SB: Erlingur á að sækja sér hjálp og sjá Adda Pé í hlutverki Heimis Hallgríms Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. nóvember 2022 11:31 Rúnar Kárason og félagar í ÍBV liðinu fengu stóran skell um helgina. Vísir/Diego Slakt gengi Eyjamanna var til umræðu í Seinni bylgjunni eftir skellinn á móti Haukum um helgina. Jóhann Gunnar Einarsson talar um hneyksli og skandal hjá þjálfaranum og segir að Erlingur Richardsson þurfi að kyngja stoltinu og fá hjálp. „Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn? Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira
„Strákar, það er eitthvað að angra Eyjamenn. Þeir tapa fyrir FH, þeir tapa fyrir Aftureldingu. Við töluðum um það í síðasta þætti að okkur þætti sigurinn á Gróttu með tveimur mörkum á heimavelli vera ósannfærandi. Hvað er að,“ spurði Stefán Árni Pálsson, umsjónarmaður Seinni bylgjunnar. „Logi (Geirsson) benti á einhverja markatölu og sagði að þeir væru með besta liðið af því að þeir væru með 49 mörk í plús. Það var bara vegna þess að þeir völtuðu fyrir Hörð og ÍR sem skekkir þetta aðeins,“ sagði Jóhann Gunnar Einarsson, sérfræðingur í Seinni bylgjunni. Veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja „Þetta er mjög skrýtið og ég veit eiginlega ekki hvar við eigum að byrja. Ef maður fer snöggt yfir tímabilið þá gerðu þeir jafntefli á móti KA og Selfossi. Þeir vinna ÍR, Hörð og Stjörnuna þegar Stjarnan gat eiginlega ekki neitt og svo Gróttu ,“ sagði Jóhann Gunnar. „Svo eru þeir núna búnir að tapa á móti Aftureldingu, FH og svo fyrir Haukum með tíu mörkum. Þeir fá til sín Ísak Rafnsson væntanlega til að styrkja vörnina. Róbert, Ísak, Arnór. Þetta lítur rosalega vel út,“ sagði Jóhann Gunnar en fór yfir öll mörkin sem ÍBV liðið er búið að fá á sig í leikjunum. Jóhann talaði einnig um markvörsluna og þá ákvörðun Erlings Richardssonar að hann vilji ekki að Björn Viðar Björnsson spili. „Honum finnst hann taka þessu ekki nógu alvarlega og geti ekki æft nógu mikið. Þetta er eitthvað mesta hneyksli sem ég hef heyrt. Ég hef spilað með Birni Viðari og hann er aldrei betri en þegar hann fær að vera hann sjálfur. Í úrslitakeppninni í fyrra var það mikið honum að þakka að þeir náðu langt. Hann vinnur leik fyrir þá á móti Val í úrslitaeinvíginu,“ sagði Jóhann Gunnar. Finnur ekki betri gæja í klefa „Þetta er frábær náungi í klefa og þú finnur ekki betri gæja í klefa. Alveg yndislegur náungi. Mér finnst þetta vera skandall hjá Erlingi Richardssyni,“ sagði Jóhann. „Hann er ekki að ná að laga varnarleikinn. Í fótboltanum þá kölluðu þeir til Heimi Hallgríms og það gekk vel. Ég held að þeir þurfi að kyngja stoltinu og fá einhverja hjálp. Erlingur virðist ekki ver að ná til þeirra,“ sagði Jóhann. Arnar Péturs í hlutverki Heimis Hallgríms Arnar Pétursson er sá maður sem gæti gengið í hlutverk Heimis Hallgrímssonar. „Heyra í Adda Pé. Ég held að hann væri meira en tilbúinn til að hjálpa. Ég held að Addo Pé hafi beðið Erling um að hjálpa sér 2018. Ég segi ekki að þetta sé krísa en þetta er ótrúlega slagt,“ sagði Jóhann. Það má horfa á alla umfræðuna um ÍBV liðið hér fyrir neðan. Klippa: Seinni bylgjan: Hvað er að angra Eyjamenn?
Olís-deild karla Seinni bylgjan ÍBV Mest lesið Vignir Vatnar lagði Magnus Carlsen Sport Íþróttafólkið þorir ekki að borða kjöt Sport Hörður undir feldinn Körfubolti Sagan segir að Arsenal vinni Meistaradeildina Enski boltinn Félögin vilja ekki knattspyrnukonur með börn Sport Rekstur Chelsea: Eins og að tapa sextíu milljónum á dag í tíu ár Enski boltinn „Vilhjálmur Birgisson vill meina að hann hafi uppgötvað mig sem þjálfara“ Íslenski boltinn „Ekki fallegt að sjá hvernig farið er með Ancelotti“ Fótbolti Velta því fyrir sér hvort níska Liverpool komi í veg fyrir að Nunez spili Enski boltinn Fyrrum sparkari í NFL ætlar á þing vegna Trump Sport Fleiri fréttir Aron tryggði Veszprém jafntefli í Magdeburg Óvænt tap hjá Kolstad en Dana og Óðinn með allt á hreinu „Svona er úrslitakeppnin“ ÍR í undanúrslit eftir sigur með minnsta mun Elvar Örn frábær þegar Melsungen marði sigur Uppgjörið: Afturelding - Valur 31-23 | Mosfellingar jöfnuðu metin með stæl Anton og Jónas dæma stórleikinn í Ungverjalandi Selfoss jafnaði metin Fram einum sigri frá úrslitum Höfðu betur eftir framlengdan leik Aldís Ásta og stöllur einum sigri frá úrslitunum Einar Þorsteinn hafði betur gegn Guðmundi Braga Elvar Örn öflugur þegar Melsungen jafnaði toppliðið að stigum Haukar í undanúrslit á meðan ÍR og Selfoss þurfa oddaleik Kraftanna óskað á öðrum vígstöðvum Lena Margrét til Svíþjóðar Orri Freyr skaut Sporting í undanúrslitin Dramatík á Hlíðarenda Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Rekinn út af eftir 36 sekúndur Uppgjörið: FH - Fram 24-27 | Fram komið yfir í einvígi sínu við FH Ótrúleg dramatík hjá Aldísi Ástu „Held með Arsenal og það að fagna einhverju of snemma er bara heimskulegt“ Selfoss byrjar á sigri Uppgjörið: Haukar - ÍBV 26-20 | Heimakonur sýndu gæðin í seinni hálfleik Færeyjar fylgja Íslandi á sitt fyrsta HM Bjarki markahæstur í úrslitaleiknum en Janus varð bikarmeistari Elvar markahæstur hjá Melsungen í úrslitaleiknum Íslendingalið leika til úrslita í bikarkeppnum Fimmti sigur strákanna hans Arnórs í röð Sjá meira