Aukinn viðbúnaður en ekki ástæða til að forðast miðbæinn Snorri Másson skrifar 25. nóvember 2022 12:00 Lögregluþjónar að störfum í miðbæ Reykjavíkur. Vísir/Tumi Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu verður með aukinn viðbúnað í miðbæ Reykjavíkur um helgina en aðalvarðstjóri segir þó ekki ástæðu til þess að fólk forðist miðbæinn sérstaklega vegna meintrar yfirvofandi hættu. Ekki séu taldar auknar líkur á uppþoti eins og gefið er í skyn í skilaboðum sem gangi manna á milli. Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar. Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Komið hefur fram að lögregla hefur aukið viðbúnað í miðborg Reykjavíkur vegna hnífaárasarinnar í Bankastræti sem varð í liðinni viku. Í kjölfarið hefur borið á hótunum um hefndaraðgerðir og þær hafa raungerst í nokkrum tilvikum eins og með bensínsprengjum sem varpað hefur verið inn í hús. Í fjölda mistrúverðugra skilaboða sem gengið hafa manna á milli á samfélagsmiðlum í vikunni hefur verið rætt um að mikil átök vofi yfir í miðbænum um helgina, sem hefur orðið mörgum tilefni til að hugsa sig tvisvar um áður en farið er í bæinn um helgina. Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri gefur lítið fyrir þessi skilaboð en segir þó að lögreglan sé tilbúin í helgina. „Við verðum með aukinn viðbúnað og svo náttúrulega bara hefðbundna vakt og ég tel mjög ólíklegt að það verði eitthvað um að vera,“ segir Rafn Hilmar Guðmundsson aðalvarðstjóri í samtali við fréttastofu. Rafn Hilmar telur að umræðan hafi undið upp á sig í tengslum við umrædd skjáskot af skilaboðum á samfélagsmiðlum. „Það hafa verið að ganga á milli þessi skilaboð og mér finnst svona pínulítið búið að hefja þetta upp,“ segir Rafn Hilmar. Þrátt fyrir að skilaboðin á samfélagsmiðlum séu ekki það sem lögreglan byggir sín viðbrögð alfarið á, eru hótanir á milli manna til skoðunar sem ástæða þykir til að taka alvarlega. Lögreglan verður um helgina með þannig aukinn viðbúnað að það mun ekki fara fram hjá neinum sem leggur leið sína niður í miðbæ. Hver væru skilaboðin um helgina? „Það er bara að halda áfram að lifa sínu lífi og ef fólk vill fara í miðbæinn, þá bara mæta með góða skapið og ganga hægt um gleðinnar dyr,“ segir Rafn Hilmar.
Næturlíf Reykjavík Lögreglumál Mest lesið Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Innlent Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sama rúta olli skemmdum á bannsvæði í hádeginu Innlent Fleiri fréttir Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Kennarar gengu út og nýr borgarstjórnarmeirihluti Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira