Mótmælaalda sem geysað í Íran eftir að Amini lést í vaðhaldi eftir að hún var handtekin af siðferðislögreglu landsins fyrir brot gegn lögum um slæðunotkun kvenna. Fjölskylda hennar og mótmælendur telja að lögreglan hafi barið hana til bana en yfirvöld segja að hún hafi fengið fyrir hjartað.
Fyrir leik Írans og Englands á mánudaginn sungu leikmenn íranska liðsins ekki með þjóðsöngnum til stuðnings mótmælanna heima fyrir. Íranskir áhorfendur hrópuðu einnig meðan þjóðsöngurinn var spilaður og héldu mótmælaspjöldum á lofti.
Fyrir leikinn gegn Wales í dag hélt íranskur stuðningsmaður svo á íranskri landsliðstreyju með nafni Masha Amini og númerinu 22 með vísun í aldur hennar þegar hún lést.
Stuðningsmaðurinn fékk hins vegar ekki að halda lengi á treyjunni því öryggisverðir tóku hana af henni.
Samkvæmt mannréttindasamtökum hafa rúmlega fjögur hundruð manns látist í mótmælunum í Íran og 16.800 handteknir. Leiðtogar Íran hafa kallað mótmælin óeirðir, sem þeir segja skipulögð af erlendum óvinum ríkisins.
Íranir unnu Walesverja, 2-0, en bæði mörkin komu í uppbótartíma. Íran er með þrjú stig í B-riðli og mætir Bandaríkjunum í lokaumferð riðlakeppninnar.