Umfjöllun, viðtöl og myndir: FH - Afturelding 38-33 | Heiðruðu Geir með frábærum leik Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 28. nóvember 2022 22:20 Jóhannes Berg Andrason skoraði tíu mörk. vísir/hulda margrét FH vann sinn sjöunda leik í Olís-deild karla í röð þegar liðið lagði Aftureldingu að velli í Kaplakrika í kvöld, 38-33. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Mosfellinga í átta deildarleikjum. FH er í 2. sæti deildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Afturelding er í 3. sætinu með fjórtán stig. FH-ingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Þar fór Ásbjörn Friðriksson mikinn og skoraði átta mörk. Hann endaði með ellefu mörk. Í seinni hálfleik tók Jóhannes Berg Andrason við keflinu en þá skoraði hann átta af tíu mörkum sínum. Phil Döhler varði sautján skot í markinu (38 prósent). Phil Döhler átti góðan leik í marki FH.vísir/hulda margrét Blær Hinriksson skoraði níu mörk fyrir Aftureldingu og Þorsteinn Leó Gunnarsson átta. Jovan Kukobat varði þrettán skot (33 prósent) og Brynjar Vignir Sigurjónsson fimm (31 prósent). Mikið var um dýrðir fyrir leikinn þar sem Geir Hallsteinsson, einn dáðasti sonur FH, var heiðraður fyrir áratuga langt starf fyrir félagið. Leikmenn FH gerðu síðan sitt til að heiðra Geir með stórgóðri frammistöðu. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr ellefu skotum.vísir/hulda margrét FH var alltaf með frumkvæðið en fór ekki almennilega í gang fyrr en Ásbjörn Friðriksson kom inn á. Hann fór á kostum í fyrri hálfleik, skoraði átta mörk úr níu skotum og stýrði sóknarleik heimamanna af stakri snilld. FH skoraði meðal annars úr ellefu sóknum í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Blær Hinriksson minnkaði muninn í 8-7 en FH svaraði með þremur mörkum í röð. Heimamenn héldu áfram að hamra járnið og náðu mest sjö marka forskoti, 19-12. Afturelding skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum því, 19-13. Ásbjörn Friðriksson hefur lítið getað beitt sér að undanförnu vegna meiðsla en sýndi snilli sína í kvöld.vísir/hulda margrét Til að gera langa sögu mjög stutta reyndist þetta bil of breitt fyrir Mosfellinga að brúa. Sóknin var mun betri í seinni hálfleik og Blær og Þorsteinn Leó röðuðu inn mörkum en vörnin fylgdi aldrei með. Ásbjörn var aðeins rólegri en í fyrri hálfleik en ekki tók betra við fyrir Aftureldingu því mikill hamur rann á Jóhannes Berg sem lék sinn besta leik í treyju FH í kvöld. Læti!vísir/hulda margrét Afturelding minnkaði muninn í fjögur mörk, 26-22, en FH tók þá aftur við sér, skoraði fimm mörk gegn tveimur og náði aftur heljartaki á leiknum. Síðustu tíu mínútur leiksins var ekki spurning hvorum megin sigurinn myndi enda heldur einungis hversu stór hann yrði. Og á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 38-33. Sigursteinn: Fáum vonandi fleiri svona leiki Sigursteinn Arndal ræðir við sína menn.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var kátur eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Fyrir leikinn var mikil athöfn þegar Geir Hallsteinsson var heiðraður fyrir áratuga framlag til FH og leikmenn liðsins heiðruðu hann líka á sinn hátt, með frábærum leik og góðum sigri. „Það var ætlunin því ef einhver á þetta skilið er það meistari Geir,“ sagði Sigursteinn. Honum fannst FH-ingar koma til leiks af miklum krafti og gefa tóninn strax í upphafi. „Ég var ánægður með kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Við áttum góða kafla í vörninni sem bjuggu til tækifæri til að keyra vel á þá. Svo gekk sóknarleikurinn mjög vel og það var mjög ánægjulegt,“ sagði Sigursteinn. Í fyrri hálfleik bar mest á Ásbirni Friðrikssyni en í þeim seinni fór Jóhannes Berg Andrason mikinn og skoraði þá átta af tíu mörkum sínum. „Hann var frábær en hefur átt marga mjög góða leiki. Hann er ungur, gerir sín mistök en hann þarf bara að halda áfram að vinna vel á hverjum eins og hann er vanur að gera og þá fáum við vonandi fleiri svona leiki,“ sagði Sigursteinn. FH hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð og er fjórum stigum frá toppliði Vals. Aðspurður um markmið FH-inga tók Sigursteinn út úr klisjubankanum. „Við horfum bara á næsta leik. Er það ekki ömurleg lumma? Við erum bara í því að reyna að bæta okkur viku frá viku og markmiðið er að gera það áfram. En við viljum að sjálfsögðu enda sem efst í deildinni. Það gefur auga leið,“ sagði Sigursteinn að lokum. Gunnar: Vorum ekki andlega tilbúnir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ósáttur með hvernig sínir menn mættu til leiks gegn FH í kvöld. Eftir átta leiki án taps í deild og bikar lutu Mosfellingar loks í gras í Kaplakrika í kvöld. „Þetta var okkar slakasti leikur í langan tíma. Það er langt síðan við töpuðum síðast. Stöðugleikinn hefur verið okkar styrkur og varnarleikurinn er stór þáttur hjá okkur. Við höfum verið með stöðuga og góða vörn og fengið á okkur hvað fæst mörk,“ sagði Gunnar. „Ég er bara svekktur hvernig við komum inn í leikinn andlega. Við náðum engum takti fyrsta korterið, vorum hræddir og það voru vonbrigði að við skildum ekki vera klárir andlega. Byrjunin var dýr. Vonbrigðin eru að koma svona inn í leikinn eftir viku undirbúning. Við vorum ekki andlega tilbúnir og ég sem þjálfari er svekktur yfir því að hafa ekki tekist að undirbúa þetta betur.“ Vörn Aftureldingar var óvenju slök í kvöld enda fékk liðið á sig 38 mörk. Gunnari fannst vantar upp á hugarfarið hjá sínum mönnum í vörninni. „Í raun og veru klikkaði allt. Ási [Ásbjörn Friðriksson] var frábær og stígur upp í svona leikjum og ekki í fyrsta sinn. Okkur tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Þetta snerist ekki endilega um taktík, heldur meira um klókindi, orkustig og framkvæma hlutina betur,“ sagði Gunnar. „Við náðum ágætis kafla í seinni hálfleik en þá steig Jóhannes Berg [Andrason] upp og kláraði þetta. Við vorum lélegir en ég ætla að hrósa FH-ingunum. Þeir voru frábærir, voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Þeir spiluðu örugglega sinn besta leik en við kannski okkar slakasta.“ Olís-deild karla FH Afturelding
FH vann sinn sjöunda leik í Olís-deild karla í röð þegar liðið lagði Aftureldingu að velli í Kaplakrika í kvöld, 38-33. Þetta var aftur á móti fyrsta tap Mosfellinga í átta deildarleikjum. FH er í 2. sæti deildarinnar með sextán stig, fjórum stigum á eftir toppliði Vals. Afturelding er í 3. sætinu með fjórtán stig. FH-ingar lögðu grunninn að sigrinum með frábærum fyrri hálfleik. Þar fór Ásbjörn Friðriksson mikinn og skoraði átta mörk. Hann endaði með ellefu mörk. Í seinni hálfleik tók Jóhannes Berg Andrason við keflinu en þá skoraði hann átta af tíu mörkum sínum. Phil Döhler varði sautján skot í markinu (38 prósent). Phil Döhler átti góðan leik í marki FH.vísir/hulda margrét Blær Hinriksson skoraði níu mörk fyrir Aftureldingu og Þorsteinn Leó Gunnarsson átta. Jovan Kukobat varði þrettán skot (33 prósent) og Brynjar Vignir Sigurjónsson fimm (31 prósent). Mikið var um dýrðir fyrir leikinn þar sem Geir Hallsteinsson, einn dáðasti sonur FH, var heiðraður fyrir áratuga langt starf fyrir félagið. Leikmenn FH gerðu síðan sitt til að heiðra Geir með stórgóðri frammistöðu. Þorsteinn Leó Gunnarsson skoraði átta mörk úr ellefu skotum.vísir/hulda margrét FH var alltaf með frumkvæðið en fór ekki almennilega í gang fyrr en Ásbjörn Friðriksson kom inn á. Hann fór á kostum í fyrri hálfleik, skoraði átta mörk úr níu skotum og stýrði sóknarleik heimamanna af stakri snilld. FH skoraði meðal annars úr ellefu sóknum í röð seinni hluta fyrri hálfleiks. Blær Hinriksson minnkaði muninn í 8-7 en FH svaraði með þremur mörkum í röð. Heimamenn héldu áfram að hamra járnið og náðu mest sjö marka forskoti, 19-12. Afturelding skoraði síðasta mark fyrri hálfleiks og staðan að honum loknum því, 19-13. Ásbjörn Friðriksson hefur lítið getað beitt sér að undanförnu vegna meiðsla en sýndi snilli sína í kvöld.vísir/hulda margrét Til að gera langa sögu mjög stutta reyndist þetta bil of breitt fyrir Mosfellinga að brúa. Sóknin var mun betri í seinni hálfleik og Blær og Þorsteinn Leó röðuðu inn mörkum en vörnin fylgdi aldrei með. Ásbjörn var aðeins rólegri en í fyrri hálfleik en ekki tók betra við fyrir Aftureldingu því mikill hamur rann á Jóhannes Berg sem lék sinn besta leik í treyju FH í kvöld. Læti!vísir/hulda margrét Afturelding minnkaði muninn í fjögur mörk, 26-22, en FH tók þá aftur við sér, skoraði fimm mörk gegn tveimur og náði aftur heljartaki á leiknum. Síðustu tíu mínútur leiksins var ekki spurning hvorum megin sigurinn myndi enda heldur einungis hversu stór hann yrði. Og á endanum munaði fimm mörkum á liðunum, 38-33. Sigursteinn: Fáum vonandi fleiri svona leiki Sigursteinn Arndal ræðir við sína menn.vísir/hulda margrét Sigursteinn Arndal, þjálfari FH, var kátur eftir sigurinn á Aftureldingu í kvöld. Fyrir leikinn var mikil athöfn þegar Geir Hallsteinsson var heiðraður fyrir áratuga framlag til FH og leikmenn liðsins heiðruðu hann líka á sinn hátt, með frábærum leik og góðum sigri. „Það var ætlunin því ef einhver á þetta skilið er það meistari Geir,“ sagði Sigursteinn. Honum fannst FH-ingar koma til leiks af miklum krafti og gefa tóninn strax í upphafi. „Ég var ánægður með kraftinn sem við komum með inn í leikinn. Við áttum góða kafla í vörninni sem bjuggu til tækifæri til að keyra vel á þá. Svo gekk sóknarleikurinn mjög vel og það var mjög ánægjulegt,“ sagði Sigursteinn. Í fyrri hálfleik bar mest á Ásbirni Friðrikssyni en í þeim seinni fór Jóhannes Berg Andrason mikinn og skoraði þá átta af tíu mörkum sínum. „Hann var frábær en hefur átt marga mjög góða leiki. Hann er ungur, gerir sín mistök en hann þarf bara að halda áfram að vinna vel á hverjum eins og hann er vanur að gera og þá fáum við vonandi fleiri svona leiki,“ sagði Sigursteinn. FH hefur nú unnið sjö deildarleiki í röð og er fjórum stigum frá toppliði Vals. Aðspurður um markmið FH-inga tók Sigursteinn út úr klisjubankanum. „Við horfum bara á næsta leik. Er það ekki ömurleg lumma? Við erum bara í því að reyna að bæta okkur viku frá viku og markmiðið er að gera það áfram. En við viljum að sjálfsögðu enda sem efst í deildinni. Það gefur auga leið,“ sagði Sigursteinn að lokum. Gunnar: Vorum ekki andlega tilbúnir Gunnar Magnússon, þjálfari Aftureldingar, var ósáttur með hvernig sínir menn mættu til leiks gegn FH í kvöld. Eftir átta leiki án taps í deild og bikar lutu Mosfellingar loks í gras í Kaplakrika í kvöld. „Þetta var okkar slakasti leikur í langan tíma. Það er langt síðan við töpuðum síðast. Stöðugleikinn hefur verið okkar styrkur og varnarleikurinn er stór þáttur hjá okkur. Við höfum verið með stöðuga og góða vörn og fengið á okkur hvað fæst mörk,“ sagði Gunnar. „Ég er bara svekktur hvernig við komum inn í leikinn andlega. Við náðum engum takti fyrsta korterið, vorum hræddir og það voru vonbrigði að við skildum ekki vera klárir andlega. Byrjunin var dýr. Vonbrigðin eru að koma svona inn í leikinn eftir viku undirbúning. Við vorum ekki andlega tilbúnir og ég sem þjálfari er svekktur yfir því að hafa ekki tekist að undirbúa þetta betur.“ Vörn Aftureldingar var óvenju slök í kvöld enda fékk liðið á sig 38 mörk. Gunnari fannst vantar upp á hugarfarið hjá sínum mönnum í vörninni. „Í raun og veru klikkaði allt. Ási [Ásbjörn Friðriksson] var frábær og stígur upp í svona leikjum og ekki í fyrsta sinn. Okkur tókst ekki að framkvæma það sem við ætluðum að gera. Þetta snerist ekki endilega um taktík, heldur meira um klókindi, orkustig og framkvæma hlutina betur,“ sagði Gunnar. „Við náðum ágætis kafla í seinni hálfleik en þá steig Jóhannes Berg [Andrason] upp og kláraði þetta. Við vorum lélegir en ég ætla að hrósa FH-ingunum. Þeir voru frábærir, voru betri en við á öllum sviðum og áttu þetta skilið. Þeir spiluðu örugglega sinn besta leik en við kannski okkar slakasta.“
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti
Umfjöllun: Egyptaland - Ísland 24-27 | Annar frábær sigur og átta liða úrslit í sjónmáli Handbolti