Fjórtán handteknir og einn látinn laus Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 19. nóvember 2022 12:28 Margeir Sveinsson segir að um tíu til fimmtán manna sé enn leitað í tengslum við rannsóknina. vísir/egill Lögregla handtók fjóra menn í tengslum við stunguárásina á Bankastræti Club í gærkvöldi og í nótt. Alls hafa nú fjórtán verið handteknir í tengslum við rannsókn málsins og fimm verið úrskurðaðir í gæsluvarðhald. Einum hefur verið sleppt úr haldi og býst lögregla við að fleirum verði sleppt í dag. Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Í heildina höfum við farið í fjórtán handtökur. Einn er laus og það má búast við að fleirum verði sleppt í dag því við teljum ekki að þátt þeirra vera það mikinn í þessu,“ segir Margeir. Alls eru hátt í þrjátíu taldir tengjast árásinni og leitar lögregla enn hinna sem hafa ekki verið handteknir enn, um tíu til fimmtán manna. „Það voru handteknir fjórir í gærkvöldi og í nótt. Einn af þeim gaf sig fram við lögreglu eftir áskorun lögreglu. En það er ekki búið að taka afstöðu [um gæsluvarðhaldskröfu] til þeirra en það er að fara fram skýrslutökur og þá kemur í ljós hvað verður með framhaldið,“ segir Margeir. „Við erum enn að leita hinna og við hættum þeirri leit ekkert fyrr en allir eru komnir í hús. Það er bara staðan.“ Æddu vopnaðir og grímuklæddir inn Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þrír þeirra voru úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald en tveir í vikulangt varðhald. Mennirnir eru taldir hafa ætt inn grímuklæddir á skemmtistaðinn Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld og ráðist að þremur mönnum á neðri hæð staðarins og stungið þá ítrekað. Tveir þeirra sem lentu í árásinni opnuðu sig um hana í dag: Hafa náð vel utan um málið Megináhersla lögreglu hefur verið lögð á að hafa upp á öllum sem taldir eru hafa komið að árásinni. „Samhliða höfum við verið að átta okkur á árásinni og hlutverki hvers og eins. En við höfum lagt mikla áherslu á að finna þessa menn og koma þeim hingað í hús. Og það er bara eitthvað sem við höldum áfram með þangað til við erum búin að ná öllum,“ segir Margeir. Rannsóknin sé á frumstigi en hafi gengið vel. Hann telur ekki tímabært að ræða hvað gæti hafa legið að baki árásinni. „Það má segja að málið sé bara rétt á frumstigi þó að við höfum svona verið að ná tiltölulega vel utan um það samt sem áður.“ Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira
Þetta staðfestir Margeir Sveinsson, aðstoðaryfirlögregluþjónn á höfuðborgarsvæðinu, við fréttastofu. „Í heildina höfum við farið í fjórtán handtökur. Einn er laus og það má búast við að fleirum verði sleppt í dag því við teljum ekki að þátt þeirra vera það mikinn í þessu,“ segir Margeir. Alls eru hátt í þrjátíu taldir tengjast árásinni og leitar lögregla enn hinna sem hafa ekki verið handteknir enn, um tíu til fimmtán manna. „Það voru handteknir fjórir í gærkvöldi og í nótt. Einn af þeim gaf sig fram við lögreglu eftir áskorun lögreglu. En það er ekki búið að taka afstöðu [um gæsluvarðhaldskröfu] til þeirra en það er að fara fram skýrslutökur og þá kemur í ljós hvað verður með framhaldið,“ segir Margeir. „Við erum enn að leita hinna og við hættum þeirri leit ekkert fyrr en allir eru komnir í hús. Það er bara staðan.“ Æddu vopnaðir og grímuklæddir inn Fimm voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald í Héraðsdómi Reykjavíkur í gærkvöldi. Þrír þeirra voru úrskurðaðir í tveggja vikna varðhald en tveir í vikulangt varðhald. Mennirnir eru taldir hafa ætt inn grímuklæddir á skemmtistaðinn Bankastræti Club síðasta fimmtudagskvöld og ráðist að þremur mönnum á neðri hæð staðarins og stungið þá ítrekað. Tveir þeirra sem lentu í árásinni opnuðu sig um hana í dag: Hafa náð vel utan um málið Megináhersla lögreglu hefur verið lögð á að hafa upp á öllum sem taldir eru hafa komið að árásinni. „Samhliða höfum við verið að átta okkur á árásinni og hlutverki hvers og eins. En við höfum lagt mikla áherslu á að finna þessa menn og koma þeim hingað í hús. Og það er bara eitthvað sem við höldum áfram með þangað til við erum búin að ná öllum,“ segir Margeir. Rannsóknin sé á frumstigi en hafi gengið vel. Hann telur ekki tímabært að ræða hvað gæti hafa legið að baki árásinni. „Það má segja að málið sé bara rétt á frumstigi þó að við höfum svona verið að ná tiltölulega vel utan um það samt sem áður.“
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Fleiri fréttir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ Sjá meira