Fótbolti

Messi „horfði“ á Ronaldo fagna sögulegu marki

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Cristiano Ronaldo fagnar hér sögulega markinu sínu á HM í Katar í gær.
Cristiano Ronaldo fagnar hér sögulega markinu sínu á HM í Katar í gær. Getty/Clive Brunskill

Cristiano Ronaldo náði mögnuðu afreki i gær þegar hann varð fyrsti karlmaðurinn í sögunni til að skora á fimm mismunandi heimsmeistaramótum.

Ronaldo skoraði markið úr vítaspyrnu sem hann fékk sjálfur á 65. mínútu.

Þetta var áttunda mark Ronaldo á HM og 118. markið hans fyrir Portúgal.

„Þetta er falleg stund á mínu fimmta heimsmeistaramóti. Við unnum, byrjuðum mótið á besta hátt með mjög mikilvægum sigri,“ sagði Cristiano Ronaldo eftir leikinn.

„Við vitum að í þessum keppnum er lykilatriði að vinna fyrsta leikinn. Annað met í húsi, eini leikmaðurinn til að skora á fimm heimsmeistaramótum í röð. Það er ástæða fyrir mig til að vera stoltur,“ sagði Ronaldo.

Það vakti talsverða athygli þegar ljósmyndarar mynduðu Ronaldo fagna markinu sínu þá sáum menn hann fagna fyrir framan mynd af Lionel Messi.

Það var því eins og Messi væri að „horfa“ á Ronaldo fagna þessu sögulega marki.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×