Vopnaframleiðendur beðnir um að bretta upp ermarnar Samúel Karl Ólason skrifar 22. nóvember 2022 11:27 Úkraínskir hermenn þurfa nú nánast eingöngu að reiða sig á 155 millimetra stórskotaliðsvopnakerfi frá Vesturlöndum. Framleiðslugeta vesturlanda á skotfærum í þau vopnakerfi dugar þó varla til. Getty/Metin Aktas Ráðamenn á Vesturlöndum hafa áhyggjur af því hve mikið vestrænir herir hafa þurft að ganga á skotfærabirgðir sínar vegna vopnasendinga til Úkraínu. Vopnaframleiðendur hafa verið beðnir um að bretta upp ermarnar og auka framleiðslu á vopnum og skotfærum og sérstaklega með tilliti til þess að stríðinu í Úkraínu mun líklega ekki ljúka á næstunni. Í grein Foreign Policy er haft eftir embættismanni í Atlantshafsbandalaginu að þessar áhyggjur hafi aukist samhliða innrás Rússa í Úkraínu. Miðillinn segir að innan bandalagsins sé verið að ræða hvernig styðja megi við bakið á aðildarríkjum sem lendi í vandræðum með skotfærabirgðir sínar en á sama tíma hafi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagt mikilvægt að styðja Úkraínumenn áfram með vopnasendingum. Á tímum kalda stríðsins áttu Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evrópu umfangsmiklar varabirgðir af vopnum og skotfærum, auk þess sem byggðir voru upp forðar af málmum og öðru sem til þarf að framleiða vopn og skotfæri í meira magni. Eftir fall Sovétríkjanna og aukna áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum lögð minni áhersla á þessar birgðir og dregið úr því magni sem haldið var til hliðar, bæði hvað varðar vopn og skotfæri og aðföng til að auka framleiðslu. Stórskotalilð hefur skipt sköpum í átökunum í Úkraínu.EPA/STRINGER Efins um að auka framleiðslugetu Þá segir FP að þrátt fyrir kröfur ráðamanna hafi forsvarsmenn vopnaframleiðenda dregið fæturna varðandi það að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu af ótta við að aukin eftirspurn eftir Javelin-eldflaugum, Stinger-flugskeytum, fallbyssuskotum, HIMARS-eldflaugum og öðru, sé ekki varanleg. Þessir forsvarsmenn eru sagðir óttast það að sitja uppi með stórar verksmiðjur og engar pantanir. Ríki Evrópu hafa átt í sérstökum vandræðum með það að auka framleiðslu. Bæði vegna áhugaleysis og getuleysis. Vísað er til Frakklands og umræðu sem átti sér stað þar eftir að Frakkar sendu sextán CAESAR stórskotaliðsvopnakerfi til Úkraínu í sumar. Þar fór af stað umræða um að fylla upp í eyðurnar með því að auka framleiðslu en þá kom í ljós að framleiðslugetan var ekki til staðar. Fyrrverandi aðstoðar-framkvæmdastjóri NATO, sagði í viðtali við Foreign Policy að í rauninni væru ekki mörg fyrirtæki í Evrópu sem gætu framleitt hlaup fyrir slík stórskotaliðsvopnakerfi. Slík vopnakerfi hafa þó reynst þau áhrifamestu í átökunum í Úkraínu. HIMARS-eldflaugavopnakerfi frá Vesturlöndum hafa reynst Úkraínumönnum gífurlega vel.EPA/HANNIBAL HANSCHKE Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið Úkraínumenn eru taldir vera svo gott sem búnir með birgðir sínar af 152 millimetra sprengikúlum í stórskotaliðsvopnakerfi þeirra frá tímum Sovétríkjanna og reiða sig nú á sendingar frá Vesturlöndum á 155 mm kúlum í vestræn vopnakerfi sem einnig hafa verið send til þeirra. Fregnir hafa sömuleiðis borist frá Moskvu af skorti frá skotfærum en Rússar hafa leitað til bæði Írans og Norður-Kóreu eftir meiri skotfærum. Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Í grein Foreign Policy er haft eftir embættismanni í Atlantshafsbandalaginu að þessar áhyggjur hafi aukist samhliða innrás Rússa í Úkraínu. Miðillinn segir að innan bandalagsins sé verið að ræða hvernig styðja megi við bakið á aðildarríkjum sem lendi í vandræðum með skotfærabirgðir sínar en á sama tíma hafi Jens Stoltenberg, framkvæmdastjóri NATO, sagt mikilvægt að styðja Úkraínumenn áfram með vopnasendingum. Á tímum kalda stríðsins áttu Bandaríkin og bandamenn þeirra í Evrópu umfangsmiklar varabirgðir af vopnum og skotfærum, auk þess sem byggðir voru upp forðar af málmum og öðru sem til þarf að framleiða vopn og skotfæri í meira magni. Eftir fall Sovétríkjanna og aukna áherslu á baráttuna gegn hryðjuverkum lögð minni áhersla á þessar birgðir og dregið úr því magni sem haldið var til hliðar, bæði hvað varðar vopn og skotfæri og aðföng til að auka framleiðslu. Stórskotalilð hefur skipt sköpum í átökunum í Úkraínu.EPA/STRINGER Efins um að auka framleiðslugetu Þá segir FP að þrátt fyrir kröfur ráðamanna hafi forsvarsmenn vopnaframleiðenda dregið fæturna varðandi það að fjárfesta í aukinni framleiðslugetu af ótta við að aukin eftirspurn eftir Javelin-eldflaugum, Stinger-flugskeytum, fallbyssuskotum, HIMARS-eldflaugum og öðru, sé ekki varanleg. Þessir forsvarsmenn eru sagðir óttast það að sitja uppi með stórar verksmiðjur og engar pantanir. Ríki Evrópu hafa átt í sérstökum vandræðum með það að auka framleiðslu. Bæði vegna áhugaleysis og getuleysis. Vísað er til Frakklands og umræðu sem átti sér stað þar eftir að Frakkar sendu sextán CAESAR stórskotaliðsvopnakerfi til Úkraínu í sumar. Þar fór af stað umræða um að fylla upp í eyðurnar með því að auka framleiðslu en þá kom í ljós að framleiðslugetan var ekki til staðar. Fyrrverandi aðstoðar-framkvæmdastjóri NATO, sagði í viðtali við Foreign Policy að í rauninni væru ekki mörg fyrirtæki í Evrópu sem gætu framleitt hlaup fyrir slík stórskotaliðsvopnakerfi. Slík vopnakerfi hafa þó reynst þau áhrifamestu í átökunum í Úkraínu. HIMARS-eldflaugavopnakerfi frá Vesturlöndum hafa reynst Úkraínumönnum gífurlega vel.EPA/HANNIBAL HANSCHKE Skortur á skotfærum fyrir stórskotalið Úkraínumenn eru taldir vera svo gott sem búnir með birgðir sínar af 152 millimetra sprengikúlum í stórskotaliðsvopnakerfi þeirra frá tímum Sovétríkjanna og reiða sig nú á sendingar frá Vesturlöndum á 155 mm kúlum í vestræn vopnakerfi sem einnig hafa verið send til þeirra. Fregnir hafa sömuleiðis borist frá Moskvu af skorti frá skotfærum en Rússar hafa leitað til bæði Írans og Norður-Kóreu eftir meiri skotfærum.
Hernaður NATO Innrás Rússa í Úkraínu Tengdar fréttir Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19 Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05 Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. 21. nóvember 2022 07:30 Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Fleiri fréttir Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Sjá meira
Milljónir í hættu á að deyja sökum kulda Milljónir Úkraínumanna eru í hættu á að deyja í vetur sökum kulda, segir Alþjóðaheilbrigðisstofnunin. Helmingur orkuinnviða landsins er skemmdur eða ónýtur og um 10 milljón manns án rafmagns. 22. nóvember 2022 08:19
Surovikin undir þrýstingi eftir undanhald frá Kherson Sergei Surovikin, sem stýrir innrás Rússa í Úkraínu, er undir þrýstingi um að ná árangri eftir að hafa hvatt til þess að rússneski herinn hörfaði frá vesturbakka Dniproár og Kherson-borg. Herforinginn þarf að geta sýnt fram á að ákvörðunin hafi verið rétt og geti skilað Rússum árangri annarsstaðar í Úkraínu. 21. nóvember 2022 17:05
Selenskí segir Rússa hafa gert 400 árásir í austurhluta landsins í gær Vólódímir Selenskí Úkraínuforseti sagði í daglegu ávarpi sínu í gærkvöldi að Rússar hefðu gert 400 loftárásir á skotmörk í austurhluta landsins frá því um morguninn. Harðast væri barist í Donetsk en Úkraínumenn væru að sækja fram í Luhansk. 21. nóvember 2022 07:30