Annasamt verkefni að flytja jarðgangafréttir í Færeyjum Kristján Már Unnarsson skrifar 19. nóvember 2022 14:20 Frá munna Dalsganga á Sandey. Landsverk Sá sem skrifar fréttir af gangi jarðgangaverkefna í Færeyjum í vef Landsverks, vegagerðar þeirra Færeyinga, hefur sannarlega frá nógu að segja þessa dagana. Svo mikil er atorkan hjá frændþjóð Íslendinga í að bæta samgöngukerfi sitt með fleiri jarðgöngum. Í vikunni hafa birst alls sjö fréttir af gangi mála. Þannig voru tvær fréttir í gær af borun Dalsganga milli Húsavíkur og Dals á Sandey. Önnur var um að borun Dalsganga væri núna hálfnuð en hin um boðun kynningarfundar fyrir íbúa um verkið. Fánaborg við Árnafjarðargöng.Landsverk Á miðvikudag birtust þrjár fréttir. Sú fyrsta var um að síðasta haftið hefði verið sprengt í Árnafjarðargöngunum, með tilheyrandi hátíðarhöldum. Önnur fréttin var um að slegið hefði verið í gegn í Hvannasundsgöngunum norður um Fjall, skammt frá Klakksvík, einnig með mannfagnaði og lúðrasveitarblæstri. Þriðja fréttin var svo um fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum á Suðurey, sömuleiðis með lúðrasveitarleik og öðrum gleðskap. Mannfjöldi fagnaði síðustu sprengingu í Hvannasundsgöngum.Landsverk Færeyingar eru núna að vinna að greftri alls fimm jarðganga samtímis. Aðeins er gert ráð fyrir að innheimta vegtoll í einum þeirra, þeim lengstu, Sandeyjargöngum. Þau verða 10,8 kílómetra löng neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar og er stefnt að opnun þeirra eftir rúmt ár, í desember 2023. Hin göngin verða án vegtolls. Dalsgöngin verða 2,2 kílómetra löng og stefnt að opnun um áramótin 2023-2024. Nýju Árnafjarðargöngin verða tæplega tveggja kílómetra löng og eiga að klárast árið 2024. Nýju Hvannasundsgöngin verða 2,3 kílómetra löng og stefnt að opnun árið 2025. Fámjingöngin verða 1,2 kílómetra löng og áætlað að þau verði opnuð árið 2024. Fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum fagnað með lúðrasveitarleik.Landsverk Ofan á þetta hafa Færeyingar nýlega opnað tvenn ný jarðgöng. Nýju Hvalbiargöngin, 2,5 kílómetra löng, voru opnuð árið 2021, og Austureyjargöngin voru opnuð árið 2020 en þessi neðansjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar eru núna lengstu göng Færeyja, 11,2 kílómetra löng. Og Færeyingar eru hvergi nærri hættir. Árið 2025 er áformað að hefja borun Villingadalsganga, sem verða 1,3 kílómetra löng, en þau verða í raun innanbæjargöng í Þórshöfn. Slegið í gegn í Árnafjarðargöngum.Landsverk Langstærsta verkefnið í undirbúningi eru svo Suðureyjargöngin. Þau verða 25 kílómetra neðansjávargöng. Endanleg ákvörðun um gerð þeirra hefur ekki verið tekin en rætt er um að opna þau árið 2030. Frá árinu 1963 hafa Færeyingar tekið í notkun alls 22 jarðgöng. Vegtollur eru aðeins innheimtur í þremur þeirra, sem öll eru neðansjávargöng. Þau eru Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Fyrir níu árum ræddi Stöð 2 við fjármálaráðherra Færeyja um jarðgangamálin: Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Í vikunni hafa birst alls sjö fréttir af gangi mála. Þannig voru tvær fréttir í gær af borun Dalsganga milli Húsavíkur og Dals á Sandey. Önnur var um að borun Dalsganga væri núna hálfnuð en hin um boðun kynningarfundar fyrir íbúa um verkið. Fánaborg við Árnafjarðargöng.Landsverk Á miðvikudag birtust þrjár fréttir. Sú fyrsta var um að síðasta haftið hefði verið sprengt í Árnafjarðargöngunum, með tilheyrandi hátíðarhöldum. Önnur fréttin var um að slegið hefði verið í gegn í Hvannasundsgöngunum norður um Fjall, skammt frá Klakksvík, einnig með mannfagnaði og lúðrasveitarblæstri. Þriðja fréttin var svo um fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum á Suðurey, sömuleiðis með lúðrasveitarleik og öðrum gleðskap. Mannfjöldi fagnaði síðustu sprengingu í Hvannasundsgöngum.Landsverk Færeyingar eru núna að vinna að greftri alls fimm jarðganga samtímis. Aðeins er gert ráð fyrir að innheimta vegtoll í einum þeirra, þeim lengstu, Sandeyjargöngum. Þau verða 10,8 kílómetra löng neðansjávargöng milli Straumeyjar og Sandeyjar og er stefnt að opnun þeirra eftir rúmt ár, í desember 2023. Hin göngin verða án vegtolls. Dalsgöngin verða 2,2 kílómetra löng og stefnt að opnun um áramótin 2023-2024. Nýju Árnafjarðargöngin verða tæplega tveggja kílómetra löng og eiga að klárast árið 2024. Nýju Hvannasundsgöngin verða 2,3 kílómetra löng og stefnt að opnun árið 2025. Fámjingöngin verða 1,2 kílómetra löng og áætlað að þau verði opnuð árið 2024. Fyrstu sprengingu í Fámjinsgöngum fagnað með lúðrasveitarleik.Landsverk Ofan á þetta hafa Færeyingar nýlega opnað tvenn ný jarðgöng. Nýju Hvalbiargöngin, 2,5 kílómetra löng, voru opnuð árið 2021, og Austureyjargöngin voru opnuð árið 2020 en þessi neðansjávargöng milli Straumeyjar og Austureyjar eru núna lengstu göng Færeyja, 11,2 kílómetra löng. Og Færeyingar eru hvergi nærri hættir. Árið 2025 er áformað að hefja borun Villingadalsganga, sem verða 1,3 kílómetra löng, en þau verða í raun innanbæjargöng í Þórshöfn. Slegið í gegn í Árnafjarðargöngum.Landsverk Langstærsta verkefnið í undirbúningi eru svo Suðureyjargöngin. Þau verða 25 kílómetra neðansjávargöng. Endanleg ákvörðun um gerð þeirra hefur ekki verið tekin en rætt er um að opna þau árið 2030. Frá árinu 1963 hafa Færeyingar tekið í notkun alls 22 jarðgöng. Vegtollur eru aðeins innheimtur í þremur þeirra, sem öll eru neðansjávargöng. Þau eru Vogagöng, Norðureyjargöng og Austureyjargöng. Fyrir níu árum ræddi Stöð 2 við fjármálaráðherra Færeyja um jarðgangamálin:
Færeyjar Samgöngur Vegtollar Tengdar fréttir Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27 Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30 Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21 Mest lesið Þurfti áfallahjálp þegar flugi til Íslands var hætt Innlent Eyjar og sker tilheyra næstu jörð Innlent Sjúkdómsvaldandi bakteríur fylgi óböðuðum ferðamönnum Innlent Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Erlent Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Erlent „Hann kann allt varðandi þriðju vaktina“ Innlent Erlendir vasaþjófar handteknir bæði í höfuðborginni og á Suðurlandi Innlent Hvítri Toyotu stolið í Mosfellsbæ Innlent Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Erlent Tveir „galdramenn“ í haldi Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Yngsti lýðræðislega kjörni þjóðhöfðingi heims endurkjörinn Áfrýjar í von um að geta boðið sig fram til forseta Ísraelsher réðst á sjúkrahús Síðasti stjórnarandstöðuflokkur Hong Kong verður leystur upp Biðja Trump um að sýna hörku vegna vatnsdeilna við Mexíkó Tugir sagðir liggja í valnum eftir eldflaugaárás á Sumy Réðust á síðasta starfandi sjúkrahúsið í Gasaborg Fundi Bandaríkjanna og Íran lýst sem „uppbyggilegum“ Ætla í „öfluga“ yfirtöku á Gasaströndinni Snjallsímar undanskildir tollunum Létt fólk hvatt til að halda sig innandyra til að fjúka ekki Sjá meira
Jarðgöngin koma í röðum, þau næstu fyrir áttatíu íbúa Ekkert lát ætlar að verða á jarðgangaborunum Færeyinga. Fyrir tveimur vikum fögnuðu þeir fyrstu sprengingu nýrra Árnafjarðarganga. Samtímis er hafið útboðsferli á göngum til Fámjins, áttatíu manna byggðar á Suðurey. 17. október 2021 06:27
Færeyingar grafa fern jarðgöng á sama tíma Færeyingar hófu í vikunni framkvæmdir við tvenn ný jarðgöng, til viðbótar við þrenn önnur sem verið er að grafa eða nýlokið er við. Áður var búið að grafa nítján jarðgöng í Færeyjum. 11. febrúar 2021 22:30
Þriggja arma neðansjávargöng bylta samgöngum í Færeyjum Færeyingar fögnuðu um helgina opnun stærsta samgöngumannvirkis eyjanna, Austureyjarganganna, neðansjávarganga milli Straumeyjar og Austureyjar, sem lýst hefur verið sem mestu samgöngubyltingu í sögu Færeyja. 21. desember 2020 22:21