Sammála en rifust samt um Þorstein Gauta: „Þú breytir ekkert minni skoðun“ Sindri Sverrisson skrifar 29. nóvember 2022 12:00 Þorsteinn Gauti Hjálmarsson hefur glímt við meiðsli í framhandlegg og ekki getað beitt sér í síðustu þremur leikjum Fram, sem allir hafa tapast. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Fram var án Þorsteins Gauta Hjálmarssonar þegar liðið tapaði gegn Stjörnunni í Olís-deildinni í handbolta á sunnudag. Þorsteinn hefur ekki getað beitt sér í sókn Fram í síðustu þremur leikjum sem allir hafa tapast. Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira
Arnar Daði Arnarsson og Theodór Ingi Pálmason virtust hjartanlega sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram, liðið sem kom svo skemmtilega á óvart með frábærri frammistöðu framan af leiktíð en hefur nú tapað þremur heimaleikjum í röð. Arnar Daði sýndi skilti með tölfræði Þorsteins Gauta sem er að jafna sig vegna tognunar í framhandleggsvöðva. Þorsteinn Gauti var markahæstur eða næstmarkahæstur í átta af níu leikjum Fram áður en hann meiddist.Seinni bylgjan „Þarna vantar meira að segja að í átta af þessum níu elstu leikjum þá var hann alltaf næstmarkahæstur eða markahæstur. Fyrir mér er þetta þarna svart á hvítu. Þeir sakna hans,“ sagði Arnar Daði. Theodór Ingi tók undir það en benti á að Fram virtist samt enn geta skorað jafnmörg mörk og áður: „Þegar ég fór að skoða þetta þá kom það mér á óvart að þetta bitnar ekki á skoruðum mörkum hjá Fram. Framarar eru að skora í kringum 30 mörk í þessum leikjum sem þeir hafa tapað, eins og fyrr á tímabilinu. Þeir ná að leysa þetta þannig að mörkin eru að koma. En þetta eru allt jafnir leikir og þá er vont að vera ekki með leikmann eins og Þorstein Gauta sem er frábær á þessum mómentum í lok leikja. En ekki síst held ég að hans hlutverk varnarlega sé vanmetið. Þeir sakna hans mikið varnarlega,“ sagði Theodór en umræðuna má sjá hér að neðan. Klippa: Seinni bylgjan - Umræða um Þorstein Gauta Arnar Daði var hins vegar ekki sáttur við að Theodór drægi úr mikilvægi Þorsteins Gauta í sóknarleik Fram, með því að benda á fjölda skoraðra marka hjá liðinu: „Auðvitað er mikið betra fyrir þá að hafa Þorstein Gauta með sóknarlega. Hann skorar mikið af mörkum og tekur mikið til sín. Auðvitað er þetta afturför í leik Fram. Það væri mikið þægilegra fyrir Einar [Jónsson, þjálfara Fram] að vera með Þorstein Gauta,“ sagði Arnar Daði. „En kom það þér samt ekki á óvart að Fram skori jafnmörg mörk [án Þorsteins Gauta]?“ spurði Theodór. „Nei. En það sem kemur mér ekki á óvart er að þeir séu að tapa þegar Þorsteinn Gauti er ekki að spila sókn,“ svaraði Arnar Daði. „Leyfðu mér að tala maður“ Félagarnir virtust því einhvern veginn að mestu sammála um mikilvægi Þorsteins Gauta fyrir Fram en tókst samt að rífast eins og gömul hjón um málið. „Leyfðu mér að tala maður. Sjitt,“ sagði Arnar Daði á einum tímapunkti og bætti við: „Þú breytir ekkert minni skoðun. Hafðu það alveg á hreinu.“ „Nei, ég er löngu búinn að átta mig á því,“ svaraði Theodór en umræðuna alla má sjá hér að ofan. Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Olísdeildir karla og kvenna í handbolta og er á dagskrá öll mánudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Olísdeildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Seinni bylgjan Handbolti Olís-deild karla Fram Mest lesið Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Handbolti Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Handbolti Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Handbolti Onana með skelfileg mistök þegar United tapaði enn og aftur fyrir Brighton Enski boltinn Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ Handbolti Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Handbolti Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Handbolti Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ Handbolti „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Handbolti Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans Handbolti Fleiri fréttir „Þetta verður geggjaður leikur“ Segir Ísland verða að vinna Slóveníu Tómt hús hjá lærisveinum Arons Sjöunda tap ÍBV í röð Engar Adidas-treyjur til sölu á HM Stjörnukonur komnar í gang Rúmin á hótelinu valda bakvandamálum: „Nokkrir helvíti stífir“ Orðinn þreyttur á lélegum liðum á HM: „Þetta er algjört bíó“ Myndasyrpa: Hart barist á æfingu í Zagreb „Svo sér maður þessi skot og það fer bara fiðringur um mann“ Óli Stef botnar ekkert í félagaskiptum Viggós: „Galin skipti“ HM í dag: Næturvakt, kúkur á bíl og ömurlegur bílstjóri Frá Barcelona til liðs í dönsku B-deildinni Myndaveisla: Gleðin við völd innan vallar sem utan Skýrsla Henrys: Kúbverjarnir reyktir í Zagreb Danir með fullt hús stiga og 55 mörk í plús „Ég eiginlega barði þetta í gegn“ Einkunnir Strákanna okkar á móti Kúbu: Aron gaf tóninn með glans „Ekki minn stíll að vera í feluleik með Aron“ „Ætluðum bara að vinna eins stórt og við gátum“ Tölfræðin á móti Kúbu: Aron kveikti á seinni bylgjunni Umfjöllun: Ísland - Kúba 40-19 | Allt klappað og klárt fyrir úrslitaleik „Við vorum komnar með blóðbragð í munninn“ Slóvenar taka forystuna í riðlinum okkar Aron Pálmarsson í hóp í kvöld Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26 | Einn stærsti sigur íslensks kvennafélagsliðs „Væri fínt fyrir mig sem þjálfara“ Logið upp á Einar Örn í dönskum miðlum Óli Stef ósáttur við Guðmund: „Ekki fengið neina kennslu, þroska og pepp“ „Auðvitað vil ég alltaf spila“ Sjá meira