Sigurður: Extra sætt að vinna á Akureyri Árni Gísli Magnússon skrifar 26. nóvember 2022 17:20 Sigurður Bragason var extra sáttur með sigurinn í dag. Vísir/Vilhelm ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór fyrir norðan í dag. Eyjakonur voru með yfirhöndina framan af en norðankonur komu vel inn í seinni hálfleik og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokamínútu leiksins. „Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu. Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
„Ég bjóst við sigri en ekki þessari dramatík. Ég fór alveg inn í þennan leik og ætlaði að vinna en þetta var fannst mér fulltæpt.“ ÍBV var fjórum mörkum yfir í hálfleik en KA/Þór kom sterkt inn í seinni hálfleik og voru búnar að jafna eftir 10. mínútur og úr varð jafn leikur. Hvað varð til þess? „Við bara slökum á, það er bara þannig, mér fannst fyrri hálfleikurinn mjög flottur svo bara kemur hún Lydía á miðjunni, 16 ára, alveg frábær og bara algjört hrós á hana. Hún var bara að keppa við Sunnu og serbneskan landsliðsmann, frábæran markmann, og við bara áttum í algjöru basli með hana. Mér fannst Nathalia líka mjög góð, við áttum erfitt með þetta, þær skutu bara fram hjá okkur trekk í trekk. Sóknarleikurinn í seinni hálfleik var bara lélegur en það kom kraftur síðustu fimm mínúturnar og ég ætla gefa stelpunum það að ég verð ekki brjálaður inni í klefa.“ Marta Wawrzykowska var frábær í marki íBV með 15 varða bolta sem gerir 42% markvörslu. „Hún var mjög góð í fyrri. Hún datt aðeins niður þegar þær náðu okkur og fóru fram úr okkur þá datt hún svona aðeins út úr leiknum og það hjálpar aldrei en hún varði mikilvæga þrjá bolta og var góð.“ Sigurður var langt frá því að vera hissa að leikur þessara liða skyldi enda í eins mikilli dramatík og raun bar vitni. „Þetta er eiginlega alltaf svona, og alltaf einhvern veginn læti þó það séu 100 manns þá er alltaf stemming hérna og mér finnst æðislegt að vera hérna, það er nú bara þannig og ég er búinn að segja öllum þessum KA mönnum það hérna. Þetta er auðvitað gaman og þá er extra sætt fyrir mig, þó ég vilji ekki tala hátt hérna, að þá er extra sætt að vinna á Akureyri og það gera það ekkert allir.“ ÍBV er í þriðja sæti deildarinnar og liðið hefur nú unnið fjóra leiki í röð. „Við erum búin að tapa tveimur af átta sem eru gegn Stjörnunni og Val sem eru tvö bestu liðin og við erum að koma Önnu og Birnu inn þannig þetta er á réttri leið og við erum inni í evrópukeppni líka þannig þetta er búið að vera bara skemmtilegt haust. Við erum að fara til Madeira á þriðjudaginn og verðum þar í viku þannig að þetta er bara gaman en ef við ætlum að ná þessum toppsætum verðum við aðeins að spyrna í“, sagði Sigurður að endingu.
Olís-deild kvenna ÍBV KA Þór Akureyri Tengdar fréttir Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43 Mest lesið Luke Littler grét eftir leik Sport Skallaði þjálfara andstæðinganna eftir leik Fótbolti Versta frumraun í úrvalsdeild? Körfubolti Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Körfubolti Heiður að vera keypt á metfé frá Val: „Stórt og gott skref“ Fótbolti Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Golf Michael Schumacher verður afi Formúla 1 Endar Rashford í Sádí-Arabíu? Fótbolti Meikle skaut Littler skelk í bringu Sport Dagskráin í dag: Áttundi dagur heimsmeistaramótsins Sport Fleiri fréttir Kolstad vann toppslaginn Dana áberandi í síðasta leik ársins Leik Gísla og félaga í Magdeburg frestað vegna árásarinnar Rosalegur hæðarmunur á liðsfélögum íslensku strákanna Lærisveinar Guðmundar fara í frí með góðan sigur að baki Arnór frá Gumma til Arnórs Ósáttir Harðarmenn stofnuðu kröfu í heimabanka dómara Staðfesta 10-0 sigur ÍBV gegn Haukum Íslendingaliðið heldur áfram í undanúrslit Lærisveinar Guðjóns Vals úr leik í bikarkeppninni „Jólin eru ekki alveg eins afslöppuð“ Þyrfti kraftaverk til að Ómar yrði með á HM Þetta eru strákarnir sem spila fyrir Ísland á HM Snorri kynnti HM-hóp Íslands Lofaði konunni að flytja ekki til Íslands Framarar slógu út bikarmeistarana Afturelding í bikarúrslitin Dana Björg næstmarkahæst í sigri í toppslag Þórir gæti orðið þjálfari ársins í tveimur löndum „Ég er bara búinn að vera að jafna mig“ Stelpurnar hans Þóris tryggðu sér tvær milljónir hver Kvaddi á sama tíma og Þórir en sagði liðsfélögunum ekki frá því Guðmundur Bragi og félagar verða með á bikarúrslitahelginni Stjörnumenn fyrstir í bikarúrslitin Lærisveinar Gumma Gumm úr leik í bikarnum Bræðurnir góðir en Kolstad saknaði Sigvalda í tapi í Íslendingaslag Haukur og félagar unnu baráttuna um Búkarest Úrslitin í leik HK og Stjörnunnar standa „Ég er svo ótrúlega stolt af þér pabbi“ Toppliðið keyrði yfir lærisveina Guðjóns Vals í lokin Sjá meira
Leik lokið: KA/Þór - ÍBV 27-28 | Eyjakonur halda sigurgöngunni áfram ÍBV vann eins marks sigur á KA/Þór, 27-28, í KA-heimilinu í dag. Eyjakonur voru fjórum mörkum yfir í fyrri hálfleik en þær norðlensku komu vel inni þann seinni og réðust úrslitin ekki fyrr en á lokasekúndum leiksins. 26. nóvember 2022 17:43