Nær þrjátíu ára bið þróunarríkja, sem verða hvað verst úti vegna loftslagsbreytinga, virðist þannig á enda. En vestrænir leiðtogar eru margir afar vonsviknir með klausur um jarðefnaeldsneyti og markmið um hnattræna hlýnun, þ.e. að halda henni innan einnar og hálfrar gráðu.
„Það tókst ekki að herða á því orðalagi, sem hefði skipt mjög miklu máli. Vegna þess að við verðum að vinna á þeim endanum, við verðum að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda því annars munu áföllin bara verða stærri,“ segir Svandís Svavarsdóttir, matvælaráðherra í samtali við fréttastofu.
Hún segir textann sem allar þjóðir Sameinuðu þjóðanna hafi sætt sig við vera útvatnaðan.
„Það voru vonbrigði að þessi texti var ekki einu sinni jafn sterkur og í Glasgow fyrir ári,“ segir Svandís og vísar þar til samkomulags frá sömu loftlagsráðstefnu í fyrra.
Frétt Stöðvar 2: