Að meðaltali sjö tilkynningar á dag um heimilisofbeldi eða ágreining Fanndís Birna Logadóttir skrifar 29. nóvember 2022 10:14 Tilkynningar um heimilisofbeldi eða ágreining milli tengdra eða skyldra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins voru 1.787 talsins. Vísir/Vilhelm Tæplega átján hundruð tilkynningar bárust lögreglunni á landsvísu um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra eða tengdra aðila á fyrstu níu mánuðum ársins. Jafngildir það að meðaltali tæplega sjö tilkynningum á dag og hafa þær aldrei verið fleiri ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára. Á sama tíma hefur tilkynningum um ofbeldi foreldris í garð barns fjölgað. Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi en um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Flest tilvik heimilisofbeldis voru af hálfu maka eða fyrrverandi maka eða 64 prósent mála, en þeim málum fækkar þó eilítið hlutfallslega, þó heildarfjöldi tilkynninga hafi vissulega aukist milli ára, og eru mál þar sem fjölskyldutengsl eru til staðar nú 30 prósent heimilisofbeldismála. Heimilisofbeldismál frá janúar til september 2022.Ríkislögreglustjóri Í 78 prósent tilvika var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar um var að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka voru 80 prósent árásaraðila karlar og 78 prósent brotaþola konur. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þar sem grunur var um brot á borð við líkamsárásir hótanir eða eignaspjöll voru tilkynningar 833 talsins, 2,5 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2021 og fjögur prósent árið 2020. Tilkynningar um ágreining voru 956 talsins, 25 prósent fleiri en yfir sama tíma í fyrra. Þá hafa mál er varða ofbeldi foreldris í garð barns einnig fjölgað en þau mál voru að meðaltali sex til sjö á mánuði árin 2016 til 2020 en þeim fjölgaði aðeins í fyrra og voru loks að meðaltali ellefu á mánuði í ár. Þrjátíu prósent brotaþola í heimilisofbeldismálum vegna fjölskyldutengsla voru undir átján ára aldri og tólf prósent árásaraðila voru undir átján ára. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni um skýrsluna er fjöldi nálgunarbanna þó ekki í takt við fjölgun mála en beiðnir um nálgunarbann voru 91 í ár. Vísað er til fyrstu úttektar á eftirfylgni Íslands á Istanbúlsamningum, samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, þar sem vísað er til mikilvægi nálgunarbanns og brottvísana til að vernda brotaþola heimilisofbeldis. Í sömu úttekt er bent á nauðsyn þess að setja upp kerfi ti l að yfirfara manndrápsmál á heimilum til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni. Um 37 prósent manndrápsmála á tímabilinu 1999 til 2020 eru heimilisofbeldismál og í rúmlega tuttugu prósent tilvika var um að ræða maka eða fyrrverandi maka. Heimilisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13. september 2022 14:27 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17. maí 2022 10:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Þetta kemur fram í nýrri skýrslu ríkislögreglustjóra um heimilisofbeldi en um er að ræða tæplega tólf prósent aukningu samanborið við síðustu þrjú ár þar á undan. Flest tilvik heimilisofbeldis voru af hálfu maka eða fyrrverandi maka eða 64 prósent mála, en þeim málum fækkar þó eilítið hlutfallslega, þó heildarfjöldi tilkynninga hafi vissulega aukist milli ára, og eru mál þar sem fjölskyldutengsl eru til staðar nú 30 prósent heimilisofbeldismála. Heimilisofbeldismál frá janúar til september 2022.Ríkislögreglustjóri Í 78 prósent tilvika var árásaraðili karl og í 67 prósent tilvika var brotaþoli kona. Þegar um var að ræða ofbeldi milli maka eða fyrrum maka voru 80 prósent árásaraðila karlar og 78 prósent brotaþola konur. Þegar eingöngu er litið til heimilisofbeldismála, þar sem grunur var um brot á borð við líkamsárásir hótanir eða eignaspjöll voru tilkynningar 833 talsins, 2,5 prósent fleiri en á sama tímabili árið 2021 og fjögur prósent árið 2020. Tilkynningar um ágreining voru 956 talsins, 25 prósent fleiri en yfir sama tíma í fyrra. Þá hafa mál er varða ofbeldi foreldris í garð barns einnig fjölgað en þau mál voru að meðaltali sex til sjö á mánuði árin 2016 til 2020 en þeim fjölgaði aðeins í fyrra og voru loks að meðaltali ellefu á mánuði í ár. Þrjátíu prósent brotaþola í heimilisofbeldismálum vegna fjölskyldutengsla voru undir átján ára aldri og tólf prósent árásaraðila voru undir átján ára. Að því er kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni um skýrsluna er fjöldi nálgunarbanna þó ekki í takt við fjölgun mála en beiðnir um nálgunarbann voru 91 í ár. Vísað er til fyrstu úttektar á eftirfylgni Íslands á Istanbúlsamningum, samningi Evrópuráðsins um forvarnir og baráttu gegn ofbeldi á konum og heimilisofbeldi, þar sem vísað er til mikilvægi nálgunarbanns og brottvísana til að vernda brotaþola heimilisofbeldis. Í sömu úttekt er bent á nauðsyn þess að setja upp kerfi ti l að yfirfara manndrápsmál á heimilum til að koma í veg fyrir þau í framtíðinni. Um 37 prósent manndrápsmála á tímabilinu 1999 til 2020 eru heimilisofbeldismál og í rúmlega tuttugu prósent tilvika var um að ræða maka eða fyrrverandi maka.
Heimilisofbeldi Lögreglumál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13. september 2022 14:27 Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45 Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17. maí 2022 10:03 Mest lesið Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Innlent Allir starfsmenn jafnréttisaðgerða sendir í leyfi fyrir lok dags Erlent Yfirmaður strandgæslunnar látinn fjúka Erlent Kæra ákvörðun Trumps: „Hann getur ekki breytt stjórnarskránni með einu pennastriki“ Erlent Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Innlent Fjárfesta í gervigreind fyrir 70 billjónir Erlent Heitar umræður um lokun flugbrautar Innlent „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Innlent Íhugar að leggja viðbótartoll á allar vörur frá Kína Erlent Fleiri fréttir Hafa lagt fram stjórnsýslukæru vegna grænu vöruskemmunnar Einn af hverjum 264 sem tóku ADHD lyf fór í fyrsta geðrofið innan árs Agaleysi í skólum og geðrof tengt ADHD lyfjum Býður upp á nýtt loforð fyrir Flokk fólksins til að svíkja Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ „Gímaldið“ á borði úrskurðarnefndar umhverfis- og auðlindamála Heitar umræður um lokun flugbrautar Eldur kviknaði í pappagámi í Skeifunni Prammi á ferðinni á Ölfusá vegna nýrrar brúar Sýklalyfjaónæmi raunveruleg ógn Kristrún væntir áframhaldandi náinna samskipta við Bandaríkin 155 milljónir til sviðslistaverkefna Dagur kveður eftir 23 ár í borginni Rýnt í fyrsta dag Trumps í embætti og deilt um Reykjavíkurflugvöll Sjúkraflug mikilvægara en „að rífast um einhver tré“ Einhver heimili enn keyrð á varaafli Hefur ekki fengið verkefni í mánuð Sjá auknar líkur á eldgosi í kortunum Öllum rýmingum aflétt Sagði skilaboð þar sem hann sagðist fullur eftirsjár fölsuð Þúsund skref aukalega skila 15 prósent lægri dánartíðni Undirbúa móttöku þeirra sem verða sendir frá Bandaríkjunum Ætla að breytast í stjórnmálaflokk á fyrsta landsfundinum í sex ár Rýmingum aflétt í Neskaupstað en ekki Seyðisfirði Ákærður fyrir tilraun til manndráps á Vopnafirði Búast við afléttingu fyrir austan í hádeginu Kaldasta árið á landinu í rúman aldarfjórðung Kallar eftir þjóðarátaki: Skólastjóri segir agaleysi innan skólanna óboðlegt Maðurinn sem ók á Ibrahim: „Skelfilegt að enda ferilinn svona“ Bein útsending: Veður og veitur – áskoranir fráveitna vegna loftslagsbreytinga Sjá meira
Fjöldi kvenna í Kvennaathvarfinu þegar orðinn meiri en í fyrra Fleiri konur og börn hafa dvalið í Kvennaathvarfinu það sem af er ári en gerðu allt árið í fyrra. Aðsókn í viðtalsþjónustu athvarfsins hefur þá margfaldast frá árinu 2021. 13. september 2022 14:27
Heimilisofbeldismál aldrei fleiri hér á landi Fjöldi tilvika tilkynninga til lögreglunnar um heimilisofbeldi og ágreining milli skyldra/tengdra aðila og á fyrstu sex mánuðum ársins 2022 hefur aldrei verið meiri, ef litið er til sama tímabils síðustu sjö ára á undan. Beiðnir um nálgunarbann hafa ekki verið færri síðan 2014. 12. september 2022 14:45
Sautján prósent aukning í tilkynningum um nauðganir Fleiri tilkynningar um nauðganir annars vegar, og heimilisofbeldis og ágreiningsmál hins vegar, bárust Embætti ríkislögreglustjóra á fyrstu þremur mánuðum þessa árs en á sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu sem embættið hefur birt um heimilisofbeldi og kynferðisbrot. 17. maí 2022 10:03
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“
Tjáði sig um ofbeldi sonarins fyrir andlátið: „Ætla aldrei að leyfa honum að koma nálægt mér aftur“ Innlent