Leikskólatíminn í Reykjavík styttist frá og með 15. janúar Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 30. nóvember 2022 16:42 Breyttur vistunartími á við um börnin á Funaborg í Grafarvogi sem og aðra leikskóla í Reykjavík. Vísir/Vilhelm Dvalartími barna í leikskólum í Reykjavík verður að hámarki 42,5 klukkustundir á viku frá og með 15. janúar næstkomandi. Þetta kemur fram í pósti frá Reykajvíkurborg til foreldra og forráðamanna leikskólabarna í dag. Borgarstjórn samþykkti í september í fyrra tillögu um breyttan opnunartíma leikskóla sem og fleiri stýrihópa um umbætur á skipulagi og umhverfi leikskólastarfs Reykjavíkurborgar. Ein af þessum tillögum snýr að vikulegum hámarkstíma barna í leikskólum eða 42,5 klukkustundum. Samþykkt var að dvalartími barna verði að hámarki níu klukkustundir daglega og að í sömu viku geti börn haft mismunandi dvalartíma í allt að 42,5 klst. Vegna tæknilegra örðugleika hafi orðið seinkun á innleiðingu á hámarki á dvalartíma barna í leikskólum. Samkvæmt reglum um leikskólaþjónustu er um að ræða tilraunaverkefni til 31.desember 2024. Eins og fram kemur í reglum um leikskólaþjónustu í Reykjavík geta foreldrar valið sér mismunandi dvalartíma á dag, allt frá fjórum til að hámarki 9 tímum á dag, en þó aldrei fleiri en 42,5 klst. innan vikunnar frá mánudegi til föstudags. Með vísan til þess verður frá 15. janúar 2023 reglu um 42,5 klukkustundir innan vikunnar framfylgt. Með bréfinu í dag hvetur Reykjavíkurborg foreldra til að skoða og ef við á breyta dvalartíma barna sinna á vefsíðunni www.vala.is. Óskað er eftir að áðurgreindar breytingar verði gerðar fyrir 15. desember 2022 og taki breytingin gildi þann 15. janúar 2023. Þeir sem eru með dvalartíma umfram 42,5 klst. á viku og óska ekki eftir breytingu miðað við nýjar reglur, fá uppsögn á núverandi dvalartíma barns fyrir 1. janúar 2023. Nýr vistunartími barns miðast þá við 42,5 klst. eða 8,5 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og tekur gildi 1. febrúar 2023. Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. reglna um leikskólaþjónustu þarf að tilkynna um breytingar á dvalarsamningi með eins mánaðar fyrirvara hið minnsta og er miðað við 1. eða 15. hvers mánaðar. Þetta á bæði við um foreldra og Reykjavíkurborg. Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira
Borgarstjórn samþykkti í september í fyrra tillögu um breyttan opnunartíma leikskóla sem og fleiri stýrihópa um umbætur á skipulagi og umhverfi leikskólastarfs Reykjavíkurborgar. Ein af þessum tillögum snýr að vikulegum hámarkstíma barna í leikskólum eða 42,5 klukkustundum. Samþykkt var að dvalartími barna verði að hámarki níu klukkustundir daglega og að í sömu viku geti börn haft mismunandi dvalartíma í allt að 42,5 klst. Vegna tæknilegra örðugleika hafi orðið seinkun á innleiðingu á hámarki á dvalartíma barna í leikskólum. Samkvæmt reglum um leikskólaþjónustu er um að ræða tilraunaverkefni til 31.desember 2024. Eins og fram kemur í reglum um leikskólaþjónustu í Reykjavík geta foreldrar valið sér mismunandi dvalartíma á dag, allt frá fjórum til að hámarki 9 tímum á dag, en þó aldrei fleiri en 42,5 klst. innan vikunnar frá mánudegi til föstudags. Með vísan til þess verður frá 15. janúar 2023 reglu um 42,5 klukkustundir innan vikunnar framfylgt. Með bréfinu í dag hvetur Reykjavíkurborg foreldra til að skoða og ef við á breyta dvalartíma barna sinna á vefsíðunni www.vala.is. Óskað er eftir að áðurgreindar breytingar verði gerðar fyrir 15. desember 2022 og taki breytingin gildi þann 15. janúar 2023. Þeir sem eru með dvalartíma umfram 42,5 klst. á viku og óska ekki eftir breytingu miðað við nýjar reglur, fá uppsögn á núverandi dvalartíma barns fyrir 1. janúar 2023. Nýr vistunartími barns miðast þá við 42,5 klst. eða 8,5 klst. á dag frá mánudegi til föstudags og tekur gildi 1. febrúar 2023. Samkvæmt 4. mgr. 5. gr. reglna um leikskólaþjónustu þarf að tilkynna um breytingar á dvalarsamningi með eins mánaðar fyrirvara hið minnsta og er miðað við 1. eða 15. hvers mánaðar. Þetta á bæði við um foreldra og Reykjavíkurborg.
Reykjavík Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Innlent Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Innlent Segir 60 mínútur hafa misst sjálfstæðið og hættir Erlent Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Innlent Eigandi Paramount með puttana í umfjöllun 60 mínútna Erlent Valdatafl í Vatíkaninu: Hver verður næsti páfi? Erlent Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira Innlent Sagður bjóða frið fyrir formlega eign á Krímskaga Erlent Úkraínufundinum í London frestað Erlent Fleiri fréttir Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Beint flug milli Akureyrar og útlanda aldrei verið meira „Ég er mannleg“ Segir líklega langt í næsta gos við Sundhnúka Óþarfi að nota kauðslega þýdda málshætti í páskaeggin Lofar betra sumri en í fyrra Fagnar umræðu um þátttöku Ísraels og segir útspil ráðherra gagnlegt Oscar þori varla út úr húsi af ótta við að vera sendur úr landi Breytingar á gosvirkni, júró-þrýstingur og umdeildir málshættir Missti vélarafl suður af Snæfellsnesi Reiknar með að sækja útför Frans páfa Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg „Hér hefur verið unninn skaði sem þarf að stöðva“ Landris heldur áfram en dregið hefur úr hraðanum „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Ráðherra ræðir þátttöku Ísraels í Eurovision Vill að allir flokkar hafi hlutverk í borgarstjórn Mótmæltu brottvísun Oscars við dómsmálaráðuneytið Reyndu að fá Ingu á sitt band með fötu af „extra crispy“ kjúklingavængjum Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Stöðvaður á 116 kílómetra hraða Sjá meira