverja svarta sauði sem eru aðeins að prófa kerfin og láta reyna á þau. Sjálfsafgreiðslan er þannig lagað ný tækni á Íslandi. Svörtu sauðirnir prófa kerfin og tekst kannski í nokkur skipti. En á endanum erum við með öflug eftirlitskerfi og erum frekar fljót að taka eftir þessu,“ segir Sigurður. Búnaður sem greinir vörurnar Kassarnir eru með búnaði sem á að koma í veg fyrir að slíkur þjófnaður eigi sér stað. Til dæmis eru myndavélar inni í kassanum sem geta greint hver varan er. Sé gulur ávöxtur settur á vigtina veit kassinn að líklegast sé um að ræða sítrónu, gult epli eða annað slíkt. „Hann er kominn með myndavélar sem þekkja hluti og taka upp hluti sem settir er á kassann. Svo eru ýmisleg önnur kerfi í kringum þetta sem hjálpa okkur að taka eftir því ef eitthvað er skrítið. Við erum frekar fljót að uppgötva alla misnotkun,“ segir Sigurður. Þrátt fyrir örfá dæmi um þjófnað hafa sjálfsafgreiðslukassarnir þó reynst vel. „Það er verið að stytta tímann fyrir viðskiptavini og til þess að láta allt ganga greiðlega fyrir sig. Við náum að fylgjast með öllum athugasemdum sem fram koma á kössunum og erum að bregðast hratt við að laga það,“ segir Sigurður
Verslun Lögreglumál Tækni Mest lesið Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Skipti í brúnni hjá Indó Viðskipti innlent Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira