Maður á sviði: Narsissisti í nánu sambandi Hrafnhildur Sigmarsdóttir skrifar 23. nóvember 2022 10:30 Þegar ég var yngri bjó ég í London og kynntist manni. Með okkur tókust náin kynni og eyddum við töluverðum tíma saman. Hann var heillandi og áhugaverður og mér þótti mikið til hans koma. Hann hældi mér mikið og sagði mig bera af öðrum konum á öllum sviðum. Sum hólin voru svo yfirþyrmandi að ég átti bágt með að trúa þeim en ég var ung og það var gaman að trúa þeim. Upplifun þessara fyrstu kynna voru í samræmi við aldur minn, skynsemisskort og ofurtrú sakleysingjans á óendanleika ástarinnar. Lundúnarbúinn var í raun fremur undarlegur ásýndar. Hann var eins og slappt “Þ” í laginu og með einkennilegt höfuðlag. Tennurnar voru venjulega illa hirtar og hann var alltaf í slitnum skóm. Hann var með göngulag sem bar vott um augljósa meðalmennsku en háttarlag sem bar keim af tilgerðarlegri ofurmennsku. Samt var hann gífurlega sjarmerandi en allur hans sjarmi byggðist á sviðsmyndinni sem hann skapaði. Hann skreytti vel í kringum sig, bæði með stórkostlega ýktum yfirlýsingum um meinta mannkosti sína og óeðlilegan fjölda afrekssagna. Hann setti mig líka á stall og ég upplifði mig í kjölfarið einstaka og eftirsóknarverða. Hann var í mínum augum fullkominn, - í fyrstu. Hann starfaði í leikhúsgeiranum og bauð mér á sýningar. Hann talaði oft um umstangið sem fylgdi því að setja upp sýningu og hversu streituvaldandi og óboðlegt það væri að vinna með fólki sem kynni ekki sitt fag. Ég hlustaði með aðdáun. Hann kunni vel við það. Ég komst síðan að því seinna að starf hans var bæði lítilvæglegt og ábyrgðarlítið. Hann var hvorki með mannaforráð eða nokkra framkvæmdarstjórn á neinu tengdu uppsetningu leikverka. Hann vann við það að taka saman leikmuni eftir sýningar og setja þá á sinn stað. Hann talaði samt alltaf eins og hann væri þungamiðja alls og að framlag hans væri þýðingarmesti stólpi sýningarinnar. Hann var svo sannfærandi að lengi vel hélt ég að hann væri það. Sannfæringakraftur hins holaða getur verið magnaður. Gagnkvæm aðdáun okkar var ekki langlíf. Ég fór að taka eftir því hversu illa hann talaði um annað fólk, sérstaklega fólk sem var að ná árangri. Þessi var fífl og hinn var fáviti en allur eiginlegur rökstuðningur var alltaf takmarkaður og samnefnarinn aldrei hann. Hann gat samt mætt þessu fólki með bros á vör og boðið í drykk. Kvöldin okkar urðu hins vegar fljótlega stútfull af gremju hans um stolna sigra, brostna drauma og drykkju. Hann varð beiskur á bragðið. Hann fór að gagnrýna mig, skoðanir mínar, menntun mína og útlit mitt, og gerði lítið úr mér á lúmskan hátt. Hægt og rólega eins og snákur sem liðast lengi áður en hann glefsar. Ég kom mér fljótt í burtu frá þessum manni og hlaut ekki varanlegan skaða af þar sem mannkostaskortur hans var bæði augljós og aumkunarverður. Kynni þessi mörkuðu þó upphafið að áhuga mínum á “Narsissískri persónuleikaröskun (NPD). Hvern má kalla narssisista? Það kom út arfaslæm grein fyrir þónokkru þar sem íslenskur sálfræðingur varaði fólk við að vera að kalla mann og annan narssisista og sú greining ætti eingöngu að vera á valdi fagaðila. Að þeirri yfirlýsingu lokinni átti ég erfitt með að finna tilgang greinarinnar. Greinina skorti áfallamiðaða nálgun og skilning á afleiðingum þessarar röskunar fyrir náin sambönd. Í raun skorti greinina allan skilning á sjúklegri sjálfhverfu og alvarleika hennar. Öllum er sjálfsagt að velta þessari röskun og eiginleikum hennar fyrir sér. Það er í raun nauðsynlegt í heimi þar sem við virðumst sífellt vera að venjuvæða og verðlauna sjálfhverfa hegðun. Aukin sameiginleg vitund okkar um samfélagsreglur, siðfræði, mörk og hegðun er eitthvað sem getur breytt okkur í átt að bata. Einstaklingshyggjan skyggir sterkt á félagshyggjuna í nútímasamfélagi og samfélagsmiðlar styrkja þann skugga. Sjálfhverfan dansar skömmustulaust og enginn talar um nýju fötin keisarans. Það eru ekki allir sem sýna sjálfhverfa hegðun narsissistar. Það er alveg víst. Engu að síður er gífurlega mikilvægt að vera meðvitaður bæði í ræðu og riti um afleiðingar og einkenni af óboðlegri hegðun í nánum samböndum og þeim persónuleikaröskunum sem þar geta leynst. Sjálfhverfa getur verið tímabundið viðbragð við aðstæðubundnu getuleysi eða stakur mannkostaskortur, þótt oftast fylgi fleiri með. Flestir einstaklingar geta sýnt sjálfhverfa hegðun og önnur einkenni narsissisma en munurinn þar á er að flestir þeirra eru færir um að rýna í eigin hegðun, taka ábyrgð og biðjast afsökunar. Það gerir sá narsissíski ekki. Greiningarskilmerki röskunarinnar eru afmörkuð og ítarleg og réttilega svo. Greiningarferlið er flókið og margt er líkt með fleiri röskunum, s.s andfélagslegri persónuleikaröskun og jaðarpersónuleikaröskun. Þær eiga það þó sameiginlegt að erfitt er að viðhalda og eiga í nánum samböndum við persónuleikaraskað fólk. Persónuleikaraskanir eru algengari en margir halda og mikilvægt er að setja athyglina á hegðunina og skaðann sem hún veldur og bregðast við því, fremur en vangaveltum um hver hefur greiningarvaldið. Valdið til að gagnrýna óboðlega og óásættanlega ofbeldishegðun er allra. Vangaveltur og spurningar um persónuleikaraskanir eru frábærar og okkur til framdráttar. Flestir fá aldrei greiningu og margir uppfylla ekki greiningarviðmið NPD en eru með sterk einkenni sem valda skaða. Eiginleikar þessarar röskunar eru hinsvegar áberandi hjá þeim sem beita ofbeldi í nánu sambandi. Upplifun þeirra sem eru beittir ofbeldi í nánu sambandi er marktækust allra gagna Samtök um Kvennaathvarf gerðu rannsókn á líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og hvernig þeir upplifðu persónuleikaeinkenni makans. Í rannsókn Samtaka um Kvennaathvarf (2019) kemur fram að mikill meirihluti kvennanna sem talað var við hafði upplifað andlegt ofbeldi af hálfu maka. Þær konur sem höfðu reynslu af heimilisofbeldi (202 talsins) voru beðnar um að nefna neikvæð atriði sem lýstu persónuleika geranda sinna sem best. Eftirfarandi eiginleikar eru þeir sem flokkaðir voru saman og komu oftast upp. Þær nefndu persónuleikaeinkenni eins og stjórnsemi, sjálfhverfu, tillitsleysi og erfiðleika með að setja sig í spor annara. Þær nefndu einnig að gerandinn væri skapstór, öfundsjúkur og afbrýðissamur. Einkenni eins og lyginn, svikull, ótrúr og ósvífinn komu einnig fram. Þvingandi, sjálfumglaður, hrokafullur og hefur mikla þörf fyrir athygli. Að mati kvennanna sýndu þeir mikið yfirlæti, voru tilfinningakaldir og höfðu litla þolinmæði. Á sama tíma komu fram einkenni eins og óöruggi, lítið sjálfstraust, minnimáttarkennd og taugaveiklun. Í lokin greindu þær frá einkennum á borð við grimmd, miskunnarleysi, neikvæðni, frekju, dómhörku og kæruleysi. Þessi persónuleikaeinkenni koma heim og saman við ýmis klínísk greiningarviðmið narsissískrar persónuleikaröskunar. Þessir einstaklingar biðja hinsvegar aldrei um greiningu og eru sjaldnast krafðir um hana. Tölfræði um tíðni þessarar röskunar ber að taka með varúð þar sem það er þeirra helsta einkenni að upplifa sig sem þann þjáða í stað þess að vera orsakavaldur þjáningarinnar. Þetta eru ekki einstaklingarnir sem leita sér aðstoðar vegna hugsanlegrar persónuleikaröskunar sinnar. Að þeirra mati eru þeir ekki vandamálið. Þessir einstaklingar eru hinsvegar mjög hrifnir af meðferðarsambandi við fagaðila því þar upplifa þeir bæði svið og áheyrn. Þar geta þeir leikið hlutverk þolandans og hlotið ráðleggingar og stuðning í samræmi við það hlutverk sem þjónar tilgangi þeirra hverju sinni. Samskipti við narsissista geta verið hættuleg sálarheill einstaklinga. Narsissistar eru skertir með öllu þegar kemur að árangursríkri tækni við uppbyggileg samskipti og sýna bæði barnslega reiði og bræði þegar þeir fá ekki það sem þeir vilja. Gremja þeirra er aumkunarverð og hættuleg í nánum samböndum. Þessir einstaklingar hafa ofurtrú á eigin ágæti, trúa statt á sérstöðu sína og þykjast eiga meiri rétt og meira aðgengi að öllu í lífinu fremur öðrum. Þau eru hin útvöldu en á sama tíma fórnarlömb allra kringumstæðna þegar illa gengur. Þau eru með öllu óhæf í að rýna í sjálfan sig og taka ábyrgð. Það er að þeirra mati leiðinlegt og narsissistanum leiðist fljótt. Það er út af þeirri ástæðu sem þau fara bæði fljótt og illa í gegnum fólk. Þeir þurrka upp orku annarra á ógnarhraða. Fólk getur hlotið skaða af því að vera í nánum samböndum við sjúklega sjálfhverfu narsissistans. Þeir upplifa sífellda ringulreið í samskiptum við þá og að lokum sálræna örmögnun. Aðaldrifkraftur þeirra í öllum samskiptum er að fá sínu framgengt og skoðanaskipti og rökræður við narsissista er með öllu þýðingarlausar. Margir þeirra sjá um sig sjálfir með barnalegri tilætlunarsemi og óheflaðri frekju. Aðrir geta hinsvegar náð gífurlegum frama og geta verið í forsætum félaga, starfsstaða og jafnvel í æðstu valdastöðu landa. Margir þeirra beita maka sína lúmsku ofbeldi til að fá sínu fram og eiga það til að velja fólk sem veikt er fyrir af undirgefni, meðvirkni og með brotna sjálfsmynd. Algeng persónuleikaeinkenni og aðferðir narsissista sem beita ofbeldi í nánum samskiptum eru eftirfarandi: Stjórnsemi. Allur drifkraftur í hegðun þeirra miðast við að fá sínu framgengt. Þess vegna geta þau verið draumamaki eina stundina og svo beitt andlegu ofbeldi í samskiptum þá næstu. Ringulreiðin skapar óttann sem narsissistinn nærist á og tekur gífurlegt pláss, á meðan þolandinn hverfur smátt og smátt af sínu eigin sviði. Sjúkleg sjálfhverfa. Þeir eru algjörlega ófærir um að rýna í eigin hegðun og taka ábyrgð, nema það þjóni tilgangi þeirra þá stundina. Þeir sem eru vel greindir geta þó hafa dregið ákveðin lærdóm í gegnum árin og verið færir í því að segja það sem fólk vill heyra, án þess að nokkuð liggi þar að baki. Narissistar eru þannig hinir mestu tækifærissinnar og upplifa sig sem fórnarlömb allra aðstæðna þegar illa gengur. Samkenndarskortur. Líðan annarra er alltaf minna virði en líðan þeirra. Þetta á einnig við um börnin þeirra, nema börnin þeirra geti upphaft virði þeirra þá stundina eða hægt er að nota þau í deilum við maka. Liðaskipting er þeim lista lagt. Það er þessi óstöðugleiki og ótvíræðu skilaboð sem gerir sársauka barna narsissista svo flókinn. Ójafnvægi. Narsissistinn er í raun leiðinlegt og illa upp alið barn sem hagar sér sem slíkt á fullorðinsaldri. Ákveðinn stöðnun hefur átt sér stað þegar kemur að heilbrigðri úrvinnslutækni eigin tilfinninga og óhófleg gremja og illska í garð annara getur brotist út þegar þeim gengur illa. Þeir eru líka fljótir að eigna sér velgengni annara þegar það hentar þeim. Fílustjórnun. Í gegnum fílustjórnunina skín gremja barnsins. Narsissistar þola illa mótstöðu og mörk í samskiptum. Þeir verða verstir þegar þolendur þeirra valdeflast. Þeir bregðast ókvæða við með skapofsaköstum, þögn eða yfirlætisfullum skilningi og geta þar sveiflast til og frá. Markarleysi. Markarleysi í samskiptum við þá er áþreifanlegt. Þar sem narsissistinn upplifir sig fæðast í æðri rétti geta hversdagsleg samskipti við hann orðið stöðugur varnarleikur. Ótryggð. Oftar en ekki hefnir narsissistinn sín eða gerir maka upp brot eða svik til að fá sínu framgengt. Hann getur t.d réttlætt framhjáhald með því að segjast skorta nánd og kemur þar með ábyrgðinni yfir á makann. Afvegaleiðing er list og narsissistanum óþægilega töm. Hann lofar öllu fögru en er bæði vitsmunalega og áhugalega séð ófær um að fylgja því eftir. Þeir heimta nánd með óyrtum tilfinningakulda og þolandinn stendur eftir ráðvilltur. Lygar. Þeir geta logið án þess að hika þar sem öllu máli skiptir að þeirra hlið fái mest vægi og mestan stuðning. Þeir geta einnig gert mikið úr smávægilegum feilsporum annarra til að réttlæta yfirgang og óraunhæfar kröfur í nánum samböndum. Yfirgengileg sjálfhælni. Þeir geta verið sjálfumglaðir með eindæmum og sagt margar afrekssögur af sjálfum sér. Hræðslan við að vera opinberaður sem meðalmaður verður svo yfirgengileg að mannkostirnir og afrekin eru tekin á lygilegt plan. Sannfæringarkraftur þeirra er svo magnaður að auðvelt er að fara á flug með þeim. Athyglissýki. Þeir hafa gífurlega þörf fyrir aðdáun og athygli. Þörfin fyrir að vera “hinn útvaldi” og þrotlaus þrá fyrir aðgengi sem afmarkar, spilar þar stóra rullu. Narsissistar nota oft ögrandi kynferðislega hegðun til að vega upp á móti mjög brotinni sjálfsímynd. Þeir hafa þörf fyrir að allir sjái sérstæðni þeirra og óhefðbundleika. Það sem þeir kalla hugrekki er í raun byggt á hræsni og ofnýtingu á öðrum. Minnimáttarkennd þeirra er áþreifanleg og aumkunarverð. Gaslýsing.Þeir beita siðlausri samskiptatækni í nánum samböndum og “Já, -en” setningar fylgja oft samskiptatækni þeirra. Þolandi upplifir í samskiptum þeirra á milli mikla ringulreið og óvissu sem étur upp sjálfsvitund hans og mörk. Gaslýsing getur valdið sálarheill þolanda miklum sársauka. Gaslýsing er alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft langtíma skaðlegar afleiðingar á lífsgæði, sjálfsmat og hugræn ferli þolenda Gaslýsing er í grunninn siðlaus samskiptækni sem oft er beitt sem vopni í nánum samböndum og er hættuleg sálarheill þolenda. Markmið samskiptanna er að þolandinn fari að efast um sjálfan sig og upplifanir sínar og er það í raun þungamiðjan í samskiptatækninni. Þolandinn upplifir stöðugt ástand óvissu og óöryggis. Hann missir þannig sjónir á hver hann er, hvar mörkin hans liggja og hvað hann stendur fyrir. Þar af leiðandi er auðveldara að stýra þolandanum og stilla upp samkvæmt heimsmynd gerandans. Setningar eins og: „Þetta gerðist aldrei!, þetta gerðist ekki svona!, ég sagði þetta aldrei!!, þetta er allt þér að kenna!, þú ert svo viðkvæm/ur, Þú ert að eyðileggja allt!, þarft þú ekki bara að fara að leita þér hjálpar?, Já-en“ eru algengir frasar sem þolendur siðlausrar samskiptatækni heyra oft. Þolendur upplifa sig í kjölfarið áttavilta og eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Margir upplifa mikla skömm og trúa því staðfast að þeir séu jafn erfiðir í samskiptum og gerandinn telur þeim trú um og forðast þar af leiðandi öll átök með því að láta undan eða láta ekki skoðun sína í ljós. Flestir sem hafa verið gaslýstir í einhvern tíma upplifa eins og þeir hafi ekki skoðun eða þá að hún sé lítils virði og örugglega röng. Þeir hverfa og til að minnka spennu verða þeir þóknandi í einu og öllu. Þeir upplifa holrúm í stað kjarna og setja virði sitt í hendur þess sem afbakar sannleika þeirra og trú á eigin styrk. Sjálfrýni narsissistans er með öllu takmörkuð. Þegar þeir sjúklega sjálfhverfu lesa yfir svona greinar sjá þeir ekki sjálfan sig. Þeir sjá sig hinsvegar í hlutverki þolandans. Það er því með öllu órökrétt krafa okkar að þeir sjái eigin hegðun, því þeir eru ekki færir um það. Það eina sem virkar í samskiptum við þá eru skýr og afdráttarlaus mörk og sú markasetning kemur aldrei án fórna og er sífelldur og flókinn varnarleikur. Þetta getur verið makinn þinn, móðir, tengdafaðir, systkini eða yfirmaður. Sjúkleg sjálfhverfa er ekki kynbundin. Þetta geta verið narsissistar eða mannkostaskertir sjálfhverfir einstaklingar sem eru nærumhverfi sínu skaðlegir. Ef þú þarft ekki að hafa þessa einstaklinga inn í þínu lífi þá ráðlegg ég þér að vísa þeim á dyr án skýringa. Ef þú upplifir þig ekki geta losað þig við þá þá ráðlegg ég þér að leggjast yfir bækur og greinar um hvernig á að setja mörk í nánum samskiptum og hvernig á að fylgja þeim eftir. Ég mæli með grein Dr. Sigríðar Bjarkar Þormar “Í neti narsissistans,” þar sem fjallað er bæði um uppruna orðsins og greiningarskilmerki röskunarinnar samkvæmt DSM-5, greiningarkerfi læknisfræðinnar og sálfræðinnar. Ég mæli einnig með hlaðvarpinu Navigating Narcissism með Dr. Ramani Durvasula og bók hennar “Dont you know who I am?”How to stay sane in an era of narcissism, entitlement, and incivility. Lokaleikur Lundúnarbúans. Undir lok sambands okkar Lundúnarbúans var sviðsmynd hans farin að hrynja. Úthald hans fyrir hlutverkinu var farið að þverrast. Upphaflega Þ-ið var hratt að breytast í hálslaust “P” vegna drykkju-bjúgs og gremjan var farin að beinast óþægilega mikið gegn mér. Við vorum stödd á frumsýningu á leikriti. Leikritið var skemmtilegt og vel heppnað. Í lok frumsýningarinnar var öllum sem komu að leikritinu boðið að koma upp á svið að hneigja sig. Þarna voru búningadeildin, tæknimenn, sminkur og leikmunir og margir aðrir. Allir komu og hneigðu sig og féllu síðan aftur í myrkrið sem alltaf er innst á sviðinu. Dulúð leikhússins. Minn maður naut sín í botn þegar ljósið skein á leikmunadeildina. Svo hurfu þau í myrkrið, öll nema hann. Hann stóð áfram og brosti og hneigði sig í allar áttir. Ég var orðlaus með galopin augu. Allt varð skýrt. Við hlið leikaranna og hljómsveitarinnar hélt hann áfram að hneigja sig. Kokhraustur og keikur, baðandi sig í lófataki og dýrðarljóma sem var ætlaður öðrum. Holaði maðurinn var að fylla á tankinn sinn. Konan við hliðina á mér horfði vandræðilega á mig og einhver fyrir aftan sagði “I don´t remember him in the play”. Ég sökk í sætið og í raun sit þar enn þegar kemur að minningunni um þessa aumkunarverðu sjálfsupphafningu sem ég varð vitni af. Hann var sjálfsyfirlýstur sigurvegari stundarinnar og átti eftir að lifa lengi á því. Efni í aðra ýkta afreksögu sem án efa myndi óma jafn lengi og einhver myndi hlusta. Ég fjarlægði mig hljóðlega úr salnum og hvarf út í myrkrið. Hann veitti því enga eftirtekt. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hrafnhildur Sigmarsdóttir Mest lesið „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Raforkunotkun gagnavera minnkað mikið Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Gott knatthús veldur deilum Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Göngum fyrir friði Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Skammtatölvur: Framtíð tölvunarfræði og bylting í útreikningum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hamingjan sem leiðarljós menntakerfisins Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Gagnaver auka hagkvæmni í fjarskiptum Íslands við umheiminn Þorvarður Sveinsson skrifar Skoðun Aðildarviðræður Íslands og Evrópusambandsins Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun „Forðastu múslímana,“ sögðu öfgahægrimenn mér Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun 2027 væri hálfkák Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hvað eru jólin fyrir þér? Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Landið helga? Ingólfur Steinsson skrifar Skoðun Að sinna orkuþörf almennings Kristín Linda Árnadóttir skrifar Skoðun Tímamót Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Menntun fyrir Hans Vögg Þuríður Magnúsína Björnsdóttir skrifar Skoðun Þegar Samtök verslunar og þjónustu vita betur Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Dans verkalýðsleiðtoga í kringum gullkálfinn Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Jól í sól versus jóla í dimmu Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Opið bréf til valkyrjanna þriggja Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Kæri Grímur Grímsson – sakamaður gengur laus? Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Er janúar leiðinlegasti mánuður ársins? Dagbjört Harðardóttir skrifar Skoðun Svar við hótunum Eflingar Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar Skoðun Manni verður kalt ef maður pissar í skóinn sinn Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Skautun eða tvíhyggja? Þóra Pétursdóttir skrifar Skoðun Egóið er í hégómanum Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Dæmalaus málflutningur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grýtt eða greið leið? Þröstur Sæmundsson skrifar Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar Sjá meira
Þegar ég var yngri bjó ég í London og kynntist manni. Með okkur tókust náin kynni og eyddum við töluverðum tíma saman. Hann var heillandi og áhugaverður og mér þótti mikið til hans koma. Hann hældi mér mikið og sagði mig bera af öðrum konum á öllum sviðum. Sum hólin voru svo yfirþyrmandi að ég átti bágt með að trúa þeim en ég var ung og það var gaman að trúa þeim. Upplifun þessara fyrstu kynna voru í samræmi við aldur minn, skynsemisskort og ofurtrú sakleysingjans á óendanleika ástarinnar. Lundúnarbúinn var í raun fremur undarlegur ásýndar. Hann var eins og slappt “Þ” í laginu og með einkennilegt höfuðlag. Tennurnar voru venjulega illa hirtar og hann var alltaf í slitnum skóm. Hann var með göngulag sem bar vott um augljósa meðalmennsku en háttarlag sem bar keim af tilgerðarlegri ofurmennsku. Samt var hann gífurlega sjarmerandi en allur hans sjarmi byggðist á sviðsmyndinni sem hann skapaði. Hann skreytti vel í kringum sig, bæði með stórkostlega ýktum yfirlýsingum um meinta mannkosti sína og óeðlilegan fjölda afrekssagna. Hann setti mig líka á stall og ég upplifði mig í kjölfarið einstaka og eftirsóknarverða. Hann var í mínum augum fullkominn, - í fyrstu. Hann starfaði í leikhúsgeiranum og bauð mér á sýningar. Hann talaði oft um umstangið sem fylgdi því að setja upp sýningu og hversu streituvaldandi og óboðlegt það væri að vinna með fólki sem kynni ekki sitt fag. Ég hlustaði með aðdáun. Hann kunni vel við það. Ég komst síðan að því seinna að starf hans var bæði lítilvæglegt og ábyrgðarlítið. Hann var hvorki með mannaforráð eða nokkra framkvæmdarstjórn á neinu tengdu uppsetningu leikverka. Hann vann við það að taka saman leikmuni eftir sýningar og setja þá á sinn stað. Hann talaði samt alltaf eins og hann væri þungamiðja alls og að framlag hans væri þýðingarmesti stólpi sýningarinnar. Hann var svo sannfærandi að lengi vel hélt ég að hann væri það. Sannfæringakraftur hins holaða getur verið magnaður. Gagnkvæm aðdáun okkar var ekki langlíf. Ég fór að taka eftir því hversu illa hann talaði um annað fólk, sérstaklega fólk sem var að ná árangri. Þessi var fífl og hinn var fáviti en allur eiginlegur rökstuðningur var alltaf takmarkaður og samnefnarinn aldrei hann. Hann gat samt mætt þessu fólki með bros á vör og boðið í drykk. Kvöldin okkar urðu hins vegar fljótlega stútfull af gremju hans um stolna sigra, brostna drauma og drykkju. Hann varð beiskur á bragðið. Hann fór að gagnrýna mig, skoðanir mínar, menntun mína og útlit mitt, og gerði lítið úr mér á lúmskan hátt. Hægt og rólega eins og snákur sem liðast lengi áður en hann glefsar. Ég kom mér fljótt í burtu frá þessum manni og hlaut ekki varanlegan skaða af þar sem mannkostaskortur hans var bæði augljós og aumkunarverður. Kynni þessi mörkuðu þó upphafið að áhuga mínum á “Narsissískri persónuleikaröskun (NPD). Hvern má kalla narssisista? Það kom út arfaslæm grein fyrir þónokkru þar sem íslenskur sálfræðingur varaði fólk við að vera að kalla mann og annan narssisista og sú greining ætti eingöngu að vera á valdi fagaðila. Að þeirri yfirlýsingu lokinni átti ég erfitt með að finna tilgang greinarinnar. Greinina skorti áfallamiðaða nálgun og skilning á afleiðingum þessarar röskunar fyrir náin sambönd. Í raun skorti greinina allan skilning á sjúklegri sjálfhverfu og alvarleika hennar. Öllum er sjálfsagt að velta þessari röskun og eiginleikum hennar fyrir sér. Það er í raun nauðsynlegt í heimi þar sem við virðumst sífellt vera að venjuvæða og verðlauna sjálfhverfa hegðun. Aukin sameiginleg vitund okkar um samfélagsreglur, siðfræði, mörk og hegðun er eitthvað sem getur breytt okkur í átt að bata. Einstaklingshyggjan skyggir sterkt á félagshyggjuna í nútímasamfélagi og samfélagsmiðlar styrkja þann skugga. Sjálfhverfan dansar skömmustulaust og enginn talar um nýju fötin keisarans. Það eru ekki allir sem sýna sjálfhverfa hegðun narsissistar. Það er alveg víst. Engu að síður er gífurlega mikilvægt að vera meðvitaður bæði í ræðu og riti um afleiðingar og einkenni af óboðlegri hegðun í nánum samböndum og þeim persónuleikaröskunum sem þar geta leynst. Sjálfhverfa getur verið tímabundið viðbragð við aðstæðubundnu getuleysi eða stakur mannkostaskortur, þótt oftast fylgi fleiri með. Flestir einstaklingar geta sýnt sjálfhverfa hegðun og önnur einkenni narsissisma en munurinn þar á er að flestir þeirra eru færir um að rýna í eigin hegðun, taka ábyrgð og biðjast afsökunar. Það gerir sá narsissíski ekki. Greiningarskilmerki röskunarinnar eru afmörkuð og ítarleg og réttilega svo. Greiningarferlið er flókið og margt er líkt með fleiri röskunum, s.s andfélagslegri persónuleikaröskun og jaðarpersónuleikaröskun. Þær eiga það þó sameiginlegt að erfitt er að viðhalda og eiga í nánum samböndum við persónuleikaraskað fólk. Persónuleikaraskanir eru algengari en margir halda og mikilvægt er að setja athyglina á hegðunina og skaðann sem hún veldur og bregðast við því, fremur en vangaveltum um hver hefur greiningarvaldið. Valdið til að gagnrýna óboðlega og óásættanlega ofbeldishegðun er allra. Vangaveltur og spurningar um persónuleikaraskanir eru frábærar og okkur til framdráttar. Flestir fá aldrei greiningu og margir uppfylla ekki greiningarviðmið NPD en eru með sterk einkenni sem valda skaða. Eiginleikar þessarar röskunar eru hinsvegar áberandi hjá þeim sem beita ofbeldi í nánu sambandi. Upplifun þeirra sem eru beittir ofbeldi í nánu sambandi er marktækust allra gagna Samtök um Kvennaathvarf gerðu rannsókn á líðan og upplifun þolenda heimilisofbeldis og hvernig þeir upplifðu persónuleikaeinkenni makans. Í rannsókn Samtaka um Kvennaathvarf (2019) kemur fram að mikill meirihluti kvennanna sem talað var við hafði upplifað andlegt ofbeldi af hálfu maka. Þær konur sem höfðu reynslu af heimilisofbeldi (202 talsins) voru beðnar um að nefna neikvæð atriði sem lýstu persónuleika geranda sinna sem best. Eftirfarandi eiginleikar eru þeir sem flokkaðir voru saman og komu oftast upp. Þær nefndu persónuleikaeinkenni eins og stjórnsemi, sjálfhverfu, tillitsleysi og erfiðleika með að setja sig í spor annara. Þær nefndu einnig að gerandinn væri skapstór, öfundsjúkur og afbrýðissamur. Einkenni eins og lyginn, svikull, ótrúr og ósvífinn komu einnig fram. Þvingandi, sjálfumglaður, hrokafullur og hefur mikla þörf fyrir athygli. Að mati kvennanna sýndu þeir mikið yfirlæti, voru tilfinningakaldir og höfðu litla þolinmæði. Á sama tíma komu fram einkenni eins og óöruggi, lítið sjálfstraust, minnimáttarkennd og taugaveiklun. Í lokin greindu þær frá einkennum á borð við grimmd, miskunnarleysi, neikvæðni, frekju, dómhörku og kæruleysi. Þessi persónuleikaeinkenni koma heim og saman við ýmis klínísk greiningarviðmið narsissískrar persónuleikaröskunar. Þessir einstaklingar biðja hinsvegar aldrei um greiningu og eru sjaldnast krafðir um hana. Tölfræði um tíðni þessarar röskunar ber að taka með varúð þar sem það er þeirra helsta einkenni að upplifa sig sem þann þjáða í stað þess að vera orsakavaldur þjáningarinnar. Þetta eru ekki einstaklingarnir sem leita sér aðstoðar vegna hugsanlegrar persónuleikaröskunar sinnar. Að þeirra mati eru þeir ekki vandamálið. Þessir einstaklingar eru hinsvegar mjög hrifnir af meðferðarsambandi við fagaðila því þar upplifa þeir bæði svið og áheyrn. Þar geta þeir leikið hlutverk þolandans og hlotið ráðleggingar og stuðning í samræmi við það hlutverk sem þjónar tilgangi þeirra hverju sinni. Samskipti við narsissista geta verið hættuleg sálarheill einstaklinga. Narsissistar eru skertir með öllu þegar kemur að árangursríkri tækni við uppbyggileg samskipti og sýna bæði barnslega reiði og bræði þegar þeir fá ekki það sem þeir vilja. Gremja þeirra er aumkunarverð og hættuleg í nánum samböndum. Þessir einstaklingar hafa ofurtrú á eigin ágæti, trúa statt á sérstöðu sína og þykjast eiga meiri rétt og meira aðgengi að öllu í lífinu fremur öðrum. Þau eru hin útvöldu en á sama tíma fórnarlömb allra kringumstæðna þegar illa gengur. Þau eru með öllu óhæf í að rýna í sjálfan sig og taka ábyrgð. Það er að þeirra mati leiðinlegt og narsissistanum leiðist fljótt. Það er út af þeirri ástæðu sem þau fara bæði fljótt og illa í gegnum fólk. Þeir þurrka upp orku annarra á ógnarhraða. Fólk getur hlotið skaða af því að vera í nánum samböndum við sjúklega sjálfhverfu narsissistans. Þeir upplifa sífellda ringulreið í samskiptum við þá og að lokum sálræna örmögnun. Aðaldrifkraftur þeirra í öllum samskiptum er að fá sínu framgengt og skoðanaskipti og rökræður við narsissista er með öllu þýðingarlausar. Margir þeirra sjá um sig sjálfir með barnalegri tilætlunarsemi og óheflaðri frekju. Aðrir geta hinsvegar náð gífurlegum frama og geta verið í forsætum félaga, starfsstaða og jafnvel í æðstu valdastöðu landa. Margir þeirra beita maka sína lúmsku ofbeldi til að fá sínu fram og eiga það til að velja fólk sem veikt er fyrir af undirgefni, meðvirkni og með brotna sjálfsmynd. Algeng persónuleikaeinkenni og aðferðir narsissista sem beita ofbeldi í nánum samskiptum eru eftirfarandi: Stjórnsemi. Allur drifkraftur í hegðun þeirra miðast við að fá sínu framgengt. Þess vegna geta þau verið draumamaki eina stundina og svo beitt andlegu ofbeldi í samskiptum þá næstu. Ringulreiðin skapar óttann sem narsissistinn nærist á og tekur gífurlegt pláss, á meðan þolandinn hverfur smátt og smátt af sínu eigin sviði. Sjúkleg sjálfhverfa. Þeir eru algjörlega ófærir um að rýna í eigin hegðun og taka ábyrgð, nema það þjóni tilgangi þeirra þá stundina. Þeir sem eru vel greindir geta þó hafa dregið ákveðin lærdóm í gegnum árin og verið færir í því að segja það sem fólk vill heyra, án þess að nokkuð liggi þar að baki. Narissistar eru þannig hinir mestu tækifærissinnar og upplifa sig sem fórnarlömb allra aðstæðna þegar illa gengur. Samkenndarskortur. Líðan annarra er alltaf minna virði en líðan þeirra. Þetta á einnig við um börnin þeirra, nema börnin þeirra geti upphaft virði þeirra þá stundina eða hægt er að nota þau í deilum við maka. Liðaskipting er þeim lista lagt. Það er þessi óstöðugleiki og ótvíræðu skilaboð sem gerir sársauka barna narsissista svo flókinn. Ójafnvægi. Narsissistinn er í raun leiðinlegt og illa upp alið barn sem hagar sér sem slíkt á fullorðinsaldri. Ákveðinn stöðnun hefur átt sér stað þegar kemur að heilbrigðri úrvinnslutækni eigin tilfinninga og óhófleg gremja og illska í garð annara getur brotist út þegar þeim gengur illa. Þeir eru líka fljótir að eigna sér velgengni annara þegar það hentar þeim. Fílustjórnun. Í gegnum fílustjórnunina skín gremja barnsins. Narsissistar þola illa mótstöðu og mörk í samskiptum. Þeir verða verstir þegar þolendur þeirra valdeflast. Þeir bregðast ókvæða við með skapofsaköstum, þögn eða yfirlætisfullum skilningi og geta þar sveiflast til og frá. Markarleysi. Markarleysi í samskiptum við þá er áþreifanlegt. Þar sem narsissistinn upplifir sig fæðast í æðri rétti geta hversdagsleg samskipti við hann orðið stöðugur varnarleikur. Ótryggð. Oftar en ekki hefnir narsissistinn sín eða gerir maka upp brot eða svik til að fá sínu framgengt. Hann getur t.d réttlætt framhjáhald með því að segjast skorta nánd og kemur þar með ábyrgðinni yfir á makann. Afvegaleiðing er list og narsissistanum óþægilega töm. Hann lofar öllu fögru en er bæði vitsmunalega og áhugalega séð ófær um að fylgja því eftir. Þeir heimta nánd með óyrtum tilfinningakulda og þolandinn stendur eftir ráðvilltur. Lygar. Þeir geta logið án þess að hika þar sem öllu máli skiptir að þeirra hlið fái mest vægi og mestan stuðning. Þeir geta einnig gert mikið úr smávægilegum feilsporum annarra til að réttlæta yfirgang og óraunhæfar kröfur í nánum samböndum. Yfirgengileg sjálfhælni. Þeir geta verið sjálfumglaðir með eindæmum og sagt margar afrekssögur af sjálfum sér. Hræðslan við að vera opinberaður sem meðalmaður verður svo yfirgengileg að mannkostirnir og afrekin eru tekin á lygilegt plan. Sannfæringarkraftur þeirra er svo magnaður að auðvelt er að fara á flug með þeim. Athyglissýki. Þeir hafa gífurlega þörf fyrir aðdáun og athygli. Þörfin fyrir að vera “hinn útvaldi” og þrotlaus þrá fyrir aðgengi sem afmarkar, spilar þar stóra rullu. Narsissistar nota oft ögrandi kynferðislega hegðun til að vega upp á móti mjög brotinni sjálfsímynd. Þeir hafa þörf fyrir að allir sjái sérstæðni þeirra og óhefðbundleika. Það sem þeir kalla hugrekki er í raun byggt á hræsni og ofnýtingu á öðrum. Minnimáttarkennd þeirra er áþreifanleg og aumkunarverð. Gaslýsing.Þeir beita siðlausri samskiptatækni í nánum samböndum og “Já, -en” setningar fylgja oft samskiptatækni þeirra. Þolandi upplifir í samskiptum þeirra á milli mikla ringulreið og óvissu sem étur upp sjálfsvitund hans og mörk. Gaslýsing getur valdið sálarheill þolanda miklum sársauka. Gaslýsing er alvarleg birtingarmynd af andlegu ofbeldi sem getur haft langtíma skaðlegar afleiðingar á lífsgæði, sjálfsmat og hugræn ferli þolenda Gaslýsing er í grunninn siðlaus samskiptækni sem oft er beitt sem vopni í nánum samböndum og er hættuleg sálarheill þolenda. Markmið samskiptanna er að þolandinn fari að efast um sjálfan sig og upplifanir sínar og er það í raun þungamiðjan í samskiptatækninni. Þolandinn upplifir stöðugt ástand óvissu og óöryggis. Hann missir þannig sjónir á hver hann er, hvar mörkin hans liggja og hvað hann stendur fyrir. Þar af leiðandi er auðveldara að stýra þolandanum og stilla upp samkvæmt heimsmynd gerandans. Setningar eins og: „Þetta gerðist aldrei!, þetta gerðist ekki svona!, ég sagði þetta aldrei!!, þetta er allt þér að kenna!, þú ert svo viðkvæm/ur, Þú ert að eyðileggja allt!, þarft þú ekki bara að fara að leita þér hjálpar?, Já-en“ eru algengir frasar sem þolendur siðlausrar samskiptatækni heyra oft. Þolendur upplifa sig í kjölfarið áttavilta og eiga erfitt með að taka ákvarðanir. Margir upplifa mikla skömm og trúa því staðfast að þeir séu jafn erfiðir í samskiptum og gerandinn telur þeim trú um og forðast þar af leiðandi öll átök með því að láta undan eða láta ekki skoðun sína í ljós. Flestir sem hafa verið gaslýstir í einhvern tíma upplifa eins og þeir hafi ekki skoðun eða þá að hún sé lítils virði og örugglega röng. Þeir hverfa og til að minnka spennu verða þeir þóknandi í einu og öllu. Þeir upplifa holrúm í stað kjarna og setja virði sitt í hendur þess sem afbakar sannleika þeirra og trú á eigin styrk. Sjálfrýni narsissistans er með öllu takmörkuð. Þegar þeir sjúklega sjálfhverfu lesa yfir svona greinar sjá þeir ekki sjálfan sig. Þeir sjá sig hinsvegar í hlutverki þolandans. Það er því með öllu órökrétt krafa okkar að þeir sjái eigin hegðun, því þeir eru ekki færir um það. Það eina sem virkar í samskiptum við þá eru skýr og afdráttarlaus mörk og sú markasetning kemur aldrei án fórna og er sífelldur og flókinn varnarleikur. Þetta getur verið makinn þinn, móðir, tengdafaðir, systkini eða yfirmaður. Sjúkleg sjálfhverfa er ekki kynbundin. Þetta geta verið narsissistar eða mannkostaskertir sjálfhverfir einstaklingar sem eru nærumhverfi sínu skaðlegir. Ef þú þarft ekki að hafa þessa einstaklinga inn í þínu lífi þá ráðlegg ég þér að vísa þeim á dyr án skýringa. Ef þú upplifir þig ekki geta losað þig við þá þá ráðlegg ég þér að leggjast yfir bækur og greinar um hvernig á að setja mörk í nánum samskiptum og hvernig á að fylgja þeim eftir. Ég mæli með grein Dr. Sigríðar Bjarkar Þormar “Í neti narsissistans,” þar sem fjallað er bæði um uppruna orðsins og greiningarskilmerki röskunarinnar samkvæmt DSM-5, greiningarkerfi læknisfræðinnar og sálfræðinnar. Ég mæli einnig með hlaðvarpinu Navigating Narcissism með Dr. Ramani Durvasula og bók hennar “Dont you know who I am?”How to stay sane in an era of narcissism, entitlement, and incivility. Lokaleikur Lundúnarbúans. Undir lok sambands okkar Lundúnarbúans var sviðsmynd hans farin að hrynja. Úthald hans fyrir hlutverkinu var farið að þverrast. Upphaflega Þ-ið var hratt að breytast í hálslaust “P” vegna drykkju-bjúgs og gremjan var farin að beinast óþægilega mikið gegn mér. Við vorum stödd á frumsýningu á leikriti. Leikritið var skemmtilegt og vel heppnað. Í lok frumsýningarinnar var öllum sem komu að leikritinu boðið að koma upp á svið að hneigja sig. Þarna voru búningadeildin, tæknimenn, sminkur og leikmunir og margir aðrir. Allir komu og hneigðu sig og féllu síðan aftur í myrkrið sem alltaf er innst á sviðinu. Dulúð leikhússins. Minn maður naut sín í botn þegar ljósið skein á leikmunadeildina. Svo hurfu þau í myrkrið, öll nema hann. Hann stóð áfram og brosti og hneigði sig í allar áttir. Ég var orðlaus með galopin augu. Allt varð skýrt. Við hlið leikaranna og hljómsveitarinnar hélt hann áfram að hneigja sig. Kokhraustur og keikur, baðandi sig í lófataki og dýrðarljóma sem var ætlaður öðrum. Holaði maðurinn var að fylla á tankinn sinn. Konan við hliðina á mér horfði vandræðilega á mig og einhver fyrir aftan sagði “I don´t remember him in the play”. Ég sökk í sætið og í raun sit þar enn þegar kemur að minningunni um þessa aumkunarverðu sjálfsupphafningu sem ég varð vitni af. Hann var sjálfsyfirlýstur sigurvegari stundarinnar og átti eftir að lifa lengi á því. Efni í aðra ýkta afreksögu sem án efa myndi óma jafn lengi og einhver myndi hlusta. Ég fjarlægði mig hljóðlega úr salnum og hvarf út í myrkrið. Hann veitti því enga eftirtekt. Höfundur er ráðgjafi hjá Stígamótum.
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun
Skoðun Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Mikilvægi samgöngusáttmála fyrir Vestfirði Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir,Unnar Hermannsson,Halldór Halldórsson skrifar
Skoðun Er aukin fræðsla um kólesteról og mettaða fitu virkilega upplýsingaóreiða? Sigurður Örn Ragnarsson skrifar
Skoðun Tímalína hörmulegra limlestinga og kvalafulls dauðastríðs háþróaðrar lífveru Ole Anton Bieltvedt skrifar
Hugum að loftgæðum, heilsu og sjálfbærni um jólin – eigum loftgæða jól! Heiða Mjöll Stefánsdóttir,Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir Skoðun