Pete og Emily hafa verið að spjalla saman í nokkra mánuði. Fjölmiðlar vestanhafs hafa heimildir fyrir því að stjörnurnar séu meira en bara vinir. Fyrr í mánuðinum sáust þau svo í faðmlögum á götum New York.
Sjá einnig: Pete Davidson og Emily Ratajkowski eru að hittast
Stjörnurnar á fremsta bekk
Nú um helgina mættu Pete og Emily saman á körfuboltaleik. Þau sátu saman á fremsta bekk og af myndum af dæma virtust þau varla geta tekið augun af hvort öðru.
Við hlið þeirra sat leikarinn Ben Stiller ásamt eiginkonu sinni Christine Taylor. Hinum megin við þau sat tónlistarkonan Jordin Sparks ásamt eiginmanni sínum, Dana Isaiah.

Urðu bæði einhleyp á árinu
Pete hefur átt þó nokkrar þekktar kærustur í gegnum tíðina, má þar nefna Ariönu Grande, Kaiu Gerber, Pheobe Dynevor og Kate Beckinsale. Þá fylgdist heimsbyggðin grannt með sambandi hans við raunveruleikastjörnuna Kim Kardashian en þau hættu saman í ágúst á þessu ári.
Emily skildi við eiginmann sinn Sebastian Bear-McClard fyrr á árinu, eftir að hann var henni ótrúr. Þau höfðu verið saman frá árinu 2018 og eiga saman einn dreng. Síðan þá hefur hún sést á stefnumótum, meðal annars með Brad Pitt.