Viðskipti innlent

203 Club lokað og Exit tekur við

Bjarki Sigurðsson skrifar
Skemmtistaðurinn Exit hefur tekið við af 203 Club.
Skemmtistaðurinn Exit hefur tekið við af 203 Club. Vísir/Vilhelm

Skemmtistaðnum 203 Club sem staðsettur var við Austurstræti 3 hefur verið lokað. Þess í stað hefur annar skemmtistaður, Exit, opnað í húsnæðinu.

Skemmtistaðnum 203 Club var lokað þann 7. október síðastliðinn. Hann hafði verið starfræktur síðan árið 2019. 

Rapparinn og athafnamaðurinn Herra Hnetusmjör var einn þeirra sem kom að því að opna staðinn á sínum tíma. Hann hætti þátttöku í rekstrinum í júní á þessu ári.

Nú er búið að opna skemmtistaðinn Exit í sama húsnæði og 203 Club var starfræktur í. Litlar upplýsingar er að finna um staðinn nema að opnunartíminn er frá klukkan 23 til klukkan 4:30 alla föstudaga og laugardaga. 

Staðurinn er staðsettur á efri hæð húsnæðis við Austurstræti 3.Vísir/Vilhelm

Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×