Færeyska skipaútgerðin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn Kristján Már Unnarsson skrifar 27. nóvember 2022 23:33 Hákon Hjartarson er svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn. Arnar Halldórsson Færeyska skipaútgerðin Smyril Line er komin með átján starfsmenn í Þorlákshöfn. Þar segja menn að lesa megi æðaslátt efnahagslífsins úr flutningunum. Ráðmenn sveitarfélagsins vonast til að það styttist í farþegaferju til Evrópu. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá skip Smyril Line, Akranes, sigla inn í Þorlákshöfn. Þegar við sjáum gröfurnar koma frá borði veltum við því upp hvort hér sé ekki ágætis mælikvarði á gang efnahagsmála. „Jú, jú. Það er hægt að finna svona línu í gegn. Það er hægt að sjá svona hvernig efnahagslífið er að ganga,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn. Skip Smyril Line, Akranes, að leggjast að bryggju í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Fjölda hjólhýsa má sjá í portunum en Hákon áætlar að 200-300 slík komi til landsins á ári. En svo er það líka það sem skaffar gjaldeyrinn á móti en það er einkum fiskur sem fer út með skipum Smyril Line, bæði ferskur fiskur og lax, segir Hákon. Og þessu fylgir mikil vinna. „Þetta eru orðin átján störf, bara hjá Smyril Line. Svo er allt sem er tengt þessu, sem er hellingur líka. Þannig að þetta hefur breytt helling fyrir þorpið.“ Og flestir starfsmenn eru heimamenn, uppaldir í þorpinu, fyrir utan einn strák frá Póllandi, segir svæðsstjóri Smyril Line. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Höfnin þarf einnig fleiri starfsmenn. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, segir að starfsmenn hafnarinnar séu orðnir átta talsins, þar af séu þrír í því að vakta svæðið. Bæjarstjórinn Elliði Vignisson sér Þorlákshöfn verða nýja farþegagátt inn í landið. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Arnar Halldórsson „Okkar vonir og væntingar standa til þess að innan ekki margra ára verði byrjað á farþegasiglingum á svona skipi sem svipar til Norrænu. Það verður í fyrsta skipti í langan tíma sem reyndir verða farþegaflutningar frá Evrópu og hingað á suðvesturhornið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Einnig var fjallað um siglingar Smyril Line til Þorlákshafnar í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Um land allt Ölfus Skipaflutningar Norræna Tengdar fréttir Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá skip Smyril Line, Akranes, sigla inn í Þorlákshöfn. Þegar við sjáum gröfurnar koma frá borði veltum við því upp hvort hér sé ekki ágætis mælikvarði á gang efnahagsmála. „Jú, jú. Það er hægt að finna svona línu í gegn. Það er hægt að sjá svona hvernig efnahagslífið er að ganga,“ segir Hákon Hjartarson, svæðisstjóri Smyril Line í Þorlákshöfn. Skip Smyril Line, Akranes, að leggjast að bryggju í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Fjölda hjólhýsa má sjá í portunum en Hákon áætlar að 200-300 slík komi til landsins á ári. En svo er það líka það sem skaffar gjaldeyrinn á móti en það er einkum fiskur sem fer út með skipum Smyril Line, bæði ferskur fiskur og lax, segir Hákon. Og þessu fylgir mikil vinna. „Þetta eru orðin átján störf, bara hjá Smyril Line. Svo er allt sem er tengt þessu, sem er hellingur líka. Þannig að þetta hefur breytt helling fyrir þorpið.“ Og flestir starfsmenn eru heimamenn, uppaldir í þorpinu, fyrir utan einn strák frá Póllandi, segir svæðsstjóri Smyril Line. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri í Þorlákshöfn.Arnar Halldórsson Höfnin þarf einnig fleiri starfsmenn. Benjamín Ómar Þorvaldsson, settur hafnarstjóri, segir að starfsmenn hafnarinnar séu orðnir átta talsins, þar af séu þrír í því að vakta svæðið. Bæjarstjórinn Elliði Vignisson sér Þorlákshöfn verða nýja farþegagátt inn í landið. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Arnar Halldórsson „Okkar vonir og væntingar standa til þess að innan ekki margra ára verði byrjað á farþegasiglingum á svona skipi sem svipar til Norrænu. Það verður í fyrsta skipti í langan tíma sem reyndir verða farþegaflutningar frá Evrópu og hingað á suðvesturhornið,“ segir Elliði Vignisson, bæjarstjóri Ölfuss. Einnig var fjallað um siglingar Smyril Line til Þorlákshafnar í þættinum Um land allt, sem nálgast má á streymisveitunni Stöð 2+. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Um land allt Ölfus Skipaflutningar Norræna Tengdar fréttir Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18 Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50 Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33 Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41 Mest lesið Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Unga fólkið greinilega að hugsa um sjálfbærnimálin Atvinnulíf Verð enn lægst í Prís Neytendur Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent „Hvernig hefðu amma og afi gert þetta?“ Atvinnulíf Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Fleiri fréttir Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Frá Seðlabankanum í sýndarheima CCP Hagnaður jókst um tæpan helming milli ára Truflanir á greiðsluhirðingu Rapyd Sjá meira
Fjölskyldur úr Selvogi urðu frumbyggjar í Þorlákshöfn Þorlákshöfn er með yngstu bæjum landsins. Þar voru aðeins fjórir íbúar árið 1950 en upphaf þorpsmyndunar er rakið til ársins 1951 þegar flutt var inn í fyrstu hús nýs þéttbýlis. 24. nóvember 2022 18:18
Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúar verði tíu þúsund innan fimmtán ára Bæjarstjóri Ölfuss spáir því að íbúafjöldi sveitarfélagsins geti fimmfaldast á næstu fimmtán árum og Þorlákshöfn orðið tíu þúsund manna bær. Lykillinn er stækkun hafnarinnar en hafnarframkvæmdirnar þar eru þær mestu í landinu um þessar mundir. 21. nóvember 2022 22:50
Þorlákshöfn byggist svo ört að hún segist varla rata orðið um þorpið „Þetta byggist svo ört að maður ratar varla orðið um þorpið,“ segir Katrín Stefánsdóttir sem árið 1965 fór sem ung stúlka úr Hrunamannahreppi til að vinna í Þorlákshöfn. „Skrapp á vertíð og hef eiginlega ekkert farið heim síðan.“ 21. nóvember 2022 15:33
Framkvæmdir við Þorlákshöfn þær stærstu á Íslandi frá Kárahnjúkum Framkvæmdir sem sagðar eru þær stærstu í landinu frá Kárahnjúkum eru hafnar við Þorlákshöfn. Íslenskir fjárfestar reisa þar eina stærstu landeldisstöð heims fyrir lax, þá fyrstu af þremur sem áformaðar eru á svæðinu. 1. nóvember 2022 21:41