Tryggði Sviss sigur en neitaði að fagna Sindri Sverrisson skrifar 24. nóvember 2022 11:54 Breel Embolo fæddist í Kamerún og bjó þar til fimm ára aldurs. Hann fagnaði ekki eftir að hafa skorað gegn liðinu, fyrir Sviss. Getty/Claudio Villa Svisslendingar hafa ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 1966 og það breyttist ekki í dag þegar þeir unnu kærkominn 1-0 sigur gegn Kamerún í hinum sterka G-riðli á HM karla í fótbolta í Katar. Sigurmark leiksins skoraði Breel Embolo í byrjun seinni hálfleiks eftir frábæra sókn Svisslendinga, sem færðu boltann frá vinstri kanti til hægri á Xherdan Shaqiri sem sendi þvert fyrir markið á Embolo. Embolo var sá eini í liði Sviss sem neitaði að fagna markinu. Hann fæddist í Kamerún og bjó þar til fimm ára aldurs en flutti svo með móður sinni til Frakklands, þar sem hún kynntist svissneskum manni sem þau fluttust með til Basel í Sviss. Þar hóf þessi 25 ára framherji Monaco meistaraflokksferil sinn. Kamerúnar höfðu verið nær því að skora í fyrri hálfleiknum með stórhættulegum skyndisóknum sem annað hvort enduðu með markvörslu Yann Sommer eða þá að varnarmenn Sviss næðu að bjarga málum á síðustu stundu. Eftir að Sviss komst yfir gekk Kamerúnum hins vegar erfiðlega að koma sér í færi og Svisslendingar, sem voru nær því að skora annað mark, fögnuðu að lokum sigri. Í kvöld mætast Brasilía og Serbía í þessum sama riðli en næsti leikur Sviss er gegn Brasilíu á mánudaginn og þá mætast Kamerún og Serbía. HM 2022 í Katar
Svisslendingar hafa ekki tapað fyrsta leik á stórmóti síðan 1966 og það breyttist ekki í dag þegar þeir unnu kærkominn 1-0 sigur gegn Kamerún í hinum sterka G-riðli á HM karla í fótbolta í Katar. Sigurmark leiksins skoraði Breel Embolo í byrjun seinni hálfleiks eftir frábæra sókn Svisslendinga, sem færðu boltann frá vinstri kanti til hægri á Xherdan Shaqiri sem sendi þvert fyrir markið á Embolo. Embolo var sá eini í liði Sviss sem neitaði að fagna markinu. Hann fæddist í Kamerún og bjó þar til fimm ára aldurs en flutti svo með móður sinni til Frakklands, þar sem hún kynntist svissneskum manni sem þau fluttust með til Basel í Sviss. Þar hóf þessi 25 ára framherji Monaco meistaraflokksferil sinn. Kamerúnar höfðu verið nær því að skora í fyrri hálfleiknum með stórhættulegum skyndisóknum sem annað hvort enduðu með markvörslu Yann Sommer eða þá að varnarmenn Sviss næðu að bjarga málum á síðustu stundu. Eftir að Sviss komst yfir gekk Kamerúnum hins vegar erfiðlega að koma sér í færi og Svisslendingar, sem voru nær því að skora annað mark, fögnuðu að lokum sigri. Í kvöld mætast Brasilía og Serbía í þessum sama riðli en næsti leikur Sviss er gegn Brasilíu á mánudaginn og þá mætast Kamerún og Serbía.
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti
Leikjahæst frá upphafi: „Loksins núna að hætta að gráta, þannig ekki láta mig byrja aftur“ Körfubolti