Opnar fyrir ástinni á ný: „Ég er tilbúin að hitta góðan mann“ Elma Rut Valtýsdóttir skrifar 1. desember 2022 13:15 Linda Pé er tilbúin fyrir ástina. Vísir/HI Beauty Fegurðardrottningin og lífsþjálfinn Linda Pétursdóttir hefur verið einhleyp síðustu þrjú ár. Síðustu ár hefur hún einblínt á sjálfsrækt og fyrirtækið sitt og hefur ekki verið í leit að ástinni. Nú hefur Linda hins vegar tekið meðvitaða ákvörðun um að opna fyrir ástinni á nýjan leik og segist hún vera tilbúin í rómantískt samband. „Ég hef aldrei verið týpan sem er að flýta mér úr einu sambandi í annað. Ég tek mér yfirleitt langan tíma á milli sambanda og mér hefur alltaf þótt gott að vera ein með sjálfri mér. Ég er sjálfstæð og ég þarf ekki á karlmanni að halda fjárhagslega til að sjá fyrir mér á neinn hátt,“ sagði Linda í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Lífið með Lindu en að þessu sinni var þátturinn á afar persónulegum nótum. „Ég valdi það að vera ekki í sambandi“ Síðustu ár segist Linda hafa sett sjálfsrækt í algjöran forgang og því segist hún ekki hafa verið tilbúin í nýtt ástarsamband, né hafi hún haft áhuga á slíku. Hún setti því alla sína orku í sjálfa sig og fyrirtæki sitt. „Mér líður svo vel einni. Ég á svo gott líf og ég fæ svo mikla ást frá dóttur minni og hundunum mínum og í konunum sem ég vinn með í prógraminu mínu. Það er ekki rómantísk ást og ég geri mér fyllilega grein fyrir því en ég valdi að vera ekki í sambandi.“ „Ég er tilbúin að opna á rómantíska ást í lífi mínu“ Hún segist þó hafa lært það í síðasta sambandi að það sé gott að eiga félaga og einhvern til þess að deila daglegu amstri lífsins með. „Það er komið að því að nú er ég tilbúin að opna á rómantíska ást aftur í lífi mínu. Ég ætla bara að segja það, ég ætla bara að setja það hér út í kosmósið að núna er ég tilbúin að hitta góðan mann, traustan mann, heimsmann, einhvern mann sem bætir við líf mitt. Ég hef alltaf haft viðmiðið í samböndum að ég er í sambandi svo framarlega sem það bætir líf mitt. Þegar það bætir líf mitt ekki lengur þá langar mig ekki að vera í sambandinu lengur.“ Það vakti athygli þegar Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, gerði hosur sínar grænar fyrir Lindu á síðasta ári þegar hann sagðist búa yfir öllum þeim kostum sem hún leitaði að í maka. Ragnar tekur þessum tíðindum því væntanlega fagnandi. Aldrei að vita hvað gerist Nú þegar Linda er orðin fimmtug segir hún ástarsambönd þó vera annars eðlis en þau voru þegar hún var yngri. Þá hafi ástarsambönd hennar snúist meira um ástríðu, á meðan hennar síðasta samband snerist meira um dýpt, vinskap og væntumþykju. Hún segist nú vera tilbúin fyrir slíkt samband aftur. „Hér og nú þá ætla ég að stíga þetta skref og opna fyrir rómantíkinni og ég bara segi það að ég hlakka til að taka á móti ástinni. Uppáhalds tíminn minn til að vera ástfangin eru jólin. Mér finnst það algjörlega æðislegt. Þannig það er aldrei að vita hvað gerist.“ Hér að neðan má hlusta á þátt Lindu í heild sinni. Ástin og lífið Tengdar fréttir Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð „Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi. 5. febrúar 2021 13:30 Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12. mars 2021 21:36 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. 7. júlí 2020 13:30 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Sjá meira
„Ég hef aldrei verið týpan sem er að flýta mér úr einu sambandi í annað. Ég tek mér yfirleitt langan tíma á milli sambanda og mér hefur alltaf þótt gott að vera ein með sjálfri mér. Ég er sjálfstæð og ég þarf ekki á karlmanni að halda fjárhagslega til að sjá fyrir mér á neinn hátt,“ sagði Linda í nýjasta þætti af hlaðvarpinu Lífið með Lindu en að þessu sinni var þátturinn á afar persónulegum nótum. „Ég valdi það að vera ekki í sambandi“ Síðustu ár segist Linda hafa sett sjálfsrækt í algjöran forgang og því segist hún ekki hafa verið tilbúin í nýtt ástarsamband, né hafi hún haft áhuga á slíku. Hún setti því alla sína orku í sjálfa sig og fyrirtæki sitt. „Mér líður svo vel einni. Ég á svo gott líf og ég fæ svo mikla ást frá dóttur minni og hundunum mínum og í konunum sem ég vinn með í prógraminu mínu. Það er ekki rómantísk ást og ég geri mér fyllilega grein fyrir því en ég valdi að vera ekki í sambandi.“ „Ég er tilbúin að opna á rómantíska ást í lífi mínu“ Hún segist þó hafa lært það í síðasta sambandi að það sé gott að eiga félaga og einhvern til þess að deila daglegu amstri lífsins með. „Það er komið að því að nú er ég tilbúin að opna á rómantíska ást aftur í lífi mínu. Ég ætla bara að segja það, ég ætla bara að setja það hér út í kosmósið að núna er ég tilbúin að hitta góðan mann, traustan mann, heimsmann, einhvern mann sem bætir við líf mitt. Ég hef alltaf haft viðmiðið í samböndum að ég er í sambandi svo framarlega sem það bætir líf mitt. Þegar það bætir líf mitt ekki lengur þá langar mig ekki að vera í sambandinu lengur.“ Það vakti athygli þegar Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, gerði hosur sínar grænar fyrir Lindu á síðasta ári þegar hann sagðist búa yfir öllum þeim kostum sem hún leitaði að í maka. Ragnar tekur þessum tíðindum því væntanlega fagnandi. Aldrei að vita hvað gerist Nú þegar Linda er orðin fimmtug segir hún ástarsambönd þó vera annars eðlis en þau voru þegar hún var yngri. Þá hafi ástarsambönd hennar snúist meira um ástríðu, á meðan hennar síðasta samband snerist meira um dýpt, vinskap og væntumþykju. Hún segist nú vera tilbúin fyrir slíkt samband aftur. „Hér og nú þá ætla ég að stíga þetta skref og opna fyrir rómantíkinni og ég bara segi það að ég hlakka til að taka á móti ástinni. Uppáhalds tíminn minn til að vera ástfangin eru jólin. Mér finnst það algjörlega æðislegt. Þannig það er aldrei að vita hvað gerist.“ Hér að neðan má hlusta á þátt Lindu í heild sinni.
Ástin og lífið Tengdar fréttir Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð „Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi. 5. febrúar 2021 13:30 Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12. mars 2021 21:36 Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30 Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. 7. júlí 2020 13:30 Mest lesið Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Lífið Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Lífið Rúrik á batavegi eftir aðgerð Lífið Einhleypan: Ást þegar manni er tekið eins og maður er Makamál Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Lífið Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Lífið Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Lífið Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Lífið Lúxus heilsulind á heimsmælikvarða fyrir Íslendinga Lífið samstarf Fleiri fréttir Rúrik á batavegi eftir aðgerð Grey‘s Anatomy-stjarna greindist með MND Fólki þyki erfiðast að setja mæðrum og tengdamæðrum mörk Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Huggulegustu leikarar landsins undir einu þaki Ofurskvísur eins klæddar á ofurskvísuæfingu Mundi ekki hver stýrði Newcastle United um aldamótin Einstök geymslutiltekt á Birkimel: „Hlutirnir hjálpa mér að muna“ Eiginkona bassaleikara Weezer skotin af lögreglu Stórglæsilegir vinningar í Páskabingói Blökastsins „Enduðum á að kyssast í skrifstofustólnum hans“ Bíó Paradís valið eitt af 21 svölustu kvikmyndahúsum heims Margrét selur hönnunarperlu í Skerjafirði Söngnemendur á Hvolsvelli með Kabarett Íslandsmet? Eiga sex barnabörn í leikskólanum á Vopnafirði Hætti í fússi eftir linnulausar svívirðingar nettrölla Draumur breska þríeykisins rætist á Húsavík Pitsurnar til styrktar minningarsjóðnum rjúka út Eyddu undir hundrað þúsund krónum í matarinnkaup í desember Heillandi sumarhús úr smiðju Leifs Welding: Jensen rúm fylgir með kaupunum Katrín Halldóra fyllir í stóra skó Segir óheilbrigt að pör djammi mikið hvort í sínu lagi Innlit í rúmlega 270 milljóna króna þakíbúð á Orkureitnum Svona var fjögurra rétta matseðillinn Líkaminn þarf ekki að vera fullfrískur til að upplifa unað Guðni Th. orðinn afi Fólk geti gengið frá kaupsamningum sjálft Lifir eins og kóngur á 150-200 þúsund krónum á mánuði Þakkar aðal sykurpabbanum fyrir allt Gellurnar fjölmenntu á gugguvaktina Sjá meira
Linda Pé á spítala vegna sýkingar eftir aðgerð „Takk fyrir öll fallegu skilaboðin, þykir virkilega vænt um þau. Les þau öll þótt ég nái ekki að svara þeim öllum,“ skrifar athafnakonan Linda Pétursdóttir í færslu á Instagram og birtir mynd af sér í spítalarúmi. 5. febrúar 2021 13:30
Segist tikka í öll box hjá Lindu Pé: „Ég vona að hún taki bara vel í þetta“ Ragnar Kristinsson, viðskiptastjóri hjá Íslandspósti, segist tikka í öll þau box sem Linda Pétursdóttir sagði nauðsynlegt að mögulegur framtíðarkærasti væri búinn. Ragnar lýsti þessu yfir í bréfi til Lindu sem hann birti á Facebook síðdegis í dag. 12. mars 2021 21:36
Smyglaði hárgreiðslumanni upp á hótel fyrir Miss World „Það sést alltaf svo vel húðinni okkar lífsstíllinn okkar,“ segir Linda Pétursdóttir, athafnakona og fyrrum Miss World. Sjálf segist hún hugsa vel um líkamann að innan sem utan. 13. janúar 2021 11:30
Treystir sér ekki til að lesa ævisögu sína: „Þetta var bara einhver allt önnur manneskja“ Linda Pétursdóttir er í viðtali hjá Sölva Tryggvasyni í nýjasta podcasti Sölva. Þessi stórmerkilega og lífsreynda kona talar þar um allt milli himins og jarðar. 7. júlí 2020 13:30
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið
Stóri bróðir skammar Rourke: „Ef ég verð lengur en fjóra daga þá verðurðu ekki hinsegin lengur“ Lífið