Vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en samningur liggur fyrir Vésteinn Örn Pétursson og Sunna Sæmundsdóttir skrifa 30. nóvember 2022 19:21 Vilhjálmur Birgisson formaður Starfsgreinasambandsins er talsmaður þess að láglaunafólk semji um krónutöluhækkanir, en ekki prósentuhækkanir. Vísir/Vilhelm Mikill hamagangur var í Karphúsinu í dag þar sem reynt hefur verið til þrautar að landa kjarasamningum. Fundum lauk um klukkan sex í dag og verður þráðurinn tekinn aftur upp á morgun. Kristján Þór Snæbjörnsson, forseti ASÍ, sem setið hefur á fundum í dag fyrir hönd rafiðnaðarsambandsins sagði við fréttastofu um klukkan sex að langur dagur væri að baki. Hann var nokkuð bjartsýnn á framhaldið og sagði að samflot tækni- og iðnaðarmanna myndi funda aftur á morgun. Viðræður Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í brennideplinum, en talið er að þær geti gefið gott fordæmi fyrir viðræður annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir stöðuna erfiða og snúna. „En við erum að reyna að ná þessu saman. Hvort það tekst, það verður bara tíminn að leiða í ljós,“ sagði hann. Krónutölur en ekki prósentur Kjarninn greindi frá því í dag að rætt hefði verið um fjögurra prósenta hækkun með 20 þúsund króna þröskuldi og 40 þúsund króna þaki. Vilhjálmur segist talsmaður þess að lágtekjufólk semji ekki í prósentum. Það standi ekki til. „Þannig að hvað það varðar, þá er þetta rangt. [...] Það er alveg vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en það liggur fyrir kjarasamningur á borðinu.“ Langir dagar að baki Líkt og greint hefur verið frá hefur VR sagt sig frá viðræðum fyrir helgi. Fulltrúar félagsins funduðu þó í Karphúsinu í gær, en ekki í dag. Að sögn ríkissáttasemjara voru þeir einfaldlega ekki boðaðir til fundar í dag. Það verði kannski gert á morgun. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taldi skynsamlegt að fólk næði að hvílast og þráðurinn yrði tekinn upp á morgun. vísir/vilhelm „Þetta var mjög langur dagur og hafa verið langir dagar undanfarið. Það eru allir að leggja sig fram en eins og ég hef sagt áður þá er þetta þungt og erfitt samtal. En það er samtal í gangi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Ekki verður fundað fram eftir kvöldi en hann segist telja skynsamlegt að fólk taki sér tíma til að hvílast og mæti aftur til funda klukkan eitt á morgun. Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira
Kristján Þór Snæbjörnsson, forseti ASÍ, sem setið hefur á fundum í dag fyrir hönd rafiðnaðarsambandsins sagði við fréttastofu um klukkan sex að langur dagur væri að baki. Hann var nokkuð bjartsýnn á framhaldið og sagði að samflot tækni- og iðnaðarmanna myndi funda aftur á morgun. Viðræður Starfsgreinasambandsins og Samtaka atvinnulífsins hafa verið í brennideplinum, en talið er að þær geti gefið gott fordæmi fyrir viðræður annarra félaga. Vilhjálmur Birgisson, formaður SGS, segir stöðuna erfiða og snúna. „En við erum að reyna að ná þessu saman. Hvort það tekst, það verður bara tíminn að leiða í ljós,“ sagði hann. Krónutölur en ekki prósentur Kjarninn greindi frá því í dag að rætt hefði verið um fjögurra prósenta hækkun með 20 þúsund króna þröskuldi og 40 þúsund króna þaki. Vilhjálmur segist talsmaður þess að lágtekjufólk semji ekki í prósentum. Það standi ekki til. „Þannig að hvað það varðar, þá er þetta rangt. [...] Það er alveg vonlaust að úttala sig um krónur og aura fyrr en það liggur fyrir kjarasamningur á borðinu.“ Langir dagar að baki Líkt og greint hefur verið frá hefur VR sagt sig frá viðræðum fyrir helgi. Fulltrúar félagsins funduðu þó í Karphúsinu í gær, en ekki í dag. Að sögn ríkissáttasemjara voru þeir einfaldlega ekki boðaðir til fundar í dag. Það verði kannski gert á morgun. Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari taldi skynsamlegt að fólk næði að hvílast og þráðurinn yrði tekinn upp á morgun. vísir/vilhelm „Þetta var mjög langur dagur og hafa verið langir dagar undanfarið. Það eru allir að leggja sig fram en eins og ég hef sagt áður þá er þetta þungt og erfitt samtal. En það er samtal í gangi,“ sagði Aðalsteinn Leifsson ríkissáttasemjari. Ekki verður fundað fram eftir kvöldi en hann segist telja skynsamlegt að fólk taki sér tíma til að hvílast og mæti aftur til funda klukkan eitt á morgun.
Kjaraviðræður 2022 Kjaramál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Fleiri fréttir Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Virkni í þremur gígum og mest í miðjunni Sjá meira