Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR segir að hann muni mæta á fundinn, en hann sleit viðræðum við SA á síðasta fundi. Hann segir í samtali við Morgunblaðið að Ríkissáttasemjari hafi viljað boða VR á fundinn þrátt fyrir slit, og hafi hann orðið við því.
Aðrir hópar funduðu í gær, þar á meðal Efling og samflot iðn- og tæknifólks og er haft eftir Kristjáni Þórði Snæbjarnarsyni, formanni Rafiðnaðarsambandsins í sama blaði að lítið hafi þokast.