Belgía marði Kanada Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 23. nóvember 2022 20:55 Thibaut Courtois hélt Belgíu inn í leiknum þegar hann varði vítaspyrnu Alphonso Davies í stöðunni 0-0. Stefan Matzke/Getty Images Þó Belgía sé sem stendur í 2. sæti heimslista FIFA þá átti liðið í stökustu vandræðum gegn Kanada þegar liðin mættust á HM í fótbolta í kvöld. Það var ekki að sjá að Kanada væri á sínu fyrsta HM í 36 ár á meðan Belgía nældi í brons á síðasta móti. Kanada var mun betri aðilinn í upphafi leiks. Liðið spilaði af krafti og áræðni sem þunglamalegir leikmenn Belgíu réðu hreinlega ekkert við. Það voru svo aðeins níu mínútur liðnar þegar Kanadamenn fengu vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Yannick Carrasco innan vítateigs. Svakaleg markvarsla Thibaut Courtois í marki Belga - afar slök spyrna frá Alphonso Davies er gat orðið fyrsti Kanadamaðurinn til að skora mark á HM. pic.twitter.com/c9uTVQ2SKA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 23, 2022 Alphonso Davies, stórstjarna Kanada, fór á vítapunktinn en spyrna hans var slök og Thibaut Courtois las hann líkt og opna bók. Staðan því enn markalaus en áfram hélt sókn Kanada. Allt kom þó fyrir ekki og það var Belgía sem braut ísinn undir lok fyrri hálfleiks. Þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik þá gaf Toby Alderweireld langa sendingu á Michy Batshuayi sem stakk varnarmenn Kanada af og kom Belgíu 1-0 yfir. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þá var sá síðari töluvert leiðinlegri og lauk með 1-0 sigri Belgíu. Eftir leiki dagsins í F-riðli þá er Belgía í 1. sæti. Þar á eftir kom Króatía og Marokkó með eitt stig hvort á meðan Kanada er enn án stiga þegar einni umferð er lokið. HM 2022 í Katar
Þó Belgía sé sem stendur í 2. sæti heimslista FIFA þá átti liðið í stökustu vandræðum gegn Kanada þegar liðin mættust á HM í fótbolta í kvöld. Það var ekki að sjá að Kanada væri á sínu fyrsta HM í 36 ár á meðan Belgía nældi í brons á síðasta móti. Kanada var mun betri aðilinn í upphafi leiks. Liðið spilaði af krafti og áræðni sem þunglamalegir leikmenn Belgíu réðu hreinlega ekkert við. Það voru svo aðeins níu mínútur liðnar þegar Kanadamenn fengu vítaspyrnu eftir að boltinn fór í hönd Yannick Carrasco innan vítateigs. Svakaleg markvarsla Thibaut Courtois í marki Belga - afar slök spyrna frá Alphonso Davies er gat orðið fyrsti Kanadamaðurinn til að skora mark á HM. pic.twitter.com/c9uTVQ2SKA— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) November 23, 2022 Alphonso Davies, stórstjarna Kanada, fór á vítapunktinn en spyrna hans var slök og Thibaut Courtois las hann líkt og opna bók. Staðan því enn markalaus en áfram hélt sókn Kanada. Allt kom þó fyrir ekki og það var Belgía sem braut ísinn undir lok fyrri hálfleiks. Þegar ein mínúta var til loka venjulegs leiktíma í fyrri hálfleik þá gaf Toby Alderweireld langa sendingu á Michy Batshuayi sem stakk varnarmenn Kanada af og kom Belgíu 1-0 yfir. Eftir fjörugan fyrri hálfleik þá var sá síðari töluvert leiðinlegri og lauk með 1-0 sigri Belgíu. Eftir leiki dagsins í F-riðli þá er Belgía í 1. sæti. Þar á eftir kom Króatía og Marokkó með eitt stig hvort á meðan Kanada er enn án stiga þegar einni umferð er lokið.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti