Tilkynning um byssuhvell barst lögregunni í Osló klukkan 04:18 í nótt að staðartíma. Þegar lögregluþjónar komu á svæðið, sem í námunda við Grænlandsneðanjarðarlestarstöðina, fundu þeir mann sem hafði verið skotinn. Fljótlega kom í ljós að hann var látinn. Þetta segir í frétt Verdens Gang um málið.
Þar segir jafnframt að einn sé grunaður um ódæðið en að tveir hafi verið færðir til yfirheyrslu í tengslum við það.
Fréttaveitan NTB hefur eftir Rune Hundere, sem leiðir rannsóknina, að talið sé að tengsl séu milli árásarmannsins og fórnarlambsins og árásin því ekki handahófskennd. Rune Hundere, verkefnastjóri hjá lögreglunni í Osló, gat ekki staðfest það í samtali við VG.