Skýrslan stendur óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslunnar Kjartan Kjartansson skrifar 24. nóvember 2022 12:00 Bankasýslan hefur gagnrýnt skýrslu ríkisendurskoðunar um söluna á hlut ríkisins í Íslandsbanka í vor. Vísir/Vilhelm Ríkisendurskoðun segir að skýrsla hennar um sölu ríkisins á hlut í Íslandsbanka standi óhögguð þrátt fyrir gagnrýni Bankasýslu ríkisins og annarra. Tekið hafi verið tillit til atriða sem Bankasýslan gerði athugasemdir við í umsagnarferli skýrslunnar. Bankasýslan birti tugi blaðsíðna af athugasemdum við skýrslu ríkisendurskoðunar í síðustu viku. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, sakaði ríkisendurskoðun meðal annars um að skorta þekkingu og mannskap til þess að taka slíka skýrslu saman en Lárus Blöndal, formaður stjórnar bankasýslunnar, sagði stofnunina gera úlfalda úr mýflugu með gagnrýni sinni á söluferlið. Í yfirlýsingu sem ríkisendurskoðun sendi frá sér í dag segir að við vinnslu og umsagnarferli skýrslunnar hafi upplýsingar og athugasemdir sem komu fram af hálfu Bankasýslu ríkisins verið hafðar til hliðsjónar og tillit tekið til atriða sem embættinu þótti eiga rétt á sér og vörðuðu efni skýrslunnar og afmörkun hennar. „Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir þá greinargerð sem Bankasýslan birti 16. nóvember sl. og þær athugasemdir sem stofnunin hefur kosið að gera að umfjöllunarefni eftir birtingu hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar ríkisendurskoðun einnig til þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi sagt að engin ástæða væri til að draga í efa hæfni eða færni stofnunarinnar til þess að fjalla um málið þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Enginn misskilningur um þátt Excel-skjals Þá segist ríkisendurskoðun hafna aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins. Meðal annars hafi verið fullyrt að umfjöllun hennar um tilboðabók söluferlisins hafi byggst á misskilningi en það væri rangt. Í skýrslu ríkisendurskoðunar komi fram að svör Bankasýslu ríkisins til bæði embættisins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í maí hafi byggt á Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. „Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnarferli úttektarinnar í október sl. Gögn málsins sýna svo ekki verður um villst að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki að fullu meðvituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn misskilning af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða,“ segir í yfirlýsingunni. Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Bankasýslan birti tugi blaðsíðna af athugasemdum við skýrslu ríkisendurskoðunar í síðustu viku. Jón Gunnar Jónsson, forstjóri hennar, sakaði ríkisendurskoðun meðal annars um að skorta þekkingu og mannskap til þess að taka slíka skýrslu saman en Lárus Blöndal, formaður stjórnar bankasýslunnar, sagði stofnunina gera úlfalda úr mýflugu með gagnrýni sinni á söluferlið. Í yfirlýsingu sem ríkisendurskoðun sendi frá sér í dag segir að við vinnslu og umsagnarferli skýrslunnar hafi upplýsingar og athugasemdir sem komu fram af hálfu Bankasýslu ríkisins verið hafðar til hliðsjónar og tillit tekið til atriða sem embættinu þótti eiga rétt á sér og vörðuðu efni skýrslunnar og afmörkun hennar. „Skýrslan stendur því óhögguð þrátt fyrir þá greinargerð sem Bankasýslan birti 16. nóvember sl. og þær athugasemdir sem stofnunin hefur kosið að gera að umfjöllunarefni eftir birtingu hennar,“ segir í yfirlýsingunni. Vísar ríkisendurskoðun einnig til þess að Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, hafi sagt að engin ástæða væri til að draga í efa hæfni eða færni stofnunarinnar til þess að fjalla um málið þegar hann kom fyrir stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis í gær. Enginn misskilningur um þátt Excel-skjals Þá segist ríkisendurskoðun hafna aðdróttunum ákveðinna fjölmiðla um að annarleg sjónarmið hafi ráðið för við úttektarvinnu embættisins. Meðal annars hafi verið fullyrt að umfjöllun hennar um tilboðabók söluferlisins hafi byggst á misskilningi en það væri rangt. Í skýrslu ríkisendurskoðunar komi fram að svör Bankasýslu ríkisins til bæði embættisins og Fjármálaeftirlits Seðlabanka Íslands í maí hafi byggt á Excel-skjali sem innihélt marga annmarka en ekki uppfærðri og villulausri útgáfu þess. „Bankasýslan áttaði sig ekki á þeirri staðreynd fyrr en í umsagnarferli úttektarinnar í október sl. Gögn málsins sýna svo ekki verður um villst að Bankasýslan var, líkt og kemur fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar, ekki að fullu meðvituð um rauneftirspurn fjárfesta þegar ákvörðun um leiðbeinandi lokaverð var tekin að kvöldi 22. mars sl. Ekki er um neinn misskilning af hálfu Ríkisendurskoðunar að ræða,“ segir í yfirlýsingunni.
Salan á Íslandsbanka Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Stjórnsýsla Íslandsbanki Íslenskir bankar Tengdar fréttir Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30 Mest lesið „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Atvinnulíf Setur háa tolla á Evrópu Viðskipti erlent Norskir komast í Víking gylltan Neytendur Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Viðskipti innlent Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Viðskipti erlent Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira Atvinnulíf Strákar og stálp fá styrk Viðskipti innlent Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Viðskipti innlent Hildur ráðin forstjóri Advania Viðskipti innlent Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gefa út afkomuviðvörun vegna dómsins Síminn þarf að greiða 400 milljónir króna Segir allar ásakanir fullkomlega tilhæfulausar Bein útsending: „Landbúnaður er almannahagsmunir“ Strákar og stálp fá styrk Umdeild viðskipti fá ekki áheyrn Hæstaréttar Hildur ráðin forstjóri Advania Atvinnuleysi eykst Skipti í brúnni hjá Indó Smári Rúnar ráðinn fjármálastjóri „Það er gjá að myndast á leigumarkaðnum“ Viðar nýr sölustjóri Wisefish Ráðinn framkvæmdastjóri COWI á Íslandi Semja um fjögurra milljarða króna lán Þak styrkja til turnanna tveggja lækkað Efnt til nýrrar loðnuleitar í kapphlaupi við tímann Verður framkvæmdastjóri þróunarsviðs Emblu Medical Gjaldþrota meðhöndlari Auðunn ráðinn viðskiptastjóri Reita Ráðin mannauðs- og gæðastjóri Hörpu „Minnstu loðnuvertíð sögunnar að ljúka“ Hætta við breytta tollflokkun pítsaostsins Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Örkvóti í loðnu gæti skilað milljarði í útflutningstekjur Afkoma ársins undir væntingum Sjá meira
Segir úlfalda gerðan úr mýflugu í skýrslu Ríkisendurskoðunar Lárus Blöndal, stjórnarformaður Bankasýslu ríkisins segir sýsluna ekki vera sammála þeim sjónarmiðum sem komi fram í skýrslu Ríkisendurskoðunar. Verið sé að gera úlfalda úr mýflugu hvað suma annmarka varðar. Söluna hefði einnig mátt kynna betur fyrir almenningi. 16. nóvember 2022 15:30