„Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 30. nóvember 2022 16:31 Kelsey Plum varð heimsmeistari með bandaríska landsliðinu á dögunum aðeins nokkrum vikum eftir að hún varð WNBA-meistari. Getty/Mark Metcalfe Það er gríðarlega mikill munur á því að hvað leikmenn í NBA-deildinni og leikmenn í WNBA-deildinni eru að fá borgað í laun fyrir vinnu sína. Einn af bestu leikmönnum WNBA-deildarinnar á síðasta tímabili hefur lagt inn sín sjónarmið í umræðuna. Skiljanlega þykir körfuknattleikskonum í WNBA-deildinni á sér brotið þegar þær horfa upp á risalaun kollega þeirra í karladeildinni á sama tíma og þær eru aðeins að fá brotabrot af þeim. Munurinn er gríðarlegur og í raun algjörlega út í hött þótt að vinsældir NBA séu auðvitað miklu miklu meiri. Stephen Curry, ein stærsta stjarnan í NBA-deildinni, fær 48 milljónir dollara fyrir þetta tímabil. Hann er að fá 216 sinnum meira heldur en meðallaun leikmanns í kvennadeildinni. Ef við deilum launum Curry niður á leiki þá er hann að fá 700 þúsund dollara fyrir hvern leik. Stórstjörnur í WNBA, eins og þær Elena Delle Donne og Skylar Diggins Smith fá 222 þúsund dollara útborgað fyrir allt tímabilið. WNBA deildin er að auka vinsældir og sýnileika sinn sem vonandi hjálpar til að minnka þetta fáránlega bil sem fyrst. Nú hefur Kelsey Plum, leikmaður WNBA-meistara Las Vegas Aces og einn af fimm leikmönnum í liði ársins á síðustu leiktíð, tjáð sig um þetta launabil milli kynjanna í NBA og WNBA. Hún varð líka heimsmeistari með bandaríska landsliðinu í haust. „Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Við erum að biðja um að fá sama hlutfall af tekjum félaganna og karlarnir eru að fá,“ sagði Kelsey Plum eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún nefnir sem dæmi að hún fái ekkert þegar treyja með nafni hennar er seld en karlarnir fá aftur á móti tekjur af því, aukatekjur ofan á gríðarleg laun. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport) NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Skiljanlega þykir körfuknattleikskonum í WNBA-deildinni á sér brotið þegar þær horfa upp á risalaun kollega þeirra í karladeildinni á sama tíma og þær eru aðeins að fá brotabrot af þeim. Munurinn er gríðarlegur og í raun algjörlega út í hött þótt að vinsældir NBA séu auðvitað miklu miklu meiri. Stephen Curry, ein stærsta stjarnan í NBA-deildinni, fær 48 milljónir dollara fyrir þetta tímabil. Hann er að fá 216 sinnum meira heldur en meðallaun leikmanns í kvennadeildinni. Ef við deilum launum Curry niður á leiki þá er hann að fá 700 þúsund dollara fyrir hvern leik. Stórstjörnur í WNBA, eins og þær Elena Delle Donne og Skylar Diggins Smith fá 222 þúsund dollara útborgað fyrir allt tímabilið. WNBA deildin er að auka vinsældir og sýnileika sinn sem vonandi hjálpar til að minnka þetta fáránlega bil sem fyrst. Nú hefur Kelsey Plum, leikmaður WNBA-meistara Las Vegas Aces og einn af fimm leikmönnum í liði ársins á síðustu leiktíð, tjáð sig um þetta launabil milli kynjanna í NBA og WNBA. Hún varð líka heimsmeistari með bandaríska landsliðinu í haust. „Við erum ekki að biðja um að fá jafnmikið borgað og karlarnir. Við erum að biðja um að fá sama hlutfall af tekjum félaganna og karlarnir eru að fá,“ sagði Kelsey Plum eins og sjá má hér fyrir neðan. Hún nefnir sem dæmi að hún fái ekkert þegar treyja með nafni hennar er seld en karlarnir fá aftur á móti tekjur af því, aukatekjur ofan á gríðarleg laun. View this post on Instagram A post shared by Bleacher Report (@bleacherreport)
NBA Mest lesið Konurnar aftur fleiri og sex fædd eftir 2000: Topp tíu listinn í ár Sport Rashford á lausu yfir jólin Fótbolti Óvænt úrslit á HM í pílu í kvöld Sport Látnir æfa á jóladag Enski boltinn Missti niður um sig brækurnar og gaf ódýrt mark Fótbolti Beint af HM á sjúkrahús vegna sjaldgæfs taugasjúkdóms Sport Salah sló þrjú met í dag Fótbolti Logi frá FH til Króatíu Fótbolti Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Golf Mætir á leik í fyrsta sinn eftir að hjartað stoppaði Fótbolti Fleiri fréttir Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti „Fyrirgefðu að ég var ekki pabbinn sem þú vildir að ég værir“ Körfuboltakvöld í beinni frá Minigarðinum „Nánast afsökuðu meðdómara sinn“ „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ „Spiluðum glimrandi vel í sókn“ Uppgjörið: Keflavík - Þór Þ. 105-86 | Keflavík fór illa með Jordan-lausa Þórsara „Við þurfum bara að finna lausnir og bæta okkar leik“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 90-100 | Hilmar Smári í ham Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti „Leikurinn þróaðist eins og við hefðum viljað að hann þróist“ Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum Thelma og Tryggvi best í fyrsta sinn Hornets gaf dreng PlayStation 5 en tók gjöfina síðan til baka Pippen stríddi dómurunum á NBA leik Ho You Fat vill spila áfram á Íslandi: „Ég er að skoða hvað er í boði“ Þorleifur: Þetta er ákveðin skita Uppgjörið: ÍR - Haukar 93-96 | Haukar enduðu sigurgöngu ÍR Haukamaðurinn Ho You Fat í tveggja leikja bann Uppgjör og viðtöl: Valur - Grindavík 69-67 | Valssigur í háspennuleik Sjá meira
Uppgjörið: KR - Grindavík 120-112 | KR fór með sigur úr framlengingu gegn fáliðuðum Grindvíkingum