SB: Erlingur á að sækja sér hjálp og sjá Adda Pé í hlutverki Heimis Hallgríms Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 11:31 Rúnar Kárason og félagar í ÍBV liðinu fengu stóran skell um helgina. Vísir/Diego Slakt gengi Eyjamanna var til umræðu í Seinni bylgjunni eftir skellinn á móti Haukum um helgina. Jóhann Gunnar Einarsson talar um hneyksli og skandal hjá þjálfaranum og segir að Erlingur Richardsson þurfi að kyngja stoltinu og fá hjálp. „Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn? Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira
„Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn?
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Bruno til bjargar Enski boltinn Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Dagskráin í dag: Íshokkí, píla og snóker Sport Fleiri fréttir Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Viktor Gísli í úrvalsliði fyrstu tveggja umferða undankeppninnar Andrea öflug í sigri á Söndru og stöllum í Metzungen Dana klikkaði ekki á skoti en Volda tapaði stigi Annar sannfærandi sigur hjá lærisveinum Alfreðs Gísla Uppgjörið: Georgía - Ísland 25-30 | Íslenska liðið spýtti í lófana og gerði nóg í Georgíu Frábær þriggja marka sigur Vals Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Haukar sóttu sigur á Suðurlandið Má búast við hasar í hörkuverkefni Gísli Þorgeir ekki með gegn Georgíu Sonur þjálfarans er markahæstur í Olís deildinni Galdraskot Óðins vekur athygli Öruggur sigur hjá lærisveinum Alfreðs í fyrsta leik í undankeppni EM Utan vallar: Fegurðin í því frumstæða Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ ÍBV, Stjarnan og Grótta áfram eftir útisigra Uppgjörið: Ísland - Bosnía 32-26 | Leiðin á EM hefst á sigri Grikkland lagði Georgíu með minnsta mun Snorri missir ekki svefn, ennþá Segir æðislegt að fá Aron til sín Valskonur óstöðvandi „Þessi vika er gríðarlega mikilvæg“ Frestað vegna veðurs Sjáðu mergjaða línusendingu Viggós Eldamennskan stærsta áskorunin Mestu vonbrigði Þóris þegar stelpurnar hans sýndu vanvirðingu Sjá meira