Tíunda hækkunin í röð: Seðlabankinn hækkar stýrivexti um 0,25 prósentur Atli Ísleifsson og Tryggvi Páll Tryggvason skrifa 23. nóvember 2022 08:31 Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Vísir/Vilhelm Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hefur ákveðið að hækka vexti bankans um 0,25 prósentustig. Meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, fara því úr 5,75 prósent í sex prósent. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabankans sem birt var 8:30. Þar segir að verðbólga hafi aukist lítillega á ný í október og mælst 9,4 prósent. „Verðhækkanir eru á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 9,4% á síðasta fjórðungi ársins en taki svo smám saman að hjaðna og verði um 4,5% á síðasta ársfjórðungi 2023. Gengi krónunnar hefur lækkað frá októberfundi peningastefnunefndar. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til lengri tíma hækkað nokkuð. Vísbendingar eru jafnframt um að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði bankans hafi veikst og því gæti tekið lengri tíma en ella að ná verðbólgu í markmið. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,6% í ár. Horfur fyrir næsta ár hafa batnað og nú er spáð 2,8% hagvexti í stað 1,9% í ágúst. Skýrist það af horfum um hraðari vöxt innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Spenna á vinnumarkaði er enn töluverð þótt heldur hafi dregið úr henni. Peningastefnunefnd mun áfram tryggja að taumhald peningastefnunnar sé nægjanlegt til að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 7,75% Lán gegn veði til 7 daga 6,75% Innlán bundin í 7 daga 6,00% Viðskiptareikningar 5,75% Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Ákvörðun Seðlabanka er í takti við spá Íslandsbankans sem spáði einmitt 0,25 prósenta hækkun stýrivaxta, á meðan Landsbankinn spáði óbreyttum vöxtum. Landsbankinn sagði þó að færa mætti góð rök fyrir óbreyttum vöxtum eða hækkun upp á 0,25 til 0,5 prósentur, en að bankinn teldi líklegast að nefndin myndi halda vöxtunum óbreyttum. Fréttin hefur verið uppfærð. Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá peningastefnunefnd Seðlabankans sem birt var 8:30. Þar segir að verðbólga hafi aukist lítillega á ný í október og mælst 9,4 prósent. „Verðhækkanir eru á breiðum grunni og undirliggjandi verðbólga hefur áfram aukist. Gert er ráð fyrir að verðbólga verði að meðaltali 9,4% á síðasta fjórðungi ársins en taki svo smám saman að hjaðna og verði um 4,5% á síðasta ársfjórðungi 2023. Gengi krónunnar hefur lækkað frá októberfundi peningastefnunefndar. Þá hefur verðbólguálag á skuldabréfamarkaði til lengri tíma hækkað nokkuð. Vísbendingar eru jafnframt um að kjölfesta verðbólguvæntinga í verðbólgumarkmiði bankans hafi veikst og því gæti tekið lengri tíma en ella að ná verðbólgu í markmið. Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Seðlabankans er gert ráð fyrir að hagvöxtur verði 5,6% í ár. Horfur fyrir næsta ár hafa batnað og nú er spáð 2,8% hagvexti í stað 1,9% í ágúst. Skýrist það af horfum um hraðari vöxt innlendrar eftirspurnar en áður var talið. Spenna á vinnumarkaði er enn töluverð þótt heldur hafi dregið úr henni. Peningastefnunefnd mun áfram tryggja að taumhald peningastefnunnar sé nægjanlegt til að verðbólga hjaðni í markmið innan ásættanlegs tíma. Peningastefnan mun á næstunni ráðast af þróun efnahagsumsvifa, verðbólgu og verðbólguvæntinga. Ákvarðanir í atvinnulífi, á vinnumarkaði og í ríkisfjármálum munu skipta miklu um þróun vaxta á næstu misserum,“ segir í yfirlýsingu peningastefnunefndarinnar. Vextir verða því sem hér segir: Daglán 7,75% Lán gegn veði til 7 daga 6,75% Innlán bundin í 7 daga 6,00% Viðskiptareikningar 5,75% Vefútsending með kynningu á yfirlýsingu nefndarinnar hefst klukkan 9:30 og verður hægt að fylgjast með útsendingunni hér á Vísi. Kynningin verður í höndum Ásgeirs Jónssonar seðlabankastjóra og Rannveigar Sigurðardóttur, varaseðlabankastjóra peningastefnu. Ákvörðun Seðlabanka er í takti við spá Íslandsbankans sem spáði einmitt 0,25 prósenta hækkun stýrivaxta, á meðan Landsbankinn spáði óbreyttum vöxtum. Landsbankinn sagði þó að færa mætti góð rök fyrir óbreyttum vöxtum eða hækkun upp á 0,25 til 0,5 prósentur, en að bankinn teldi líklegast að nefndin myndi halda vöxtunum óbreyttum. Fréttin hefur verið uppfærð.
Seðlabankinn Íslenska krónan Efnahagsmál Mest lesið Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Viðskipti innlent Neytendastofa hjólar í hlaupara Neytendur „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Atvinnulíf Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor Viðskipti innlent 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Viðskipti innlent Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Viðskipti innlent „Alltaf hægt að sjá tækifæri og fleira gott í stöðunni“ Atvinnulíf Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Viðskipti erlent Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Atvinnulíf Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Leggja til lagabreytingu sem leysir af penna og pappír Kolefnisförgunarstöð geti skapað Ölfusi störf og tekjur Vænta 50 punkta lækkunar en telja 25 punkta líklega Birgir hættir hjá Skaga Valdimar Sveinsson hlaut Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 37,5 milljarðar í hagnað og nítján í arð Heildarfjöldi farþega 4,7 milljónir í fyrra Spá 50 punkta lækkun stýrivaxta Átján tilnefningar til UT-verðlauna Skýs Bein útsending: Fjármálaþjónusta framtíðarinnar Rannveig kjörin heiðursfélagi Icelandair hefur flug til Miami Verðbólga mjakast niður á við Ráðin fræðslustjóri Samkaupa Láta af óheimilli ríkisaðstoð við Sorpu Markaðurinn væntir vaxtalækkana Spá þriggja prósenta verðbólgu á næsta ári Breytingar hjá Arctic Adventures með nýju skipuriti Kolefnisförgunarstöð metin með hagsmuni íbúa að leiðarljósi Hæstiréttur tekur deilur Vinnslustöðvarinnar og ríkisins fyrir Nýir forstöðumenn hjá Motus Sjá meira