Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 09:02 Harry Kane sést hér bera „OneLove“ fyrirliðabandið í leik með enska landsliðinu. Getty/Nick Potts Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM Uppfært: Enska knattspyrnusambandið auk knattspyrnusambanda Belgíu, Danmerkur, Þýskalands, Hollands og Sviss hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þau ætla ekki að setja leikmenn sína í þá erfiðu stöðu að eiga á hættu að vera refsað fyrir að bera fyrirliðabönd til stuðnings fjölbreytileika. Því hafa fyrirliðarnir verið beðnir um að nota hefðbundin fyrirliðabönd, ekki þau litríku. Nánar hér. Forráðamenn FIFA hafa ítrekað það í aðdraganda heimsmeistaramótsins að það sé stranglega bannað að nota þessi fyrirliðabönd og fyrirliðarnir megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem þeir fá frá FIFA. Tomorrow, England captain Harry Kane plans to stand with the LGBTQ community by wearing a 'One Love' arm band even if FIFA prohibits it.Other captains joining Kane: France Germany Belgium Denmark Switzerland Wales The Netherlands pic.twitter.com/DJIsT1BR5u— Front Office Sports (@FOS) November 20, 2022 Alls ætluðu níu landslið að láta fyrirliða sinn leiða liðið með „OneLove“ fyrirliðaband en þar á meðal eru Þýskaland, Holland og Belgía. Öll sendu þau FIFA og UEFA bréf þar sem kom fram að fyrirliðarnir myndu mæta með bandið sem er svo hræðilegt í augum Katarbúa. Allir fyrirliðarnir ætla að gera það til að vekja athygli á misrétti, brotum á mannréttindum og skort á fjölbreytileika hjá gestgjöfum HM í ár í Katar. FIFA er hins á fullu í útréttingum fyrir yfirvöld í Katar. "We've made it clear as a team and staff that we want to wear the armband."Harry Kane confirms that England are intent on wearing the "one love" armband at the World Cup but still waiting on FIFA's decision pic.twitter.com/Ru3atldhyW— Football Daily (@footballdaily) November 20, 2022 Öll samböndin bjuggust við að fá sekt fyrir brot á banninu en núna hefur bæst við önnur hótun um að allir fyrirliðar með „OneLove“ fyrirliðabandið myndu fá gult spjald í upphafi leiks fyrir að bera það. Það er ljóst að fyrirliðarnir væru fljótir að koma sér í leikbann ef þeir byrja alla leiki á HM á því að fá gula spjaldið fyrir utan að spjald á næstu níutíu mínútum myndi auðvitað þýða rautt spjald. „Ég held að við höfum gert öllum ljóst að við sem lið, við sem starfslið og við sem samband viljum nota þetta fyrirliðaband. Ég veit að knattspyrnusambandið er að tala við FIFA þessa stundina og ég er viss um að við höfum ákvörðun fyrir leikinn á morgun. Það fer ekkert á milli mála að við viljum bera þetta fyrirliðaband,“ sagði Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn. FIFA has banned Harry Kane from wearing the One Love armband. There are concerns he could be booked as soon as the game kicks off if he goes ahead and wears it. © @TeleFootball pic.twitter.com/eKjVGgvICI— Football Tweet (@Football__Tweet) November 20, 2022 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira
Uppfært: Enska knattspyrnusambandið auk knattspyrnusambanda Belgíu, Danmerkur, Þýskalands, Hollands og Sviss hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þau ætla ekki að setja leikmenn sína í þá erfiðu stöðu að eiga á hættu að vera refsað fyrir að bera fyrirliðabönd til stuðnings fjölbreytileika. Því hafa fyrirliðarnir verið beðnir um að nota hefðbundin fyrirliðabönd, ekki þau litríku. Nánar hér. Forráðamenn FIFA hafa ítrekað það í aðdraganda heimsmeistaramótsins að það sé stranglega bannað að nota þessi fyrirliðabönd og fyrirliðarnir megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem þeir fá frá FIFA. Tomorrow, England captain Harry Kane plans to stand with the LGBTQ community by wearing a 'One Love' arm band even if FIFA prohibits it.Other captains joining Kane: France Germany Belgium Denmark Switzerland Wales The Netherlands pic.twitter.com/DJIsT1BR5u— Front Office Sports (@FOS) November 20, 2022 Alls ætluðu níu landslið að láta fyrirliða sinn leiða liðið með „OneLove“ fyrirliðaband en þar á meðal eru Þýskaland, Holland og Belgía. Öll sendu þau FIFA og UEFA bréf þar sem kom fram að fyrirliðarnir myndu mæta með bandið sem er svo hræðilegt í augum Katarbúa. Allir fyrirliðarnir ætla að gera það til að vekja athygli á misrétti, brotum á mannréttindum og skort á fjölbreytileika hjá gestgjöfum HM í ár í Katar. FIFA er hins á fullu í útréttingum fyrir yfirvöld í Katar. "We've made it clear as a team and staff that we want to wear the armband."Harry Kane confirms that England are intent on wearing the "one love" armband at the World Cup but still waiting on FIFA's decision pic.twitter.com/Ru3atldhyW— Football Daily (@footballdaily) November 20, 2022 Öll samböndin bjuggust við að fá sekt fyrir brot á banninu en núna hefur bæst við önnur hótun um að allir fyrirliðar með „OneLove“ fyrirliðabandið myndu fá gult spjald í upphafi leiks fyrir að bera það. Það er ljóst að fyrirliðarnir væru fljótir að koma sér í leikbann ef þeir byrja alla leiki á HM á því að fá gula spjaldið fyrir utan að spjald á næstu níutíu mínútum myndi auðvitað þýða rautt spjald. „Ég held að við höfum gert öllum ljóst að við sem lið, við sem starfslið og við sem samband viljum nota þetta fyrirliðaband. Ég veit að knattspyrnusambandið er að tala við FIFA þessa stundina og ég er viss um að við höfum ákvörðun fyrir leikinn á morgun. Það fer ekkert á milli mála að við viljum bera þetta fyrirliðaband,“ sagði Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn. FIFA has banned Harry Kane from wearing the One Love armband. There are concerns he could be booked as soon as the game kicks off if he goes ahead and wears it. © @TeleFootball pic.twitter.com/eKjVGgvICI— Football Tweet (@Football__Tweet) November 20, 2022
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Handbolti Varð fyrir eldingu í fótboltaleik en myndbandið er ekki fyrir viðkvæma Fótbolti „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Enski boltinn Dauðvona maður kláraði heilan járnkarl Sport Ljótt brot á Arnóri: „Enginn annar hefði spilað með þessa verki“ Fótbolti Dagskráin í dag: Liverpool mætir þýsku meisturunum og nýr stjóri Man. Utd mætir Man. City Sport BKG kveður keppninaut: CrossFit á viðkvæmum stað Sport Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Enski boltinn Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Körfubolti Líst ekkert á að fertug Vonn snúi aftur: „Ég myndi dauðskammast mín“ Sport Fleiri fréttir „Myndu halda að ég væri nýr Ferguson“ Íslandshrellir bjargaði Fulham með ótrúlegum hætti Meiddur Ödegaard gifti sig í leyni Skoraði stórglæsilegt mark og ætlar að horfa á það aftur og aftur Edu yfirgefur Arsenal Liverpool-stjarnan slapp með skrekkinn Skilur ekki hvernig Lisandro Martínez slapp við rauða spjaldið Dulin skilaboð frá Mo Salah eftir leik helgarinnar Kennir sjálfum sér um uppsögnina Fyrsta mark Fernandes dugði til stigs gegn Chelsea Willum skoraði sigurmarkið í fyrstu umferð FA bikarsins Tottenham skoraði fjögur mörk í seinni hálfleik eftir að hafa lent undir „Ég held að við getum orðið enn betri“ Jafnt eftir markaveislu í mikilvægum slag á fallsvæðinu Guðlaugur Victor horfði þrisvar á eftir boltanum í netið gegn Leeds Nottingham Forest í þriðja sæti og Southampton með fyrsta sigurinn Bournemouth slapp með sigur eftir stangarskot í uppbótartíma Toppsætið tryggt með tveimur mörkum á tveimur mínútum Of ungur fyrir Man. Utd að mati Hareide Svíinn sá um Arsenal með frábærum skalla Sky segir Liverpool með tvo í sigtinu sem arftaka Salah Gary Martin búinn að finna sér nýtt lið „Passar fullkomlega við svona félag“ Man. Utd kynnir nýja stjórann til leiks Ten Hag niðurbrotinn þrátt fyrir milljarðana Jürgen Klopp enn fúll út í Sergio Ramos Van Nistelrooy til í öll störf og vill vera áfram hjá Man. United Guardiola segist bara vera með þrettán heilbrigða leikmenn Hefur ekki efni á sjálfum sér: „Þeir sögðu nei“ Lítur út fyrir að United þurfi að bíða eftir Amorim Sjá meira