Ákærðir fyrir brot á vopnalögum eftir átök í Borgarholtsskóla Eiður Þór Árnason skrifar 21. nóvember 2022 19:11 Sérsveitarmenn aðstoðuðu lögreglu vegna árásarinnar. Vísir/Vilhelm Fimm hafa verið ákærðir fyrir sinn þátt í vopnuðum slagsmálum sem áttu sér stað í og við Borgarholtsskóla þann 13. janúar í fyrra. Hnífur, hafnaboltakylfa og ljósapera voru meðal þess sem beitt var í átökunum. RÚV greinir frá þessu og segir að héraðssaksóknari hafi ákært alla fimm fyrir brot gegn vopnalögum. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í janúar og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma þar sem birt var myndskeið sem náðist af átökunum. Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. RÚV hefur upp úr ákæru héraðsaksóknara að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Kallað bróður sinn til aðstoðar Inda Björk Alexandersdóttir, móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi í janúar að að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Inda sagði að synir sínir hafi verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar. Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
RÚV greinir frá þessu og segir að héraðssaksóknari hafi ákært alla fimm fyrir brot gegn vopnalögum. Þrír voru handteknir í tengslum við árásina í janúar og voru piltarnir á aldrinum sextán til nítján ára. Einn þeirra var í kjölfarið úrskurðaður í gæsluvarðhald. Sex þurftu að leita aðstoðar á slysadeild eftir átökin en mikill viðbúnaður lögreglu, sérsveitar og sjúkraflutningamanna var á staðnum. Þá var myndböndum af árásinni dreift á samfélagsmiðlum. Fjallað var um málið í kvöldfréttum Stöðvar 2 á sínum tíma þar sem birt var myndskeið sem náðist af átökunum. Fram hefur komið að átökin virðist hafa verið hluti af uppgjöri milli tveggja hópa. RÚV hefur upp úr ákæru héraðsaksóknara að slagsmálin hafi byrjað á salerni skólans þar sem tveir úr hópnum eru sagðir hafa ráðist á einn úr hinum hópnum. Sá hafi brugðist við með því að lemja annan árásarmanninn ítrekað með skralli sem vegi um hálft kíló að þyngd. Slagsmálin hafi síðan færst niður í anddyri skólans og endað fyrir utan hann. Kallað bróður sinn til aðstoðar Inda Björk Alexandersdóttir, móðir drengs sem ráðist var á í árásinni í Borgarholtsskóla sagði í samtali við Vísi í janúar að að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið og þær byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróður sinn til aðstoðar. Bróðirinn hafi reynt að miðla málum en það hafi ekki gengið eftir og slagsmál hafi brotist út. Inda sagði að synir sínir hafi verið talsvert lemstraðir og með djúpa skurði á höfði. Drengirnir hafi ráðist á syni hennar með vopnum, hafnaboltakylfu og hnífum. Einnig hafi annar nemandi handleggsbrotnað eftir að hafa komið sonum hennar til aðstoðar.
Vopnuð árás í Borgarholtsskóla Lögreglumál Reykjavík Framhaldsskólar Tengdar fréttir Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01 Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11 „Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14 Mest lesið Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Innlent Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Innlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Erlent Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Innlent Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Innlent Fleiri fréttir Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Grasrótin að styrkjast eftir samstarf sem mögulega var of dýrkeypt Haustið 2008 að einhverju leyti „reyfarakennt“ Sex kílómetrar urðu átta í straumhörðum og ísköldum sjónum „Þetta var hræðilegt slys“ Hræðilegt slys og sögulegar kosningar Mögulega merki um að lítið magn kviku hafi verið á ferð Læknar boða miklu harðari aðgerðir Sigurður Ingi þögull um búsetuúrræðin Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Leituðu áfram undir ís vegna misræmis milli lista og leiðsögumanna Yfirbuguðu konu með lítið barn og hníf í hendi Sjálfstæðismenn vilja taka upp samræmd próf Sjónum beint til vinstri í kosningapallborðinu Ríkið þrýsti læknum út í harðari verkfallsaðgerðir Aukaþingmaður leikur enn lausum hala Baráttan í Bandaríkjunum á lokametrunum Málið komið á „endastöð“ og rannsókn lokið Bergþór hæðist að Bjarna og Sigurði Inga Enginn stjórnmálamaður á loftslagsráðstefnu „Brottfararúrræði þurfa ekki að vera grimm eða harðneskjuleg” Enginn verið stuðaður með rafbyssu ennþá Þétt skjálftavirkni í nótt en ekki nægur kraftur fyrir kvikuhlaup Verkfallið hafi mikil áhrif á fáar fjölskyldur og lítil áhrif á samfélagið Umræða á Bylgjunni ekki ígildi stjórnvaldsákvörðunar Selur íbúð sem hann gerði upp og flytur í ódýrari íbúð Banaslys við Tungufljót Íbúum fjölgar og fjölgar í Fjallabyggð Sjá meira
Pilturinn látinn laus í fyrradag Ungi maðurinn sem úrskurðaður var í gæsluvarðhald vegna árásar í Borgarholtsskóla í síðustu viku var sleppt úr haldi í fyrradag. Úrskurður héraðsdóms um gæsluvarðhald var kærður til Landsréttar, sem sneri úrskurðinum við. 21. janúar 2021 15:01
Segir að ráðist hafi verið á son sinn og honum svo vikið úr skólanum Móðir drengs sem ráðist var á í Borgarholtsskóla í gær segir að sonur sinn hafi sætt hótunum um mánaða skeið. Þær hafi byrjað eftir að hann stöðvaði árás annars drengs á unga stúlku. Hann hafi svo heyrt af því að til stæði að ráðast á sig með hnífi og kallað bróðir sinn til aðstoðar. 14. janúar 2021 19:11
„Við sáum strák labba blóðugan um gangana“ Nemendum og starfsfólki Borgarholtsskóla var mjög brugðið eftir hnífaárás í dag. 13. janúar 2021 19:14