Heimsmeistararnir fyrstir til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 26. nóvember 2022 17:58 Kylian Mbappe fagnar með stuðningsmönnum franska liðsins, en framherjinn ungi skoraði bæði mörk Frakklands. Elsa/Getty Images Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar er liðið vann 2-1 sigur gegn Dönum. Frakkar hafa nú unnið báða leiki sína í upphafi heimsmeistaramótsins, en liðið vann öruggan 4-1 sigur gegn Ástralíu síðastliðinn þriðjudag. Danir gerðu hins vegar jafntefli gegn Túnis í sínum fyrsta leik og eftir sigur Ástrala gegn Túnis fyrr í dag var alltaf ljóst að Danmörk og Ástralía myndu mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum næstkomandi miðvikudag. Mörkin létu standa á sér í fyrri hálfleik í leik dagsins, en það voru þó heimsmeistararnir sem voru hættulegri. Staðan í hálfleik því enn markalaus, en síðari hálfleikur bauð þó upp á meiri skemmtun. Kylian Mbappé kom Frökkum yfir eftur um klukkutíma leik, en það var fallegt þríhyrningsspil hans við bakvörðinn Theo Hernandez sem bjó til markið. Danir voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og Andreas Christensen jafnaði metin sjö mínútum síðar eftir hornspyrnu frá Christian Eriksen. Frakkar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og þeir uppskáru loks sigurmarkið á 86. mínútu þegar áðurnefndur Mbappé setti mjöðmina í fyrirgjöf Antoine Griezmann og þaðan lak boltinn í netið. Niðurstaðan því 2-1 sigur Frakka og heimsmeistararnir eru fyrstir til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Danir sitja hins vegar í þriðja sæti D-riðils með eitt stig eftir tvo leiki og þurfa á sigri að halda gegn Áströlum í lokaumferð riðlakeppninnar. HM 2022 í Katar
Ríkjandi heimsmeistarar Frakklands urðu í dag fyrsta liðið til að tryggja sér sæti í 16-liða úrslitum HM í Katar er liðið vann 2-1 sigur gegn Dönum. Frakkar hafa nú unnið báða leiki sína í upphafi heimsmeistaramótsins, en liðið vann öruggan 4-1 sigur gegn Ástralíu síðastliðinn þriðjudag. Danir gerðu hins vegar jafntefli gegn Túnis í sínum fyrsta leik og eftir sigur Ástrala gegn Túnis fyrr í dag var alltaf ljóst að Danmörk og Ástralía myndu mætast í hreinum úrslitaleik um sæti í 16-liða úrslitum næstkomandi miðvikudag. Mörkin létu standa á sér í fyrri hálfleik í leik dagsins, en það voru þó heimsmeistararnir sem voru hættulegri. Staðan í hálfleik því enn markalaus, en síðari hálfleikur bauð þó upp á meiri skemmtun. Kylian Mbappé kom Frökkum yfir eftur um klukkutíma leik, en það var fallegt þríhyrningsspil hans við bakvörðinn Theo Hernandez sem bjó til markið. Danir voru þó ekki lengi að svara fyrir sig og Andreas Christensen jafnaði metin sjö mínútum síðar eftir hornspyrnu frá Christian Eriksen. Frakkar sóttu stíft það sem eftir lifði leiks og þeir uppskáru loks sigurmarkið á 86. mínútu þegar áðurnefndur Mbappé setti mjöðmina í fyrirgjöf Antoine Griezmann og þaðan lak boltinn í netið. Niðurstaðan því 2-1 sigur Frakka og heimsmeistararnir eru fyrstir til að tryggja sæti sitt í 16-liða úrslitum. Danir sitja hins vegar í þriðja sæti D-riðils með eitt stig eftir tvo leiki og þurfa á sigri að halda gegn Áströlum í lokaumferð riðlakeppninnar.
Mourinho heldur áfram að hella sér yfir dómara: „Þetta var skelfilegt. Hversu lengi var boltinn í leik?“