Ákærður fyrir tilraun til manndráps og hrottafengna nauðgun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. nóvember 2022 21:01 Málið verður tekið fyrir í Héraðsdómi Reykjavíkur. Vísir/Vilhelm Karlmaður hefur verið ákærður fyrir tilraun til manndráps, nauðgun og stórfelld brot í nánu sambandi. Lýsingar í ákærunni gefa til kynna að atlaga mannsins að konunni hafi verið hrottafengin. Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
Manninum er gefið að sök að hafa aðfaranótt 1. ágúst síðastliðinn ráðist að konu. Er hann sakaður um að hafa brotið rúðu í bíl, slegið konuna ítrekað í andlit, höfuð og líkama. Því næst er hann sakaður um að hafa dregið hana út úr bílnum, hrint konunni í malbikið, tekið hana ítrekað hálstaki og kverkataki, rifið í hár hennar, haldið hnífi að hálsi hennar og þvingað hana til að liggja ofan á glerbrotum. Á meðan á þessu stóð er hann sakaður um að hafa hótað henni lífláti og líkamsmeiðingum. Meðal annars með því að hóta því að að klippa eða skera af henni snípinn, skera hana á háls og klippa af henni hárið. Er hann einnig sakaður um að hafa, á meðan á framangreindu stóð, að hafa neytt konuna til munnmaka, samræðis og endaþarmsmaka. Segir í ákærunni að konan hafi ítrekað reynt með orðum og athöfnum að fá manninn til að láta af háttseminni. Löng upptalning af áverkum Í ákærunni má finna langa upptalningu af þeim áverkum sem konan hlaut. Má þar nefna eymsli á enni og hægra megin á hvirfli, bólgu og eymsli yfir nefbeinum, bólgu og mar á augnloki og kringum hægra auga, skrámu á vinstra augnsvæði, bólgu og sár á neðri vör hægra megin, eymsli við kjálka beggja vegna, bólgu og mar framanvert og hliðlægt yfir barka, eymsli yfir barkakýli og á hálsi beggja vegna, brot á málbeini vinstra megin, skrámu ofan hægra viðbeins og aftan við vinstra eyra, svo dæmi séu tekin. Alls krefst konan fjögurra milljóna króna í skaðabætur vegna málsins. Einnig ákærður fyrir aðra líkamsárás Maðurinn er einnig ákærður fyrir sérstaklega hættulega líkamsárás gagnvart annarri konu sama dag. Er hann sakaður um að hafa ráðist að henni er þau voru saman í bíl. Er hann ákærður fyrir að hafa slegið hana ítrekuðum hnefahöggum í andlitið, eitt skipti í andlitið með olnboga, rífa í hár hennar, sparka í andlit hennar, taka hana hálstaki og þrengja að öndunarvegi hennar. Þá er hann sakaður um að hafa dregið hana úr bílnum. Allt hafði þetta þær afleiðingar að konan hlaut laut mar yfir augnloki og kinnbeini vinstra megin, brot í gólfi augntóftar og húðblæðingu á hægra eyra, neðri kjálka, hálsi, báðum öxlum, báðum handleggjum, brjóstkassa og ganglimum. Konan krefst 2,5 milljóna króna í skaðabætur vegna málsins.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Heimilisofbeldi Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Innlent Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Innlent Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Innlent Íhugar að bjóða fram fælingarmátt kjarnorkuvopnabúrsins Erlent Fleiri fréttir Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Forseti Hæstaréttar: „Mér er alveg sama þótt þetta séu tillögur frá einhverjum hópi“ „Þetta er reiðarslag fyrir okkar litla samfélag“ Bílarnir dregnir upp úr sjónum Fimm þúsund starfsmenn borgarinnar fengu of mikið greitt „Ríkismiðillinn eins og púkinn á fjósbitanum“ Tillaga um að leggja af áminningarskyldu sé vanvirðing í garð starfsfólks Grátandi foreldrar einhverfra ungmenna án úrræða Tillagan greinilega frá „hagsmunahópum í atvinnulífinu“ Nafn mannsins sem lést í vinnuslysi í Vík Hagræðingartillögur gagnrýndar og VÆB vinsælastir á öskudaginn Skipverji brotnaði og móttöku frestað Skila sex hundruð milljónum Umtalað kynferðisbrotamál fer á efsta dómstigi Berghildur og Kolbeinn Tumi tilnefnd til Blaðamannaverðlauna Heiða Björg með 3,8 milljónir í laun á mánuði Bein útsending: Fundur um stöðu og þróun vindorku á Íslandi Spyr hvort þetta sé raunveruleg hagræðing eða tilfærsla á útgjöldum Vísir á landsfundi: Þúsund handabönd og þunnir stuðningsmenn Líkamsárásir, skemmdarverk og klifurslys Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“