Innlent

Stærsti skjálftinn í Ör­æfa­jökli frá árinu 2018

Atli Ísleifsson skrifar
Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsta fjall landsins.
Hvannadalshnjúkur í Öræfajökli er hæsta fjall landsins. Vísir/Vilhelm

Skjálfti 3,0 að stærð varð í Öræfajökli klukkan 10:04 í morgun. Hann fannst víða á bæjum í nágrenni jökulsins.

Frá þessu segir í tilkynningu frá Veðurstofunni. Þar segir að skjálftanum hafi fylgt annar skjálfti klukkan 10:10 sem mældist 1,3 að stærð. 

Rétt fyrir klukkan níu í morgun varð skjálfti af stærð 2,6 á þessum slóðum sem einnig fannst í byggð. Minni skjálftar urðu í fjallinu í gær.

„Síðast varð skjálfti stærri en 3,0 í Öræfajökli í október 2018. Haustið 2017 og fram til byrjun árs 2019 urðu hrinur í fjallinu með nokkru millibili en síðan þá hefur verið frekar rólegt á þessum slóðum.

Sólarhringsvakt á Veðurstofu Íslands fylgist með þróun mála næstu daga,“ segir í tilkynningunni. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×