Þetta kemur fram í tilkynningu frá fyrirtækinu. Mjólkursúkkulaðidropar hafa fundist í pakkningu af vegan smákökudeigi frá IKEA sem framleitt var þann 8. nóvember og hefur best fyrir dagsetninguna 8. febrúar.
Þeir sem keyptu deigið með þennan framleiðsludag geta farið með það í IKEA og fengið endurgreitt.