Segir að ummæli Klinsmann um íranska liðið sé „svívirðing við fótbolta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 27. nóvember 2022 13:00 Carlos Queiroz lætur yfirleitt vel í sér heyra á hliðarlínunni. Ian MacNicol/Getty Images Carlos Queiroz, þjálfari íranska landsliðsins í fótbolta, segir að ummæli fyrrum knattspyrnumannsins Jürgen Klinsmann um liðið séu „svívirðing við fótbolta.“ Klinsmann var í setti hjá BBC eftir 2-0 sigur Íran gegn Wales á HM í Katar síðastliðinn föstudag og talaði þá um menningu íranska liðsins. „Carlos passar vel inn í þetta landslið og þeirra menningu. Honum mistókst í Suður-Ameríku með Kólumbíu og mistókst svo að komast á mótið með Egyptalandi. Síðan tekur hann við Íran, þar sem hann vann lengi, rétt fyrir heimsmeistaramótið,“ sagði Klinsmann. „Þetta er ekki tilviljun. Hvernig þeir spila er hluti af menningunni.“ „Þeir atast í dómaranum. Þeir atast í línuverðinum og fjórða dómaranum og eru stanslaust að ræða við þá. Það voru mörg dæmi um þetta sem við sáum ekki endilega í leiknum. Svona er þeirra menning, þeir reyna að koma þér úr jafnvægi.“ Ummæli Klinsmann hafa farið misvel í fólk og margir sem saka leikmanninn fyrrverandi um rasisma. This is unbelievable… Watch @J_Klinsmann dismiss brown athletes, from Iran to Guatemala, repeatedly saying “this is their culture”, while the host and other guests are sitting there listening to him go on and on, live on @BBCSport.pic.twitter.com/RgOR3b1sr0— Negar Mortazavi نگار مرتضوی (@NegarMortazavi) November 26, 2022 Queiroz hefur hins vegar svarað Klinsmann fullum hálsi á Twitter-síðu sinni þar sem hann sakar Þjóðverjann meðal annars um að grafa undan þeirri vinnu sem unnin hefur verið í írönskum fótbolta. Þá hefur Queiroz einnig boðið Klinsmann að kíkja á æfingu hjá íranska liðinu svo hann geti sjálfur séð hversu hart liðið leggur að sér og læra um landið og fólkið sem þar býr. „Það skiptir engu hversu mikið ég virði það sem þú gerðir á vellinum, þessi ummæli þín um íranska menningu, íranska landsliðið og leikmenn mína er svívirðing við fótboltann,“ skrifaði Queiroz meðal annars á Twitter. Dear Jurgen; You took the initiative to call me Carlos, so I believe it is proper to call you Jurgen. Right?Even not knowing me personally, you question my character with a typical prejudiced judgment of superiority.(...) pic.twitter.com/JAq0l7Yp6n— Carlos Queiroz (@Carlos_Queiroz) November 26, 2022 Ummælin tekin úr samhengi Klinsmann hefur þó aðeins dregið í land varðandi ummælin og segir þau tekin úr samhengi. Hann segist vilja ræða við þjálfarann til að lægja öldurnar í þessu máli. „Það voru nokkur ummæli sem ég lét falla sem voru algjörlega tekin úr samhengi. Ég ætla að reyna að hringja í hann til að lægja öldurnar,“ sagði Klinsmann við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég hef aldrei gagnrýnt Carlos eða bekkinn hjá Íran. Svo voru einhverjir sem héldu að ég væri að gagnrýna dómarann af því að hann gerði ekkert í hegðun þeirra á bekknum.“ „Það eina sem ég gerði var að lýsa því hversu miklar tilfinningar þeir sýna þegar þeir spila, sem er í raun aðdáunarvert að einhverju leyti. Allur bekkurinn lifir sig inn í leikinn. Þeir hoppa upp og niður og Carlos er mjög ástríðufullur þjálfari. Hann er stanslaust á hliðarlínunni að reyna að gefa leikmönnum skilaboð og aukna orku,“ sagði Klinsmann að lokum. HM 2022 í Katar Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira
Klinsmann var í setti hjá BBC eftir 2-0 sigur Íran gegn Wales á HM í Katar síðastliðinn föstudag og talaði þá um menningu íranska liðsins. „Carlos passar vel inn í þetta landslið og þeirra menningu. Honum mistókst í Suður-Ameríku með Kólumbíu og mistókst svo að komast á mótið með Egyptalandi. Síðan tekur hann við Íran, þar sem hann vann lengi, rétt fyrir heimsmeistaramótið,“ sagði Klinsmann. „Þetta er ekki tilviljun. Hvernig þeir spila er hluti af menningunni.“ „Þeir atast í dómaranum. Þeir atast í línuverðinum og fjórða dómaranum og eru stanslaust að ræða við þá. Það voru mörg dæmi um þetta sem við sáum ekki endilega í leiknum. Svona er þeirra menning, þeir reyna að koma þér úr jafnvægi.“ Ummæli Klinsmann hafa farið misvel í fólk og margir sem saka leikmanninn fyrrverandi um rasisma. This is unbelievable… Watch @J_Klinsmann dismiss brown athletes, from Iran to Guatemala, repeatedly saying “this is their culture”, while the host and other guests are sitting there listening to him go on and on, live on @BBCSport.pic.twitter.com/RgOR3b1sr0— Negar Mortazavi نگار مرتضوی (@NegarMortazavi) November 26, 2022 Queiroz hefur hins vegar svarað Klinsmann fullum hálsi á Twitter-síðu sinni þar sem hann sakar Þjóðverjann meðal annars um að grafa undan þeirri vinnu sem unnin hefur verið í írönskum fótbolta. Þá hefur Queiroz einnig boðið Klinsmann að kíkja á æfingu hjá íranska liðinu svo hann geti sjálfur séð hversu hart liðið leggur að sér og læra um landið og fólkið sem þar býr. „Það skiptir engu hversu mikið ég virði það sem þú gerðir á vellinum, þessi ummæli þín um íranska menningu, íranska landsliðið og leikmenn mína er svívirðing við fótboltann,“ skrifaði Queiroz meðal annars á Twitter. Dear Jurgen; You took the initiative to call me Carlos, so I believe it is proper to call you Jurgen. Right?Even not knowing me personally, you question my character with a typical prejudiced judgment of superiority.(...) pic.twitter.com/JAq0l7Yp6n— Carlos Queiroz (@Carlos_Queiroz) November 26, 2022 Ummælin tekin úr samhengi Klinsmann hefur þó aðeins dregið í land varðandi ummælin og segir þau tekin úr samhengi. Hann segist vilja ræða við þjálfarann til að lægja öldurnar í þessu máli. „Það voru nokkur ummæli sem ég lét falla sem voru algjörlega tekin úr samhengi. Ég ætla að reyna að hringja í hann til að lægja öldurnar,“ sagði Klinsmann við breska ríkisútvarpið, BBC. „Ég hef aldrei gagnrýnt Carlos eða bekkinn hjá Íran. Svo voru einhverjir sem héldu að ég væri að gagnrýna dómarann af því að hann gerði ekkert í hegðun þeirra á bekknum.“ „Það eina sem ég gerði var að lýsa því hversu miklar tilfinningar þeir sýna þegar þeir spila, sem er í raun aðdáunarvert að einhverju leyti. Allur bekkurinn lifir sig inn í leikinn. Þeir hoppa upp og niður og Carlos er mjög ástríðufullur þjálfari. Hann er stanslaust á hliðarlínunni að reyna að gefa leikmönnum skilaboð og aukna orku,“ sagði Klinsmann að lokum.
HM 2022 í Katar Mest lesið Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Aron Sig nýr fyrirliði KR Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Warriors íhuga að sækja Durant á nýjan leik Körfubolti Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Íslenski boltinn Brynjar Karl krefst þess að ÍSÍ láti af meintu níði í garð Aþenu Körfubolti „Ekki allir sem þora að taka síðasta skotið“ Sport Fleiri fréttir Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Aron Sig nýr fyrirliði KR Fram lagði Íslandsmeistara Breiðabliks Félix tókst að færa sig frá Lundúnum til Mílanó Heiðdís aftur í Kópavoginn Krísuástand hjá Real fyrir stórleikina Þjálfarar Vals komu ekki af fjöllum varðandi Katie Miðar á heimaleik Íslands á þrjátíu evrur Katie Cousins í Þrótt eftir að Valur taldi hana of dýra FIFA setti íslensk félög í bann án þess að láta vita „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ „Það fór eitthvað leikrit í gang“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Ísfold Marý til liðs við Víking Reykjavíkurmeistarar KR byrja Lengjubikarinn á sigri Markmannskapall FCK: Rúnar Alex þriðji markmaður? Neituðu tilboði Burton í Arnór Ingva Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Sveindís Jane heldur í við toppliðin Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Kossinn „skemmdi einn besta dag lífs míns“ Björn sagður rekinn vegna utanfarar í stórafmæli mömmu Stálust til að vera tólf á vellinum: „Algjört hneyksli“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Ósáttur Haaland eldri skýtur á Arsenal Hæddist að Haaland og nú vita allir hver hann er Skagamenn kaupa Hauk frá Lille Rashford genginn í raðir Villa Rómverjar stöðvuðu sigurgöngu toppliðsins Sjá meira