Fyrirtæki Kristjáns í Samherja framleiðir Áramótaskaupið í ár Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 17:01 Samherji og RÚV hafa átt heldur stormasamt samband síðustu ár. Það er því athyglisvert að félag í eigu stofnanda Samherja komi að framleiðslu Áramótaskaupsins í ár. Vísir/Vilhelm Kristján Vilhelmsson, útgerðarstjóri og stofnandi Samherja, er eigandi framleiðslufyrirtækisins S800 ehf. Fyrirtækið sér um framleiðslu Áramótaskaups Ríkisútvarpsins í ár. Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Fasteignafélagið Sigtún á Selfossi sem byggði upp nýjan miðbæ þar, á helmingshlut í félaginu. Segir Kristján ekki hafa neina aðkomu að félaginu Á vef Stundarinnar kemur fram að Sigurjón Kjartansson, einn af meðhöfundum Áramótaskaupsins, sé meðeigandi Sigtúns í framleiðslufyrirtækinu. Haft er eftir honum að hann þekki Kristján ekki og hafi ekki spáð mikið í eignarhaldi Sigtúns þegar hann tók upp samstarf við félagið. „Ég hef aldrei hitt þann mann og var bara að frétta það um daginn að hann ætti hlut í Sigtúni. Ég get algjörlega staðfest það að hann hefur enga aðkomu að þessu félagi. Ég finn ekki neitt fyrir þessu eignarhaldi á nokkurn hátt. [...] Ég er bara í mínu, minni sköpun,“ er haft eftir Sigurjóni á Stundinni. Sigurjón Kjartansson er einn af höfundum Skaupsins. Sjálfur er Sigurjón búsettur á Selfossi. Hann er með vinnuaðstöðu í gamla Landsbankahúsinu í bænum en Sigtún keypti húsið af Árborg árið 2020, eftir að sveitarfélagið ákvað að nýta ekki forkaupsrétt sinn að húsinu. Í dag er þar rekið skrifstofuhótel og vinnurými leigð út til einyrkja og lítilla fyrirtækja. „Enginn reynt að stýra mér og okkur“ Sigurður segir í samtali við Stundina að enginn þurfi að efast um ritstjórnarlegt sjálfstæði í Áramótaskaupinu þrátt fyrir eignarhald Kristjáns á framleiðslufélaginu. „Menn geta alveg séð það að Samherji er ekki að hvísla niður í bringuna á mér og okkur. Ég held að það muni alveg staðfestast þegar menn horfa. Ekki það ég ætli að fara að spoila neinu. Það hefur enginn reynt að stýra mér og okkur og ég held að þessir menn átti sig alveg á því að það myndi aldrei ganga,“ segir Sigurjón. Áralangt stríð við Rúv Í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er vísað í áralangt stríð Samherja við Rúv. „Þetta stríð hefur staðið yfir frá árinu 2012 eftir að Kastljós fjallaði um meint brot félagsins á lögum um gjaldeyrismál í hinu svokallaða Seðlabankamáli. Samherji sakaði RÚV um að vera í herferð gegn sér í því máli. Svo greindi Kveikur á RÚV frá Namibíumálinu árið 2019 og þá hélt Samherji áfram að gagnrýna RÚV,“ segir í greininni. Dagskrárstjóri RÚV vissi ekki um eignarhald Kristjáns þegar samningur var gerður við framleiðslufyrirtækið.Vísir/Egill „Gagnrýni Samherja á RÚV hefur meðal annars birst í því að útgerðarfélagið kærði 11 starfsmenn ríkisfjölmiðilsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla eða umfjöllunar þeirra um útgerðina. Kristján Vilhelmsson reyndi auk þess að láta taka Edduverðlaun af þáverandi blaðamanni RÚV, Helga Seljan, sem fjallað hafði um Seðlabankamálið og síðar Namibíumálið, í ársbyrjun 2019.“ RÚV þekktu ekki til eignarhaldsins Framleiðslustjóri á Rúv, Skarphéðinn Guðmundsson telur eignarhald Kristjáns ekki óþægilegt, og að RÚV hafi ekki tekið afstöðu til málsins. „Það er í sjálfu sér ekki eitthvað sem við höfum velt fyrir okkur eða tekið afstöðu til. Við þekktum ekki til eignarhaldsins og ef framleiðslan stenst alla skoðun þá á það ekki að þurfa að hafa bein áhrif á afstöðu okkar til þess hver framleiðir fyrir okkur efni, ekki þegar kemur að slíku dagskrárefni eins og Skaupinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Stundina. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira
Þetta kemur fram í umfjöllun Stundarinnar. Fasteignafélagið Sigtún á Selfossi sem byggði upp nýjan miðbæ þar, á helmingshlut í félaginu. Segir Kristján ekki hafa neina aðkomu að félaginu Á vef Stundarinnar kemur fram að Sigurjón Kjartansson, einn af meðhöfundum Áramótaskaupsins, sé meðeigandi Sigtúns í framleiðslufyrirtækinu. Haft er eftir honum að hann þekki Kristján ekki og hafi ekki spáð mikið í eignarhaldi Sigtúns þegar hann tók upp samstarf við félagið. „Ég hef aldrei hitt þann mann og var bara að frétta það um daginn að hann ætti hlut í Sigtúni. Ég get algjörlega staðfest það að hann hefur enga aðkomu að þessu félagi. Ég finn ekki neitt fyrir þessu eignarhaldi á nokkurn hátt. [...] Ég er bara í mínu, minni sköpun,“ er haft eftir Sigurjóni á Stundinni. Sigurjón Kjartansson er einn af höfundum Skaupsins. Sjálfur er Sigurjón búsettur á Selfossi. Hann er með vinnuaðstöðu í gamla Landsbankahúsinu í bænum en Sigtún keypti húsið af Árborg árið 2020, eftir að sveitarfélagið ákvað að nýta ekki forkaupsrétt sinn að húsinu. Í dag er þar rekið skrifstofuhótel og vinnurými leigð út til einyrkja og lítilla fyrirtækja. „Enginn reynt að stýra mér og okkur“ Sigurður segir í samtali við Stundina að enginn þurfi að efast um ritstjórnarlegt sjálfstæði í Áramótaskaupinu þrátt fyrir eignarhald Kristjáns á framleiðslufélaginu. „Menn geta alveg séð það að Samherji er ekki að hvísla niður í bringuna á mér og okkur. Ég held að það muni alveg staðfestast þegar menn horfa. Ekki það ég ætli að fara að spoila neinu. Það hefur enginn reynt að stýra mér og okkur og ég held að þessir menn átti sig alveg á því að það myndi aldrei ganga,“ segir Sigurjón. Áralangt stríð við Rúv Í ítarlegri umfjöllun Stundarinnar er vísað í áralangt stríð Samherja við Rúv. „Þetta stríð hefur staðið yfir frá árinu 2012 eftir að Kastljós fjallaði um meint brot félagsins á lögum um gjaldeyrismál í hinu svokallaða Seðlabankamáli. Samherji sakaði RÚV um að vera í herferð gegn sér í því máli. Svo greindi Kveikur á RÚV frá Namibíumálinu árið 2019 og þá hélt Samherji áfram að gagnrýna RÚV,“ segir í greininni. Dagskrárstjóri RÚV vissi ekki um eignarhald Kristjáns þegar samningur var gerður við framleiðslufyrirtækið.Vísir/Egill „Gagnrýni Samherja á RÚV hefur meðal annars birst í því að útgerðarfélagið kærði 11 starfsmenn ríkisfjölmiðilsins til siðanefndar RÚV vegna ummæla eða umfjöllunar þeirra um útgerðina. Kristján Vilhelmsson reyndi auk þess að láta taka Edduverðlaun af þáverandi blaðamanni RÚV, Helga Seljan, sem fjallað hafði um Seðlabankamálið og síðar Namibíumálið, í ársbyrjun 2019.“ RÚV þekktu ekki til eignarhaldsins Framleiðslustjóri á Rúv, Skarphéðinn Guðmundsson telur eignarhald Kristjáns ekki óþægilegt, og að RÚV hafi ekki tekið afstöðu til málsins. „Það er í sjálfu sér ekki eitthvað sem við höfum velt fyrir okkur eða tekið afstöðu til. Við þekktum ekki til eignarhaldsins og ef framleiðslan stenst alla skoðun þá á það ekki að þurfa að hafa bein áhrif á afstöðu okkar til þess hver framleiðir fyrir okkur efni, ekki þegar kemur að slíku dagskrárefni eins og Skaupinu,“ segir Skarphéðinn í samtali við Stundina. Nánar má lesa um málið á vef Stundarinnar
Ríkisútvarpið Áramótaskaupið Sjávarútvegur Fjölmiðlar Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Fleiri fréttir „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi Sjá meira