Ljóstíra eftir krísufund forystumanna með forsætisráðherra Heimir Már Pétursson og Vésteinn Örn Pétursson skrifa 24. nóvember 2022 19:21 Forsætisráðherra boðaði forystu aðila vinnumarkaðarins á sinn fund í morgun með skömmum fyrirvara eftir að vaxtahækkun Seðlabankans í gær setti allt upp í loft í kjaraviðræðunum. Vísir/Vilhelm Fundur forystu aðila vinnumarkaðarins með forsætisráðherra í morgun virðist hafa styrkt þá í að halda kjaraviðræðum sem voru við það að slitna í gær, áfram í dag. Ef samningar nást eru allar líkur á að samið verði til skamms tíma og þá með einhverri aðkomu stjórnvalda. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lokaði húsakynnum embættisins síðdegis fyrir fjölmiðlum. Það bendir til að einhver hreyfing sé á viðræðum þótt varla megi búast við að samningar takist strax í kvöld.Stöð 2/Sigurjón Það er óhætt að segja að tíunda vaxtahækkun Seðlabankans í röð í gær hleypti illu blóði í bæði forystu launafólks og atvinnurekenda. Útlit var fyrir að slitna myndi upp úr viðræðum sem voru komnar vel á veg. Peningastefnunefnd Seðlabankans sagði mikla aukningu í eyðslu landsmanna kalla á hækkun meginvaxta.Vísir/Vilhelm Rökstuðningur peningastefnunefndar um mikla eyðslu almennings fyrir vaxtahækkun gærdagsins féll líka í vægast sagt grýttan jarðveg. „Launin á Íslandi eru mjög há þannig að það er mikill kaupmáttur hjá okkur. Það kemur fram í mikilli neyslu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í gær og áréttaði að gjaldeyrisvaraforðanum yrði ekki eytt í ferðir til Tenerife. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir félagsfólk hans ekki liggja með tærnar upp í loft í sólbaði á Tenerife.Vísir/Vilhelm Eru þínir umbjóðendur í mikilli neyslu eins og seðlabankastjóri talar um? „Ég get lofað þér því Heimir að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því þeir er að berjast fyrir því að ná endum saman frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins á leið á skyndifund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði þetta kaldar kveðjur frá seðlabankastjóra. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það kaldar kveðjur frá Seðlabankanum að allur almenningur þurfi að blæða fyrir eyðslusemi efsta lags samfélagsins.Vísir/Vilhelm „Sérstaklega til þeirra sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi og þurfa mest á launahækkunum að halda, að efsta lag samfélagsins sé að eyða of miklu. Það sé ástæðan fyrir því að refsa þurfi öllu þjóðfélaginu og öllum almenningi fyrir það,“ sagði Ragnar Þór. Forsætisráðherra boðaði til fundar með forystufólki aðila vinnumarkaðarins með skömmum fyrirvara klukkan hálf tíu í morgun. Hálftíma áður en deiluaðilar ætluðu að koma saman hjá ríkissáttasemjara þar sem viðræður stóðu mjög tæpt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir öllum fyrir bestu að kjarasamningar takist og stjórnvöld vilji leggja sitt að mörkum svo það megi verða.Vísir/Vilhelm Á fundinum ítrekaði forsætisráðherra að stjórnvöld væru reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Allir áttuðu sig á að þróun efnahagsmála í heiminum hefði ekki reynst hagfelld. „Fyrst heimsfaraldur og svo stríðsátök, verðbólga og margháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir að óvissan er töluverð. Sem mögulega kann að gera skammtíma samning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ sagði Katrín að loknum fundi. Það var þungt hljóð í forystumönnum Samtaka atvinnulífsins, forseta ASÍ, formanni Starfsgreinasambandsins og formanni VR þegar þeir mætti til skyndifundar með forsætisráðherra í morgun.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aðila vinnumarkaðarins hafa snúið bökum saman eftir útspil Seðlabankans í gær. „Og ég lít á þennan fund og þessa boðun hér í morgun með þeim hætti að forsætisráðherra sé í raun að segja; við stöndum með ykkur. Við kjósum að þið reynið að leysa úr þessum vandamálum og reynið að landa skammtímakjarasamningi eins fljótt og auðið er,“sagði Halldór Benjamín áður en hann hélt á samningafund hjá ríkissáttasemjara í morgun. Enn fundað fram á kvöld Rætt var við ríkissáttasemjara í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var hann spurður hvort fólk væri búið að jafna sig á fréttum gærdagsins. „Við settum upp mjög þétta vinnuáætlun strax í byrjun vikunnar og lögðum upp með það að sitja við allan daginn. Við erum staðráðin í að halda því áfram, þannig að það voru bókaðir fundir frá morgni til kvölds alla vikuna og við höldum því plani,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Hann tekur undir orð framkvæmdastjóra SA við fréttastofu, að Seðlabankinn hafi verið upplýstur um gang viðræðna. „Það er eitt af hlutverkum ríkissáttasemjara að halda stjórnvöldum og öðrum upplýstum um framgang viðræðna hér. Það er alveg hárrétt að seðlabankastjóri var upplýstur um framgang viðræðna hér í þessu húsi,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.vísir/vilhelm Ákvörðunin einfaldi ekki flókið verk Hann segir vaxtaákvörðunina hafa farið illa inn í viðræðurnar, beggja megin borðsins. „Ekki aðeins ákvörðunin sjálf, heldur einnig hvernig hún var rökstudd. Þannig að það er margt sem gerir það að verkum að þetta eru flóknar og erfiðar viðræður. Þetta var svo sannarlega ekki til þess að gera þær einfaldari.“ Er einhver möguleiki á því að við sjáum nýjan skammtímasamning innan viku? „Við skulum sjá til. Við sitjum við, það eru allir að leggja sig fram og það er mjög gott samtal en þetta er þungt og erfitt verkefni. Við skulum ekki gleyma því að lótusblómið vex úr leðjunni, við gerum okkar besta,“ sagði ríkissáttasemjari. Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Framhald kjaraviðræðna ræðst í Karphúsinu í dag Forysta aðila almenna vinnumarkaðarins situr nú á fundi hjá ríkissáttasemjara til að meta möguleika á áframhaldandi viðræðum eftir fund með forsætisráðherra í morgun. Ríkisstjórnin er reiðubúin að liðka fyrir samningum og forsætisráðherra hefur skilning á að horft sé til skammtímasamninga við núverandi aðstæður. 24. nóvember 2022 14:18 Allir sjái að mikið sé undir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. 24. nóvember 2022 11:32 Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari lokaði húsakynnum embættisins síðdegis fyrir fjölmiðlum. Það bendir til að einhver hreyfing sé á viðræðum þótt varla megi búast við að samningar takist strax í kvöld.Stöð 2/Sigurjón Það er óhætt að segja að tíunda vaxtahækkun Seðlabankans í röð í gær hleypti illu blóði í bæði forystu launafólks og atvinnurekenda. Útlit var fyrir að slitna myndi upp úr viðræðum sem voru komnar vel á veg. Peningastefnunefnd Seðlabankans sagði mikla aukningu í eyðslu landsmanna kalla á hækkun meginvaxta.Vísir/Vilhelm Rökstuðningur peningastefnunefndar um mikla eyðslu almennings fyrir vaxtahækkun gærdagsins féll líka í vægast sagt grýttan jarðveg. „Launin á Íslandi eru mjög há þannig að það er mikill kaupmáttur hjá okkur. Það kemur fram í mikilli neyslu,“ sagði Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri í gær og áréttaði að gjaldeyrisvaraforðanum yrði ekki eytt í ferðir til Tenerife. Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins segir félagsfólk hans ekki liggja með tærnar upp í loft í sólbaði á Tenerife.Vísir/Vilhelm Eru þínir umbjóðendur í mikilli neyslu eins og seðlabankastjóri talar um? „Ég get lofað þér því Heimir að mínir félagsmenn, lágtekjufólk á berstrípuðum töxtum eru ekki með neinar tær úti á Tenerife. Því þeir er að berjast fyrir því að ná endum saman frá mánuði til mánaðar og halda mannlegri reisn,“ sagði Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins á leið á skyndifund með Katrínu Jakobsdóttur forsætisráðherra í morgun. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR sagði þetta kaldar kveðjur frá seðlabankastjóra. Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir það kaldar kveðjur frá Seðlabankanum að allur almenningur þurfi að blæða fyrir eyðslusemi efsta lags samfélagsins.Vísir/Vilhelm „Sérstaklega til þeirra sem höllustum fæti standa í okkar samfélagi og þurfa mest á launahækkunum að halda, að efsta lag samfélagsins sé að eyða of miklu. Það sé ástæðan fyrir því að refsa þurfi öllu þjóðfélaginu og öllum almenningi fyrir það,“ sagði Ragnar Þór. Forsætisráðherra boðaði til fundar með forystufólki aðila vinnumarkaðarins með skömmum fyrirvara klukkan hálf tíu í morgun. Hálftíma áður en deiluaðilar ætluðu að koma saman hjá ríkissáttasemjara þar sem viðræður stóðu mjög tæpt. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra segir öllum fyrir bestu að kjarasamningar takist og stjórnvöld vilji leggja sitt að mörkum svo það megi verða.Vísir/Vilhelm Á fundinum ítrekaði forsætisráðherra að stjórnvöld væru reiðubúin til að leggja sitt að mörkum til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. Allir áttuðu sig á að þróun efnahagsmála í heiminum hefði ekki reynst hagfelld. „Fyrst heimsfaraldur og svo stríðsátök, verðbólga og margháttaðar afleiðingar af stríðsrekstri Rússa í Úkraínu. Þannig að auðvitað gerum við okkur öll grein fyrir að óvissan er töluverð. Sem mögulega kann að gera skammtíma samning fýsilegri kost. En það er auðvitað algerlega í höndum þeirra sem sitja við samningaborðið að taka þá ákvörðun,“ sagði Katrín að loknum fundi. Það var þungt hljóð í forystumönnum Samtaka atvinnulífsins, forseta ASÍ, formanni Starfsgreinasambandsins og formanni VR þegar þeir mætti til skyndifundar með forsætisráðherra í morgun.Vísir/Vilhelm Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir aðila vinnumarkaðarins hafa snúið bökum saman eftir útspil Seðlabankans í gær. „Og ég lít á þennan fund og þessa boðun hér í morgun með þeim hætti að forsætisráðherra sé í raun að segja; við stöndum með ykkur. Við kjósum að þið reynið að leysa úr þessum vandamálum og reynið að landa skammtímakjarasamningi eins fljótt og auðið er,“sagði Halldór Benjamín áður en hann hélt á samningafund hjá ríkissáttasemjara í morgun. Enn fundað fram á kvöld Rætt var við ríkissáttasemjara í beinni útsendingu í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Þar var hann spurður hvort fólk væri búið að jafna sig á fréttum gærdagsins. „Við settum upp mjög þétta vinnuáætlun strax í byrjun vikunnar og lögðum upp með það að sitja við allan daginn. Við erum staðráðin í að halda því áfram, þannig að það voru bókaðir fundir frá morgni til kvölds alla vikuna og við höldum því plani,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Hann tekur undir orð framkvæmdastjóra SA við fréttastofu, að Seðlabankinn hafi verið upplýstur um gang viðræðna. „Það er eitt af hlutverkum ríkissáttasemjara að halda stjórnvöldum og öðrum upplýstum um framgang viðræðna hér. Það er alveg hárrétt að seðlabankastjóri var upplýstur um framgang viðræðna hér í þessu húsi,“ sagði Aðalsteinn. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari.vísir/vilhelm Ákvörðunin einfaldi ekki flókið verk Hann segir vaxtaákvörðunina hafa farið illa inn í viðræðurnar, beggja megin borðsins. „Ekki aðeins ákvörðunin sjálf, heldur einnig hvernig hún var rökstudd. Þannig að það er margt sem gerir það að verkum að þetta eru flóknar og erfiðar viðræður. Þetta var svo sannarlega ekki til þess að gera þær einfaldari.“ Er einhver möguleiki á því að við sjáum nýjan skammtímasamning innan viku? „Við skulum sjá til. Við sitjum við, það eru allir að leggja sig fram og það er mjög gott samtal en þetta er þungt og erfitt verkefni. Við skulum ekki gleyma því að lótusblómið vex úr leðjunni, við gerum okkar besta,“ sagði ríkissáttasemjari.
Kjaramál Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Seðlabankinn Efnahagsmál Kjaraviðræður 2022 Tengdar fréttir Framhald kjaraviðræðna ræðst í Karphúsinu í dag Forysta aðila almenna vinnumarkaðarins situr nú á fundi hjá ríkissáttasemjara til að meta möguleika á áframhaldandi viðræðum eftir fund með forsætisráðherra í morgun. Ríkisstjórnin er reiðubúin að liðka fyrir samningum og forsætisráðherra hefur skilning á að horft sé til skammtímasamninga við núverandi aðstæður. 24. nóvember 2022 14:18 Allir sjái að mikið sé undir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. 24. nóvember 2022 11:32 Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Innlent Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Sendi Dönum tóninn Erlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Erlent „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent TikTok hólpið í bili Erlent Fleiri fréttir Vilja fækka leyfilegum fjölda borgarfulltrúa Segir mjög litlar líkur á öðru gosi á næstunni „Allt sem er innan velsæmismarka verður tekið til greina“ Eldrauðar kauphallir og færri hraðahindranir í borginni Björg Ásta nýr framkvæmdastjóri Sjálfstæðisflokksins Ákærður fyrir að aka stolnum bíl út af skakkur og dauðadrukkinn „Þetta er risastór áfangi og gleðitíðindi fyrir Kópavogsbæ“ Hætta við uppbygginguna vegna „neikvæðrar umræðu“ Landris hafið á ný Arndís Bára lögreglustjóri næsta árið Fyrstu samtöl við Rubio lofi góðu Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sjá meira
Framhald kjaraviðræðna ræðst í Karphúsinu í dag Forysta aðila almenna vinnumarkaðarins situr nú á fundi hjá ríkissáttasemjara til að meta möguleika á áframhaldandi viðræðum eftir fund með forsætisráðherra í morgun. Ríkisstjórnin er reiðubúin að liðka fyrir samningum og forsætisráðherra hefur skilning á að horft sé til skammtímasamninga við núverandi aðstæður. 24. nóvember 2022 14:18
Allir sjái að mikið sé undir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, telur ljóst að allir sjái að mikið sé undir í kjaraviðræðum á almennum vinnumarkaði. Hann segir aðila vinnumarkaðarins ágætlega nestaða fyrir kjaraviðræður dagsins eftir óvæntan fund með forsætisráðherra í morgum. 24. nóvember 2022 11:32
Staðan í kjaraviðræðum brothætt Kristján Þórður Snæbjarnarson, forseti Alþýðusambands Íslands, segir stöðuna í kjaraviðræðum brothætta þessa stundina og að stýrivaxtahækkun Seðlabankans í gær hafi sent kolröng skilaboð inn í þær. Hann fagnar að vilji sé hjá ríkisstjórn að koma inn í málin ef þurfa þykir. 24. nóvember 2022 10:54