Turninn á Litla-Hrauni verður rifinn: „Liður í því að gera umhverfið minna þrúgandi“ Atli Ísleifsson skrifar 22. nóvember 2022 08:40 Páll Winkel fangelsismálastjóri segist mjög ánægður með að til standi að ráðast í endurbyggingu - og bætur á Litla-Hrauni við Eyrarbakka. Vísir/Vilhelm Ásýnd Litla-Hrauns mun taka miklum breytingum á næstu árum og mun hinn einkennandi turn fangelsisins brátt heyra sögunni til. Til stendur að ráðast í umfangsmiklar endurbætur á fangelsinu og segir fangelsismálastjóri að breytingarnar séu meðal annars liður í því að gera allt umhverfið manneskjulegra og minna þrúgandi. Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. „Með nýjum radar- og eftirlitskerfum þá gegnir þessi turn ekki lengur neinu hlutverki. Ásýnd fangelsisins mun breytast mikið og við höfum lagt á það áherslu við endurbætur og endurbyggingu að fangelsið falli vel inn í umhverfið. Þetta er liður í því að gefa umhverfið minna þrúgandi, ekki bara fyrir fanga heldur sömuleiðis þá sem heimsækja fanga. Það er mikilvægt.“ Páll segir að það hafi verið valin vinningstillaga frá VA Arkitektum sem nú sé verið að fullvinna. Hann segir að stærsta breytingin varðandi starfsemi fangelsisins muni fela í sér að hægt verði að aðskilja hópa fanga með öruggum hætti, sem hafi hingað til verið mjög erfitt. Svona mun Litla-Hraun líta út að loknum framkvæmdum.VA Arkitektar „Við viljum gera umhverfið manneskjulegra og uppbyggilegra, eins og hægt er í öryggisfangelsi. Það verður sömuleiðis mun betri vinnuaðstaðan fyrir alla okkar starfsmenn – fangaverði, sálfræðinga, lækna og svo framvegis. Og síðast en ekki síst standur til að stórbæta heimsóknaraðstöðuna sem er alls ekki góð eins og mikið hefur verið fjallað um. Og það hefði ekki mátt gerast seinna,“ segir Páll. Páll segir að áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir um tvö ár. VA Arkitektar Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með átta deildir sem rúma allt að 83 karlfanga. VA Arkitektar VA Arkitektar Litla-Hraun eins og það lítur út núna.Vísir/Vilhelm Fangelsismál Árborg Arkitektúr Tengdar fréttir Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Þetta segir Páll Winkel fangelsismálastjóri í samtali við Vísi. „Með nýjum radar- og eftirlitskerfum þá gegnir þessi turn ekki lengur neinu hlutverki. Ásýnd fangelsisins mun breytast mikið og við höfum lagt á það áherslu við endurbætur og endurbyggingu að fangelsið falli vel inn í umhverfið. Þetta er liður í því að gefa umhverfið minna þrúgandi, ekki bara fyrir fanga heldur sömuleiðis þá sem heimsækja fanga. Það er mikilvægt.“ Páll segir að það hafi verið valin vinningstillaga frá VA Arkitektum sem nú sé verið að fullvinna. Hann segir að stærsta breytingin varðandi starfsemi fangelsisins muni fela í sér að hægt verði að aðskilja hópa fanga með öruggum hætti, sem hafi hingað til verið mjög erfitt. Svona mun Litla-Hraun líta út að loknum framkvæmdum.VA Arkitektar „Við viljum gera umhverfið manneskjulegra og uppbyggilegra, eins og hægt er í öryggisfangelsi. Það verður sömuleiðis mun betri vinnuaðstaðan fyrir alla okkar starfsmenn – fangaverði, sálfræðinga, lækna og svo framvegis. Og síðast en ekki síst standur til að stórbæta heimsóknaraðstöðuna sem er alls ekki góð eins og mikið hefur verið fjallað um. Og það hefði ekki mátt gerast seinna,“ segir Páll. Páll segir að áætlanir geri ráð fyrir að framkvæmdum ljúki eftir um tvö ár. VA Arkitektar Fangelsið Litla-Hrauni var stofnað 8. mars 1929 og hefur starfað samfellt síðan. Fangelsið er lokað fangelsi með átta deildir sem rúma allt að 83 karlfanga. VA Arkitektar VA Arkitektar Litla-Hraun eins og það lítur út núna.Vísir/Vilhelm
Fangelsismál Árborg Arkitektúr Tengdar fréttir Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Eina fjallamennskunámið leggst að óbreyttu af Sjá meira
Fangelsismálastjóri segir Barnakot á Hrauninu viðbjóðslegt Fangelsismálastjóri segir húsnæði til að taka á móti börnum á Litla-Hrauni vera viðbjóðslegt. Velgjörðamanni blöskraði svo að hann ákvað að styrkja fangelsið. Hann segir brýnt að bæta aðstöðu barna sem eiga foreldra í fangelsum. 4. október 2022 20:01