Leyfði sínum mönnum að hlakka til: „Reyndi ekkert að kæfa þennan leik algjörlega“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 22. nóvember 2022 09:11 Snorri Steinn Guðjónsson er nokkuð bjartsýnn fyrir leikinn gegn Flensburg. stöð 2 sport Þrátt fyrir að Valur mæti einu sterkasta liði heims, Flensburg, í Evrópudeildinni í handbolta karla í kvöld segir Snorri Steinn Guðjónsson, þjálfari Íslands- og bikarmeistaranna, að þeir muni ekki gefa neinn afslátt af sínum gildum eða breyta út af sínum vanabundna leikstíl. Fara þarf mjög mörg ár aftur í tímann til að finna jafn stóran leik hjá íslensku félagsliði hér á landi. Mikil spenna er fyrir leikinn og löngu uppselt. Snorri segir að það hafi verið borin von fyrir sig að halda sínum mönnum algjörlega á jörðinni. Hann leyfði þeim að hlakka til leiksins og það gafst vel enda vann Valur alla þrjá deildarleiki sína í aðdraganda hans. „Það gekk bara vel og við unnum alla leikina. Við fengum sex stig og gátum ekki fengið meira. Ég reyndi ekkert að kæfa þennan leik algjörlega. Ég vissi að það væri eiginlega vonlaust verk, það væri verið að tala um hann og væri uppselt. Það er allt í lagi að menn láti sig hlakka til og ræði um hlutina,“ sagði Snorri í samtali við Vísi. „En ég lagði áherslu á þessa þrjá leiki og var mjög ánægður með margt í okkar frammistöðu. Það er gott og ánægjulegt og fyrir vikið er skemmtilegra að fara inn í leikinn gegn Flensburg.“ Segja örugglega ekki frá meiðslum Róbert Aron Hostert hefur ekkert spilað með Val frá leiknum gegn Benedorm. Þá meiddist Magnús Óli Magnússon snemma í leiknum við Hauka í síðustu viku, lék ekkert eftir það og var heldur ekki með gegn Stjörnunni. Snorri á samt von á því að geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Ég reikna með því. Þeir æfðu eiginlega allir í gær. Æfingin var auðvitað róleg, mikil taktík þannig reynir eiginlega bara á það á morgun [í dag]. Það vilja allir spila þennan leik og þeir gera allt til þess. Og ef menn eru eitthvað laskaðir segja þeir örugglega ekkert frá því. Það er svo mitt að vega og meta hversu mikið menn geta spilað,“ sagði Snorri. Halda í sín gildi Hann ætlar að fara eftir sömu uppskrift á morgun og í öðrum leikjum Vals á tímabilinu, meðal annars leikjunum tveimur sem eru búnir í Evrópudeildinni. Þeir unnust báðir. „Í grunninn er það bara þannig. Við þekkjum ekkert annað og það að breyta mikið út af vananum er kannski eitthvað sem við erum ekkert endilega góðir í. Með því að spila okkar leik og nýta okkar vopn eigum við meiri möguleika á að halda í við þá en ef við myndum gera eitthvað annað. En ef það vantar einhvers staðar upp á erum við í veseni og það getur vel verið að dúndur leikur hjá okkur dugi ekki einu sinni til á móti liði eins og Flensburg,“ sagði Snorri. Klippa: Viðtal við Snorra Stein Að hans mati er Valur að spila við talsvert sterkari andstæðing en í fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni. „Já, fyrirfram myndi maður halda að Flensburg væri langsterkasta liðið í þessum riðli og jafnvel í keppninni. Ég myndi halda að þetta væri töluvert stökk. Svo verður bara að koma í ljós hversu mikið það er,“ sagði Snorri. „Þeir spiluðu í gær, ferðast í dag og við verðum að sjá hvernig standi þeir mæta til leiks í og annað slíkt. En ef Flensburg hittir á sinn besta dag geta þeir unnið flest lið í heiminum þannig þeir ættu að geta unnið okkur þannig.“ Góðir í öllu Flensburg er með frábærlega mannað lið, eins konar Norðurlandaúrval ásamt fyrirliða þýska landsliðsins (Johannes Golla) og fleiri ógnarsterkum leikmönnum. „Þetta er dúndur lið með marga heimsklassa leikmenn. Þetta er góð blanda. Þeir eru með þýskan þjálfara [Maik Machulla] og marga Skandínava eins og í gegnum tíðina. Þeir eru hraðir og hlaupa alveg á lið og ég á ekki von á því að þeir hægi mikið á leiknum gegn okkur. Þeir eru með frábæra 6-0 vörn, dúndur markverði og þegar við tölum um heimsklassa lið er það gott í öllu,“ sagði Snorri. Gætu þurft að grípa í sjö á sex Valur spilaði með sjö sóknarmenn á kafla í leiknum gegn Stjörnunni á föstudaginn. Það er herbragð sem Snorri gæti notað til í leiknum í kvöld. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til þess, að við verðum í vandræðum með vörnina þeirra. Sjö á sex pælingin var ekki endilega hugsuð út frá leiknum gegn Flensburg. Það sneri meira að leiknum á móti Stjörnunni en ef við lendum í vandræðum eða þurfum að breyta gangi leiks gerum við það,“ sagði Snorri. Nánast ókunn eftirvænting Leikurinn í kvöld er einn stærsti leikur félagsliðs sem hefur farið fram á Íslandi í mörg ár, jafnvel áratugi. Snorri leyfir sér að hlakka til hans. „Engin spurning. Maður finnur ekki svona eftirvæntingu oft, nema í kringum leiki í úrslitakeppni. Og að það sé uppselt með nokkurra daga fyrirvara er einsdæmi fyrir okkur í handboltanum. Það er mikil tilhlökkun í félaginu. En fyrir mig og leikmennina snýst þetta bar aum leikinn sjálfan. Það er mikilvægt að týna sér ekki í svoleiðis umræðu. Við þurfum að standa í lappirnar, ná fram okkar besta leik og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Snorri að lokum. Viðtalið við Snorra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan. Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. 21. nóvember 2022 23:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Fara þarf mjög mörg ár aftur í tímann til að finna jafn stóran leik hjá íslensku félagsliði hér á landi. Mikil spenna er fyrir leikinn og löngu uppselt. Snorri segir að það hafi verið borin von fyrir sig að halda sínum mönnum algjörlega á jörðinni. Hann leyfði þeim að hlakka til leiksins og það gafst vel enda vann Valur alla þrjá deildarleiki sína í aðdraganda hans. „Það gekk bara vel og við unnum alla leikina. Við fengum sex stig og gátum ekki fengið meira. Ég reyndi ekkert að kæfa þennan leik algjörlega. Ég vissi að það væri eiginlega vonlaust verk, það væri verið að tala um hann og væri uppselt. Það er allt í lagi að menn láti sig hlakka til og ræði um hlutina,“ sagði Snorri í samtali við Vísi. „En ég lagði áherslu á þessa þrjá leiki og var mjög ánægður með margt í okkar frammistöðu. Það er gott og ánægjulegt og fyrir vikið er skemmtilegra að fara inn í leikinn gegn Flensburg.“ Segja örugglega ekki frá meiðslum Róbert Aron Hostert hefur ekkert spilað með Val frá leiknum gegn Benedorm. Þá meiddist Magnús Óli Magnússon snemma í leiknum við Hauka í síðustu viku, lék ekkert eftir það og var heldur ekki með gegn Stjörnunni. Snorri á samt von á því að geta stillt upp sínu sterkasta liði í dag. „Ég reikna með því. Þeir æfðu eiginlega allir í gær. Æfingin var auðvitað róleg, mikil taktík þannig reynir eiginlega bara á það á morgun [í dag]. Það vilja allir spila þennan leik og þeir gera allt til þess. Og ef menn eru eitthvað laskaðir segja þeir örugglega ekkert frá því. Það er svo mitt að vega og meta hversu mikið menn geta spilað,“ sagði Snorri. Halda í sín gildi Hann ætlar að fara eftir sömu uppskrift á morgun og í öðrum leikjum Vals á tímabilinu, meðal annars leikjunum tveimur sem eru búnir í Evrópudeildinni. Þeir unnust báðir. „Í grunninn er það bara þannig. Við þekkjum ekkert annað og það að breyta mikið út af vananum er kannski eitthvað sem við erum ekkert endilega góðir í. Með því að spila okkar leik og nýta okkar vopn eigum við meiri möguleika á að halda í við þá en ef við myndum gera eitthvað annað. En ef það vantar einhvers staðar upp á erum við í veseni og það getur vel verið að dúndur leikur hjá okkur dugi ekki einu sinni til á móti liði eins og Flensburg,“ sagði Snorri. Klippa: Viðtal við Snorra Stein Að hans mati er Valur að spila við talsvert sterkari andstæðing en í fyrstu tveimur leikjunum í Evrópudeildinni. „Já, fyrirfram myndi maður halda að Flensburg væri langsterkasta liðið í þessum riðli og jafnvel í keppninni. Ég myndi halda að þetta væri töluvert stökk. Svo verður bara að koma í ljós hversu mikið það er,“ sagði Snorri. „Þeir spiluðu í gær, ferðast í dag og við verðum að sjá hvernig standi þeir mæta til leiks í og annað slíkt. En ef Flensburg hittir á sinn besta dag geta þeir unnið flest lið í heiminum þannig þeir ættu að geta unnið okkur þannig.“ Góðir í öllu Flensburg er með frábærlega mannað lið, eins konar Norðurlandaúrval ásamt fyrirliða þýska landsliðsins (Johannes Golla) og fleiri ógnarsterkum leikmönnum. „Þetta er dúndur lið með marga heimsklassa leikmenn. Þetta er góð blanda. Þeir eru með þýskan þjálfara [Maik Machulla] og marga Skandínava eins og í gegnum tíðina. Þeir eru hraðir og hlaupa alveg á lið og ég á ekki von á því að þeir hægi mikið á leiknum gegn okkur. Þeir eru með frábæra 6-0 vörn, dúndur markverði og þegar við tölum um heimsklassa lið er það gott í öllu,“ sagði Snorri. Gætu þurft að grípa í sjö á sex Valur spilaði með sjö sóknarmenn á kafla í leiknum gegn Stjörnunni á föstudaginn. Það er herbragð sem Snorri gæti notað til í leiknum í kvöld. „Það getur vel verið að við þurfum að grípa til þess, að við verðum í vandræðum með vörnina þeirra. Sjö á sex pælingin var ekki endilega hugsuð út frá leiknum gegn Flensburg. Það sneri meira að leiknum á móti Stjörnunni en ef við lendum í vandræðum eða þurfum að breyta gangi leiks gerum við það,“ sagði Snorri. Nánast ókunn eftirvænting Leikurinn í kvöld er einn stærsti leikur félagsliðs sem hefur farið fram á Íslandi í mörg ár, jafnvel áratugi. Snorri leyfir sér að hlakka til hans. „Engin spurning. Maður finnur ekki svona eftirvæntingu oft, nema í kringum leiki í úrslitakeppni. Og að það sé uppselt með nokkurra daga fyrirvara er einsdæmi fyrir okkur í handboltanum. Það er mikil tilhlökkun í félaginu. En fyrir mig og leikmennina snýst þetta bar aum leikinn sjálfan. Það er mikilvægt að týna sér ekki í svoleiðis umræðu. Við þurfum að standa í lappirnar, ná fram okkar besta leik og sjá hverju það skilar okkur,“ sagði Snorri að lokum. Viðtalið við Snorra má sjá í spilaranum hér fyrir ofan.
Evrópudeild karla í handbolta Valur Tengdar fréttir Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. 21. nóvember 2022 23:01 Mest lesið Mögulega leikþáttur hjá Egyptum Handbolti Tók brjálæðiskast í klefanum hjá Man. Utd Enski boltinn Hefur ekki mikla trú á CrossFit goðsögnunum frá Íslandi Sport „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Handbolti Segir bronsverðlaun sín vera að breytast í gull Sport „Það er einhver ára yfir liðinu“ Handbolti HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Handbolti Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ Handbolti „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Handbolti Slagsmál í leikmannagöngunum eftir sigur Barcelona í gær Fótbolti Fleiri fréttir Pallborðið: Handboltaæði runnið á þjóðina „Þetta er miklu skemmtilegra“ „Ég er ekkert viss um að við náum aftur þessari geðveiki“ Gætið ykkar: Dodo-skortur en Egypski Omar ætlar að vinna HM Þjóðverjar í sárum eftir „Herning helvítið“ HM í dag: Meiðsli í miðjum þætti og heyrnartólin lentu upp í sveit Mögulega leikþáttur hjá Egyptum „Það er einhver ára yfir liðinu“ „Alltaf óþolandi að klikka“ Danir ekki í vandræðum með Þjóðverja „Ég spurði mömmu nú ekki hvað fór þeim á milli“ Holland marði Katar Sveinn meiddist á æfingu landsliðsins Nær því að mæta Íslandi eftir magnað langskot í lokin Svarar Óla Stef: „Er alveg sammála honum“ Grjóthörð Díana spilaði ristarbrotin Aldrei í sögunni skorað eins fá mörk og gegn Viktori Viktor óskar eftir hárgreiðslumanni í Zagreb „Mér fannst Aron snúa algjörlega okkar sóknarleik við“ Hræddist Alfreð en þarf að horfast í augu við hann í kvöld „Þú þarft að vera dálítið leiðinlegur“ HM í dag: Forseti IHF sagður hafa beðið Þorgerði Katrínu um að afhenda verðlaunin Haukar og Valur sluppu við að mætast „Hann á eftir að verða betri, áttiði ykkur á því“ Íslenskt stuðningsfólk varar við svindli í höllinni Stærsta blað Slóveníu: Sársaukafull kennslustund Myndasyrpa frá mögnuðum varnarsigri á Slóveníu Skýrsla Vals: Viktor og virkisveggurinn Samfélagsmiðlar yfir sigrinum á Slóveníu: „Viktor Gísli bestur í heimi eða?“ Allt jafnt hjá Svíum og Spánverjum Sjá meira
Spenntur fyrir stærsta leiknum á ferlinum: „Algjör draumur“ Arnór Snær Óskarsson, leikmaður Vals, segir að leikurinn gegn Flensburg annað kvöld sé sá stærsti á ferlinum og tilhlökkunin fyrir hann sé mikil. Hann vonast til að góð frammistaða í Evrópudeildinni hjálpi sér að taka næsta skref á ferlinum. 21. nóvember 2022 23:01