Innlent

Tvær líkamsárásir í höfuðborginni

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Vaktin virðist hafa verið heldur róleg í nótt.
Vaktin virðist hafa verið heldur róleg í nótt. Vísir/Vilhelm

Gærkvöldið og nóttin voru með rólegasta móti hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu ef marka má yfirlit yfir verkefni næturinnar. Tilkynnt var um tvær líkamsárásir þar sem gerendur voru handteknir í báðum tilvikum og annað fórnarlambið mögulega nefbrotið.

Þá var tilkynnt um tvö slys, bæði í miðborg Reykjavíkur. 

Í öðru tilvikinu féll einstaklingur af rafhlaupahjóli og var fluttur á bráðamóttöku til skoðunar. Í hinu var um að ræða einstakling sem hafði fallið í jörðina og misst meðvitund í skamma stund. Hann var sömuleiðis fluttur á bráðamóttöku.

Einn var stöðvaður á stolinni bifreið og þá var tilkynnt um innbrot í bifreið í miðborginni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×