Börnin sem bjarga heiminum Ingibjörg Álfrós Björnsdóttir skrifar 22. nóvember 2022 10:01 Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Innflytjendamál Hælisleitendur Mest lesið Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Yrkjum lífsgæði í Dölunum Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Átta hagnýt orkuverkefni Björn Hauksson skrifar Skoðun Vöruhúsið í Álfabakka - í boði hvers? Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Forgangsröðum forgangsröðun Gylfi Ólafsson skrifar Skoðun Isavia sóar fjármagni í eigin ímynd Skúli Gunnar Sigfússon skrifar Skoðun Forseti ASÍ á skautum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland undaskilið alþjóðlegum kolefniskvóta Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Munu næstu fjögur ár nægja? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Sníkjudýr? Efling afhjúpar eðli sitt Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Stórkostlega ungur Kristján Friðbert Friðbertsson skrifar Skoðun Gervigreind: Ný tímamót í mannlegri sögu Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þegar hið ósýnilega er loks viðurkennt sem veruleiki Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar Skoðun Helvítis væl alltaf í þessum kalli Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Þarf alltaf að vera vín? Guðmundur Stefán Gunnarsson skrifar Skoðun Að bera virðingu fyrir sjálfstæðisbaráttunni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Egó“, umhyggja og árangursríkasta áramótaheitið Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Þurr janúar. Er það ekki málið? Árni Einarsson skrifar Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Trú er holl Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Styrkjum stöðu sjúkraliða fyrir betri heilbrigðisþjónustu Sandra B. Franks skrifar Skoðun Sterk sveitarfélög skipta máli Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Undirgefni, trúleysi og tómarúm Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Reistu hamingjunni heimili Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Það tapa allir á orkuskortinum Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun RÚV og litla vandamálið Ásgeir Sigurðsson skrifar Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Takk Björgvin Njáll, eða þannig Ólafur Þór Ólafsson skrifar Sjá meira
Undanfarið hefur borið á talsvert neikvæðri umræðu um flóttamenn og innflytjendur sem koma til Íslands af ýmsum ástæðum. Ný útlendingalög hafa verið sett og verið er að ræða um að loka landinu. Mig setur hins vegar hljóða og fyrir því er ákveðin ástæða. Nú er það svo að ég trúi því að allt líf sé heilagt og mig minnir að íslenska lýðveldið sem var stofnað á Þingvöllum 1944 hafi byggst á orðinu mannhelgi. Íslenska er hins vegar erfitt tungumál og það getur verið erfitt fyrir alla að flytja sem fullorðnir einstaklingar í nýjan menningarheim, læra á nýja menningu og aðlagast henni. Sjálf bjó ég sem innflytjandi í Svíþjóð í þrjú ár og það var ekki fyrr en ég var búin að læra sænsku ansi vel að ég fór að aðlagast því samfélagi. Og nú er það svo að innflytjendur og flóttamenn sem koma til Íslands læra íslensku misvel og eiga mismunandi auðvelt með að aðlagast íslensku samfélagi. En skiptir það í raun og veru máli? Því ég fór allt í einu að hugsa þessa hluti á algjörlega nýjan hátt. Ég lít svo á að allir sem velja að búa og lifa á Íslandi séu í raun orðnir Íslendingar. Við eigum bara mismunandi bakgrunn og mismunandi uppruna. En þótt flóttamenn og innflytjendur læri kannski ekki allir íslensku þá eiga flestir flóttamenn og innflytjendur börn. Og það eru börnin sem bjarga heiminum. Við megum aldrei gleyma því að þótt foreldrarnir aðlagist kannski aldrei alveg íslensku samfélagi, þá gera börnin það. Börnin verða tvítyngd eða þrítyngd og þau líta á sig sem Íslendinga. Þessi börn eru svo mikil gjöf til okkar sem erum hér. Börn innflytjenda og flóttamanna eru mörg afburðabörn. Þetta eru börn sem leggja mikið á sig til að komast inn í samfélagið. Þau vilja oft menntast og eru oft tilbúin að gefa til baka til þess samfélags sem var tilbúið að taka á móti þeim úr styrjöldum eða efnahagslega erfiðum aðstæðum. Ég hef séð börn innflytjenda blómstra á Íslandi, vaxa, þroskast, læra og ég bara veit að þau eiga eftir að bera uppi íslenskt samfélag eftir nokkur ár. Þau eiga líka eftir að breyta því hvernig við gamla fólkið hugsum um heiminn og það er kominn tími til að breyta hugsanaganginum. Í stað þess að leggja alltaf áherslu á það hvað innflytjendur og flóttamenn séu mikil byrði á samfélaginu, vil ég snúa umræðunni við og tala um það hvað innflytjendur og flóttamenn eiga æðisleg börn og hversu mikil tækifæri eru fólgin í þessum börnum sem koma með nýja sýn og nýja menningarheima inn í okkar lokaða þröngsýna samfélag. Ég vil þakka öllu því fólki sem leggur á sig að búa hér á Íslandi, vinna og starfa í okkar samfélagi, þrátt fyrir alla fordómana og vitleysuna sem er í innfæddum Íslendingum. Ísland er kalt land, myrkrið er hér mikið á veturna, hráslagaleg súldin étur sig inn í allt og alla. Það verða aldrei allir sem vilja búa hér. Það er algjör misskilningur. Ég vil því enda þetta pár, með því að lýsa þeirri skoðun minni, að þótt ef til vill verði að loka landinu fyrir innstreymi fólks einhvern tímann í framtíðinni, þá erum við alls ekki kominn þangað ennþá. Við eigum að fagna og hlúa vel að því fólki sem vill búa og starfa með okkur. Við eigum að gefa börnum þeirra tækifæri til að gefa til baka til íslensks samfélag. Við erum öll Íslendingar, sama hvaðan við komum. Höfundur er efnafræðingur, M.Sc.
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun
Skoðun Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Það næst ekki í lækni, það verður vonandi úrskurðað um andlát á morgun eða hinn Bjarki Oddsson skrifar
Skoðun Hvers konar friður? Hilmar Þór Hilmarsson, prófessor, inntur svara Andri Þorvarðarson skrifar
Skoðun Heiðarleg stjórnmál skila árangri - árangur Pírata í borgarstjórn 2024 Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun ESB aðild eða fylki í USA, eða bara gamla Ísland og blessuð krónan? Hilmar Þór Hilmarsson skrifar
Tafir á réttlæti: Opin gagnrýni á kærunefnd jafnréttismála og eftirlit jafnréttisráðherra Erna Guðmundsdóttir Skoðun