Innlent

Gæslu­varð­hald fjögurra fram­lengt og einum sleppt

Árni Sæberg skrifar
Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.
Grímur Grímsson er yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Vísir/Vilhelm

Gæsluvarðhald yfir fjórum, sem taldir eru tengjast árásinni á Bankastræti club fyrir tíu dögum, var framlengt í dag. Einum var sleppt úr haldi og nú sitja alls fimm í gæsluvarðhaldi í tengslum við árásina.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, í samtali við fréttastofu.

Í samtali við Fréttablaðið segir Margeir Sveinsson aðstoðaryfirlögregluþjónn að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sé að átta sig betur á því hvað leiddi til þess að hópur manna réðst inn á Bankastræti club og stakk þrjá menn ítrekað.

Í samtali við Vísi í dag sagði Margeir lögreglu telja sig hafa komið í veg fyrir frekari átök milli hópa tengdum árásinni um helgina. Þrír voru handteknir grunaðir um að hafa reynt að framfylgja hótunum sem gengið hafa á milli hópa tengdum árásinni, að því er segir í frétt Fréttablaðsins.


Tengdar fréttir

Vikið úr starfi fyrir að dreifa mynd­skeiðum frá Banka­stræti Club

Starfsmanni lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu hefur verið vikið úr starfi fyrir að hafa staðið að dreifingu á myndskeiði af hnífstunguárásinni á Bankastræti Club fyrr í mánuðinum. Talið er að starfsmaðurinn hafi ekki ætlað að myndböndin færu til fjölmiðla. 

Aukinn við­búnaður í mið­bænum næstu daga

Lítið var um að vera í miðborg Reykjavíkur í gærkvöld og í nótt þrátt fyrir áhyggjur lögreglu um átök milli hópa. Lögregla var með aukinn viðbúnað í miðbænum vegna deilna sem hófust með stunguárás í Bankastræti Club fyrir rúmri viku síðan.

Sá yngsti í haldi sautján ára og sá elsti fjörutíu ára

Rannsókn lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu á stunguárásinni á Bankastræti club miðar vel og hefur verið í algjörum forgangi hjá embættinu frá því að málið kom upp. Tíu eru í haldi og er sá yngsti 17 ára og sá elsti 40 ára. Lögreglan rannsakar hvernig myndefni af árásinni rataði í fjölmiðla og hvort starfsmaður embættisins hafi átt hlut að máli.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×