Lögreglan hefur fulla trú á góðri stemningu í kvöld Árni Sæberg skrifar 25. nóvember 2022 21:05 Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, telur ekki ásæðu til þess að fólk forðist miðbæinn í kvöld. Stöð 2/Steingrímur Dúi Á þriðja tug manna hefur verið sleppt úr gæsluvarðhaldi í tengslum við hnífaárásina á Bankastræti Club og eru sex enn í haldi. Átta dagar eru liðnir frá árásinni. Borið hefur á efasemdum um öryggisástandið í miðborg Reykjavíkur um helgina vegna deilna í undirheimum. Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum. Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Greint hefur verið frá því undanfarna daga að hótanir gangi manna á milli í undirheimum í tengslum við árásina á Bankastræti club og skilaboð hafa gengið manna á milli á samfélagsmiðlum um fyrirhugaða árás í miðbænum í kvöld og fólk jafnvel hvatt til þess að halda sig heima um helgina. Fréttamaður okkar kíkti í miðbæinn í kvöld og ræddi við Ásgeir Þór Ásgeirsson, aðstoðarlögreglustjóra á höfuðborgarsvæðinu. Hann segir erfitt að spá fyrir um það hvort nokkuð gerist í miðbænum í kvöld. „En við höfum fulla trú á því að hér verði bara góð stemning og róleg í þessu góða og fallega veðri sem nú dynur á okkur, ef svo má segja,“ segir Ásgeir Þór. Ekki talið að hætta stafi af þeim sem sleppt var í dag Í dag var 24 sleppt úr haldi lögreglu sem handteknir höfðu verið í tengslum við árásina sem framin var í síðustu viku. Ásgeir Þór telur að þeir muni hugsa sinn gang og að ekki stafi hætta af því að þeir séu nú lausir úr haldi. „Ég held að fólk, sem kemur að þessu máli, þurfi nú aðeins að endurmeta stöðuna og kannski að koma ekki með óróa eins og var hérna í síðustu viku niður í miðbæ,“ segir hann. Að lokum biður Ásgeir Þór alla þá sem leggja leið sína í miðbæinn í kvöld að haga sér vel. Þannig geti allir átt frábært kvöld. Dómsmálaráðherra færi sjálfur í bæinn í kvöld Jón Gunnarsson dómsmálaráðherra kveðst ekki óttast um öryggi borgara í miðbænum um helgina. Verið sé að bregðast við ástandinu með aukinni viðveru. Ráðherrann kveðst sjálfur myndu treysta sér sjálfur til að fara í miðbæinn í kvöld þótt vissulega færi hann varlega. „Ég hef bara þau skilaboð að við skulum bara hlusta vel eftir skilaboðum frá lögreglunni. Þessum málum er tekið mjög alvarlega þar á bæ. Það er verið að sinna þeim. Öryggi borgaranna er þeim efst í huga í öllum sínum störfum og ég ber traust til þeirra og hvet fólk til að gera það hið sama,“ segir Jón. Aukið ofbeldi hafi einnig áhrif innan fangelsana Önnur afleiðing sífellt ofbeldisfyllri glæpamenningar er vangeta fangelsismálayfirvalda til að kljást við vandann innan íslenskra fangelsa. Í fréttum í gær var rætt við fangavörð sem sagði að fjármagna þyrfti málaflokkinn mun betur, enda óttuðust fangaverðir orðið um öryggi sitt. Ef marka má dómsmálaráðherra er þeirra umbóta að vænta. „Við gerum auðvitað ráð fyrir að fá umtalsverða aukningu inn í fangelsismálin eins og löggæslumálin á næsta ári núna við breytingu á fjárlögum við aðra umræðu. Það mun nýtast okkur vel í þessa þætti,“ segir hann. Þá segir Jón að mikill ákall sé eftir svokölluðum rafvarnarbúnaði meðal lögreglumanna og að slík tól hafi einnig borið á góma í tengslum við búnað fangavarða. „Ég held að það sé eðlilegt að við lítum til þess. Annar varnarbúnaður er bara nauðsynlegur við þær aðstæður sem eru að skapast,“ segir Jón að lokum.
Hnífstunguárás á Bankastræti Club Lögreglumál Reykjavík Næturlíf Mest lesið Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent 76 látnir eftir eldsvoðann í Tyrklandi Erlent Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Innlent Fleiri fréttir Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Ráðast í átaksverkefni í kjölfar sýkingarinnar á Mánagarði Rýmingum væntanlega aflétt og fært um Fjarðarheiðina Kviknaði í pappírsgámi í Kópavogi Flokkur fólksins fengið 240 milljónir þrátt fyrir ranga skráningu Kæru VÁ á hendur MAST vísað frá Sjá meira
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent