Úrúgvæ með tvö stangarskot en engin mörk gegn Suður-Kóreu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. nóvember 2022 14:55 Luis Suárez fann sig ekki í fyrsta leik Úrúgvæ á HM. getty/Elsa Fjórða markalausa jafntefli heimsmeistaramótsins í Katar leit dagsins ljós þegar Úrúgvæ og Suður-Kórea áttust við í H-riðli. Fátt var um fína drætti í leiknum þar sem bæði lið settu öryggið á oddinn. Þrátt fyrir að hafa kinnbeinsbrotnað fyrir HM var Son Heung-min með í leiknum í dag. Hann komst þó lítt áleiðis, líkt og aðrir sóknarsinnaðir leikmenn inni á vellinum. Á 34. mínútu fékk Hwang Ui-jo besta færi Suður-Kóreu í leiknum en skaut yfir úr miðjum vítateignum. Tveimur mínútum fyrir hálfleik var svo fyrirliði Úrúgvæ, Diego Godín, hársbreidd frá því að koma sínum mönnum yfir en skallaði í stöngina. Mínútu fyrir leikslok small boltinn aftur í stöng suður-kóreska marksins. Federico Velvarde lét þá vaða fyrir utan vítateig og boltinn fór í stöngina og út af. Mörkin létu hins vegar á sér standa og bæði lið gengu af velli með eitt stig. Úrúgvæ hefur nú haldið hreinu í fimm leikjum í röð í riðlakeppni HM. 465 - Uruguay have gone 465 minutes since they last conceded a goal in the group stage of the World Cup, with this being their fifth such consecutive clean sheet indeed, Wayne Rooney in 2014 was the last player to net against them in a group stage match. Corazón. pic.twitter.com/K9Jmni5sFQ— OptaJoe (@OptaJoe) November 24, 2022 Klukkan 16:00 hefst seinni leikur dagsins í H-riðli. Þar mætast Portúgal og Gana. HM 2022 í Katar
Fjórða markalausa jafntefli heimsmeistaramótsins í Katar leit dagsins ljós þegar Úrúgvæ og Suður-Kórea áttust við í H-riðli. Fátt var um fína drætti í leiknum þar sem bæði lið settu öryggið á oddinn. Þrátt fyrir að hafa kinnbeinsbrotnað fyrir HM var Son Heung-min með í leiknum í dag. Hann komst þó lítt áleiðis, líkt og aðrir sóknarsinnaðir leikmenn inni á vellinum. Á 34. mínútu fékk Hwang Ui-jo besta færi Suður-Kóreu í leiknum en skaut yfir úr miðjum vítateignum. Tveimur mínútum fyrir hálfleik var svo fyrirliði Úrúgvæ, Diego Godín, hársbreidd frá því að koma sínum mönnum yfir en skallaði í stöngina. Mínútu fyrir leikslok small boltinn aftur í stöng suður-kóreska marksins. Federico Velvarde lét þá vaða fyrir utan vítateig og boltinn fór í stöngina og út af. Mörkin létu hins vegar á sér standa og bæði lið gengu af velli með eitt stig. Úrúgvæ hefur nú haldið hreinu í fimm leikjum í röð í riðlakeppni HM. 465 - Uruguay have gone 465 minutes since they last conceded a goal in the group stage of the World Cup, with this being their fifth such consecutive clean sheet indeed, Wayne Rooney in 2014 was the last player to net against them in a group stage match. Corazón. pic.twitter.com/K9Jmni5sFQ— OptaJoe (@OptaJoe) November 24, 2022 Klukkan 16:00 hefst seinni leikur dagsins í H-riðli. Þar mætast Portúgal og Gana.