Harry Kane óttast hvorki gult spjald né sekt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 21. nóvember 2022 09:02 Harry Kane sést hér bera „OneLove“ fyrirliðabandið í leik með enska landsliðinu. Getty/Nick Potts Harry Kane ætlar ekki að láta hótanir Alþjóða knattspyrnusambandsins stoppa sig í því að nota „OneLove“ fyrirliðabandið í fyrsta leik enska landsliðsins á HM í Katar í dag. Hann staðfesti á blaðamannafundi fyrir leikinn á móti Íran að hann vilji bera bandið á HM Uppfært: Enska knattspyrnusambandið auk knattspyrnusambanda Belgíu, Danmerkur, Þýskalands, Hollands og Sviss hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þau ætla ekki að setja leikmenn sína í þá erfiðu stöðu að eiga á hættu að vera refsað fyrir að bera fyrirliðabönd til stuðnings fjölbreytileika. Því hafa fyrirliðarnir verið beðnir um að nota hefðbundin fyrirliðabönd, ekki þau litríku. Nánar hér. Forráðamenn FIFA hafa ítrekað það í aðdraganda heimsmeistaramótsins að það sé stranglega bannað að nota þessi fyrirliðabönd og fyrirliðarnir megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem þeir fá frá FIFA. Tomorrow, England captain Harry Kane plans to stand with the LGBTQ community by wearing a 'One Love' arm band even if FIFA prohibits it.Other captains joining Kane: France Germany Belgium Denmark Switzerland Wales The Netherlands pic.twitter.com/DJIsT1BR5u— Front Office Sports (@FOS) November 20, 2022 Alls ætluðu níu landslið að láta fyrirliða sinn leiða liðið með „OneLove“ fyrirliðaband en þar á meðal eru Þýskaland, Holland og Belgía. Öll sendu þau FIFA og UEFA bréf þar sem kom fram að fyrirliðarnir myndu mæta með bandið sem er svo hræðilegt í augum Katarbúa. Allir fyrirliðarnir ætla að gera það til að vekja athygli á misrétti, brotum á mannréttindum og skort á fjölbreytileika hjá gestgjöfum HM í ár í Katar. FIFA er hins á fullu í útréttingum fyrir yfirvöld í Katar. "We've made it clear as a team and staff that we want to wear the armband."Harry Kane confirms that England are intent on wearing the "one love" armband at the World Cup but still waiting on FIFA's decision pic.twitter.com/Ru3atldhyW— Football Daily (@footballdaily) November 20, 2022 Öll samböndin bjuggust við að fá sekt fyrir brot á banninu en núna hefur bæst við önnur hótun um að allir fyrirliðar með „OneLove“ fyrirliðabandið myndu fá gult spjald í upphafi leiks fyrir að bera það. Það er ljóst að fyrirliðarnir væru fljótir að koma sér í leikbann ef þeir byrja alla leiki á HM á því að fá gula spjaldið fyrir utan að spjald á næstu níutíu mínútum myndi auðvitað þýða rautt spjald. „Ég held að við höfum gert öllum ljóst að við sem lið, við sem starfslið og við sem samband viljum nota þetta fyrirliðaband. Ég veit að knattspyrnusambandið er að tala við FIFA þessa stundina og ég er viss um að við höfum ákvörðun fyrir leikinn á morgun. Það fer ekkert á milli mála að við viljum bera þetta fyrirliðaband,“ sagði Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn. FIFA has banned Harry Kane from wearing the One Love armband. There are concerns he could be booked as soon as the game kicks off if he goes ahead and wears it. © @TeleFootball pic.twitter.com/eKjVGgvICI— Football Tweet (@Football__Tweet) November 20, 2022 Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira
Uppfært: Enska knattspyrnusambandið auk knattspyrnusambanda Belgíu, Danmerkur, Þýskalands, Hollands og Sviss hafa sent frá sér yfirlýsingu. Þau ætla ekki að setja leikmenn sína í þá erfiðu stöðu að eiga á hættu að vera refsað fyrir að bera fyrirliðabönd til stuðnings fjölbreytileika. Því hafa fyrirliðarnir verið beðnir um að nota hefðbundin fyrirliðabönd, ekki þau litríku. Nánar hér. Forráðamenn FIFA hafa ítrekað það í aðdraganda heimsmeistaramótsins að það sé stranglega bannað að nota þessi fyrirliðabönd og fyrirliðarnir megi aðeins nota þau fyrirliðabönd sem þeir fá frá FIFA. Tomorrow, England captain Harry Kane plans to stand with the LGBTQ community by wearing a 'One Love' arm band even if FIFA prohibits it.Other captains joining Kane: France Germany Belgium Denmark Switzerland Wales The Netherlands pic.twitter.com/DJIsT1BR5u— Front Office Sports (@FOS) November 20, 2022 Alls ætluðu níu landslið að láta fyrirliða sinn leiða liðið með „OneLove“ fyrirliðaband en þar á meðal eru Þýskaland, Holland og Belgía. Öll sendu þau FIFA og UEFA bréf þar sem kom fram að fyrirliðarnir myndu mæta með bandið sem er svo hræðilegt í augum Katarbúa. Allir fyrirliðarnir ætla að gera það til að vekja athygli á misrétti, brotum á mannréttindum og skort á fjölbreytileika hjá gestgjöfum HM í ár í Katar. FIFA er hins á fullu í útréttingum fyrir yfirvöld í Katar. "We've made it clear as a team and staff that we want to wear the armband."Harry Kane confirms that England are intent on wearing the "one love" armband at the World Cup but still waiting on FIFA's decision pic.twitter.com/Ru3atldhyW— Football Daily (@footballdaily) November 20, 2022 Öll samböndin bjuggust við að fá sekt fyrir brot á banninu en núna hefur bæst við önnur hótun um að allir fyrirliðar með „OneLove“ fyrirliðabandið myndu fá gult spjald í upphafi leiks fyrir að bera það. Það er ljóst að fyrirliðarnir væru fljótir að koma sér í leikbann ef þeir byrja alla leiki á HM á því að fá gula spjaldið fyrir utan að spjald á næstu níutíu mínútum myndi auðvitað þýða rautt spjald. „Ég held að við höfum gert öllum ljóst að við sem lið, við sem starfslið og við sem samband viljum nota þetta fyrirliðaband. Ég veit að knattspyrnusambandið er að tala við FIFA þessa stundina og ég er viss um að við höfum ákvörðun fyrir leikinn á morgun. Það fer ekkert á milli mála að við viljum bera þetta fyrirliðaband,“ sagði Harry Kane á blaðamannafundi fyrir leikinn. FIFA has banned Harry Kane from wearing the One Love armband. There are concerns he could be booked as soon as the game kicks off if he goes ahead and wears it. © @TeleFootball pic.twitter.com/eKjVGgvICI— Football Tweet (@Football__Tweet) November 20, 2022
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Gleymdi að gefa konunni gjöf á Valentínusardaginn Guðlaugur um Rooney: „Hann missti traustið gagnvart mér“ Maddison var að sussa á Roy Keane Ekki unnið heimaleik í 105 daga þangað til Man United kom í heimsókn Enginn lagt upp fleiri mörk en Ederson Hetjan Maddison: Er hérna til að skapa færi og skora mörk Man City fór létt með Liverpool „Staða okkar í töflunni veldur mér áhyggjum“ Dagný og Hlín komu við sögu í sigrum West Ham og Leicester Maddison tryggði langþráðan heimasigur Diaz kom Liverpool í toppmál Armstrong til Man United frá PSG Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Sjá meira