Nemendur Grandaborgar færðir öðru sinni vegna myglu í bráðabirgðahúsnæði Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. nóvember 2022 19:31 Karen Björg, sem er einstæð og með tvö börn, segist orðin langþreytt á eilífu hringli í leikskólamálum. Vísir/Arnar Foreldri barns á leikskólanum Grandaborg, þar sem mygla fannst í sumar, segist orðið þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum frá borginni. Mygla er í bráðabirgðahúsnæði sem hluti nemenda var færður í en færa á þá enn annað í byrjun desember. Sumarið 2021 vöknuðu áhyggjur af loftvist á leikskólanum Grandaborg og niðurstaða úttektar lá fyrir í sumar. Mygla fannst í Grandaborg og við viðgerðir fannst rof á skólplögn undir húsinu. Krökkunum var skipt upp í þrennt: Hluti hóspsins var sendur í húsnæði á fyrstu hæð Kringlunnar 1, annar á leikskólann Eggertsgötu og þriðji á Nauthólsveg. „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ segir Karen Björg Jóhannsdóttir. Mannekla vegna mygluveikinda Sonur hennar er eitt þeirra barna sem var sent í Kringluna. Foreldrum barnanna barst í morgun póstur frá skólastjórnendum þar sem fram kom að mygla væri í efri hæðum hússins og að hurðir á milli hæða, sem áttu að vera lokaðar, hafi ekki verið það. Þannig hafi loft borist milli hæða og börn og starfsmenn farnir að finna fyrir myglueinkennum. Karen segir aukin mygluveikindi meðal annars hafa haft áhrif á mönnun á leikskólanum. „Þegar starfsmenn komast ekki til vinnu eru náttúrulega ekki fullmannaðar deildir og þá þarf að draga úr þjónustu. Við höfum þurft að mæta því þar sem við getum hverju sinni,“ segir Karen. Hún hafi þurft að vera heima með son sinn minnst einn dag í viku vegna manneklu. „Þegar þú ert að greiða full leikskólagjöld fyrir barnið þitt sem fær síðan bara þjónustu á par við það sem er í boði hérna. Þetta er bara djók,“ segir Karen. Segir engin skýr svör fást Hún er sjálf með lítið bakland og getur ekki fengið fólk til að hlaupa undir bagga. „Þegar maður er upp á náð og miskun yfirmanns síns kominn þá er það lykilatriði að maður sé með góðan yfirmann, sem ég vissulega er með. En til lengri tíma litið brennur maður bara út.“ Nú hefur foreldrum verið tilkynnt að deildin verði færð úr Kringlunni yfir á Hagaborg í byrjun desember. Karen segist vera orðin þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum. „Þegar við fáum svör fáum við þau svolítið loðin. Fyrst um sinn voru engir fastir tímarammar. Við fengum svör sem var ekki endilega hægt að treysta á. Við fengum tímaramma sem voru ekki raunhæfir,“ segir Karen. „Ég er búin að sitja mjög skilningsrík og þolinmóð undir þessu og láta eins og þetta hafi ekki áhrif á mig. Ég er einstæð, ég er með tvö börn. Ég hef ekkert bakland. Gefið okkur bara endanlega tímapunkta og fastar dagsetningar og standið við þetta. Verið bara skýr í skilaboðum til foreldra. Og hysjið upp um ykkur.“ Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mygla Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Sumarið 2021 vöknuðu áhyggjur af loftvist á leikskólanum Grandaborg og niðurstaða úttektar lá fyrir í sumar. Mygla fannst í Grandaborg og við viðgerðir fannst rof á skólplögn undir húsinu. Krökkunum var skipt upp í þrennt: Hluti hóspsins var sendur í húsnæði á fyrstu hæð Kringlunnar 1, annar á leikskólann Eggertsgötu og þriðji á Nauthólsveg. „Haustið er búið að vera mjög streituvaldandi fyrir mig sem einstætt foreldri með barn á leikskóla sem þarf að færa oftar en einu sinni á milli staða,“ segir Karen Björg Jóhannsdóttir. Mannekla vegna mygluveikinda Sonur hennar er eitt þeirra barna sem var sent í Kringluna. Foreldrum barnanna barst í morgun póstur frá skólastjórnendum þar sem fram kom að mygla væri í efri hæðum hússins og að hurðir á milli hæða, sem áttu að vera lokaðar, hafi ekki verið það. Þannig hafi loft borist milli hæða og börn og starfsmenn farnir að finna fyrir myglueinkennum. Karen segir aukin mygluveikindi meðal annars hafa haft áhrif á mönnun á leikskólanum. „Þegar starfsmenn komast ekki til vinnu eru náttúrulega ekki fullmannaðar deildir og þá þarf að draga úr þjónustu. Við höfum þurft að mæta því þar sem við getum hverju sinni,“ segir Karen. Hún hafi þurft að vera heima með son sinn minnst einn dag í viku vegna manneklu. „Þegar þú ert að greiða full leikskólagjöld fyrir barnið þitt sem fær síðan bara þjónustu á par við það sem er í boði hérna. Þetta er bara djók,“ segir Karen. Segir engin skýr svör fást Hún er sjálf með lítið bakland og getur ekki fengið fólk til að hlaupa undir bagga. „Þegar maður er upp á náð og miskun yfirmanns síns kominn þá er það lykilatriði að maður sé með góðan yfirmann, sem ég vissulega er með. En til lengri tíma litið brennur maður bara út.“ Nú hefur foreldrum verið tilkynnt að deildin verði færð úr Kringlunni yfir á Hagaborg í byrjun desember. Karen segist vera orðin þreytt á endalausu hringli og loðnum svörum. „Þegar við fáum svör fáum við þau svolítið loðin. Fyrst um sinn voru engir fastir tímarammar. Við fengum svör sem var ekki endilega hægt að treysta á. Við fengum tímaramma sem voru ekki raunhæfir,“ segir Karen. „Ég er búin að sitja mjög skilningsrík og þolinmóð undir þessu og láta eins og þetta hafi ekki áhrif á mig. Ég er einstæð, ég er með tvö börn. Ég hef ekkert bakland. Gefið okkur bara endanlega tímapunkta og fastar dagsetningar og standið við þetta. Verið bara skýr í skilaboðum til foreldra. Og hysjið upp um ykkur.“
Leikskólar Reykjavík Börn og uppeldi Mygla Tengdar fréttir Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29 Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00 Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39 Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Erlent Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Innlent Fleiri fréttir Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Hvalreki í Njarðvík við Borgarfjörð eystri Forsætisráðherra vill sjá nýtt fangelsi á Stóra Hrauni sem fyrst „Til hamingju hálfvitar“ Svikahrappur beið eftir flugferð framkvæmdastjórans Frans páfi, forsætisráðherra um fangelsismál og villtur páfagaukur Dæmi um að fyrirtæki tapi tugum milljóna í „forstjórasvindli“ Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Sjá meira
Loka Grandaborg og skipta börnunum í þrennt Loka þarf leikskólanum Grandaborg í Vesturbænum. Þar hafa framkvæmdir staðið yfir vegna rakaskemmda og þar að auki kom nýverið í ljós rof á skolplögn undir leikskólanum. Því þarf að skipta börnunum á leikskólanum upp og hýsa þau annars staðar í þremur hópum, á meðan unnið er að því að finna húsnæði þar sem öll börnin geta verið saman. 1. október 2022 16:29
Óvissa varðandi leikskólann Hlíð: „Erum í raun á hrakhólum“ Loka þurfti stærstum hluta húsnæðis leikskólans Hlíðar í lok október vegna myglu. Börn, foreldrar og starfsfólk þurfa að ferðast langar leiðir daglega á leikskóla í önnur hverfi borgarinnar. Bugaðir foreldrar þrýsta á Reykjavíkurborg og vilja að mögulega verði slakað á kröfum tímabundið varðandi húsnæði. 9. nóvember 2022 15:00
Kanna hvort hægt sé að færa starfsemi leikskóla tímabundið í gamla Moggahúsið Reykjavíkurborg kannar nú hvort hægt sé að færa starfsemi leikskólans Sunnuás við Langholtsveg í Reykjavík tímabundið á neðstu hæð í gamla Morgunblaðshúsinu í Kringlunni 1 á meðan á framkvæmdum stendur við leikskólann. Vinnumálastofnun færði nýverið starfsemi sína úr húsinu vegna myglu og skemmda á efri hæðum hússins. 2. maí 2022 07:39
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent