3,4 milljónir í laun á tímann allan sólarhringinn Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. desember 2022 16:31 Cristiano Ronaldo fagnar sigri portúgalska liðsins í síðasta leik þess á HM í Katar. Getty/Richard Sellers Góður átta tíma svefn gæti gefið Cristiano Ronaldo 27 milljónir í aðra hönd. Sænska Sportbladet hefur reiknað út möguleg ofurlaun Cristiano Ronaldo hjá sádí-arabíska félaginu Al Nassr. Samkvæmt fréttum að utan þá hefur Al Nassr boðið Ronaldo samning til ársins 2025 sem gefur fyrrum leikmanni Manchester United og Real Madrid tvö hundruð milljónir evra í laun á hvert tímabil. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hinn 37 ára gamli portúgalski framherji gekk frá starfslokum hjá Manchester United áður en hann heimsmeistaramótið í Katar hófst eftir svakalegt viðtal þar sem hann drullaði yfir allt og alla á Old Trafford. Hann átti ekki afturkvæmt til United og áhuginn í Evrópu er greinilega mjög takmarkaður. Það var alltaf stefnan hjá Ronaldo að reyna komast að hjá evrópsku Meistaradeildarfélagi til að reyna að bæta eitthvað við met sín hjá slíku félagi en áhuginn virðist vera lítill sem enginn. Tilboðið frá Sádí-Arabíu er því afar freistandi og það sést vel hversu klikkað það er þegar menn skipta því niður á sólarhringinn. Blaðamenn Sportbladet reiknaði út hvað Ronaldo er að fá í laun, á sekúndu, á mínútu, á klukkutímann, á sólarhring og svo framvegis. Samkvæmt þeim útreikningi þá myndi Ronaldo fá 70 sænskar krónur á sekúnduna eða tæplega þúsund krónur. Hann fengi 4200 sænskar krónur á mínútuna eða tæplega 58 þúsund krónur íslenskar. Ronaldo fengi 250 þúsund sænskar krónur á klukkutímann eða 3,4 milljónir íslenskra króna á tímann allan sólarhringinn. Ronaldo fengi sex milljónir sænskra króna á hvern dag eða 82,5 milljónir króna. Hér fyrir neðan má sjá þessa sundurliðun. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet) Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira
Samkvæmt fréttum að utan þá hefur Al Nassr boðið Ronaldo samning til ársins 2025 sem gefur fyrrum leikmanni Manchester United og Real Madrid tvö hundruð milljónir evra í laun á hvert tímabil. View this post on Instagram A post shared by SPORTbible (@sportbible) Hinn 37 ára gamli portúgalski framherji gekk frá starfslokum hjá Manchester United áður en hann heimsmeistaramótið í Katar hófst eftir svakalegt viðtal þar sem hann drullaði yfir allt og alla á Old Trafford. Hann átti ekki afturkvæmt til United og áhuginn í Evrópu er greinilega mjög takmarkaður. Það var alltaf stefnan hjá Ronaldo að reyna komast að hjá evrópsku Meistaradeildarfélagi til að reyna að bæta eitthvað við met sín hjá slíku félagi en áhuginn virðist vera lítill sem enginn. Tilboðið frá Sádí-Arabíu er því afar freistandi og það sést vel hversu klikkað það er þegar menn skipta því niður á sólarhringinn. Blaðamenn Sportbladet reiknaði út hvað Ronaldo er að fá í laun, á sekúndu, á mínútu, á klukkutímann, á sólarhring og svo framvegis. Samkvæmt þeim útreikningi þá myndi Ronaldo fá 70 sænskar krónur á sekúnduna eða tæplega þúsund krónur. Hann fengi 4200 sænskar krónur á mínútuna eða tæplega 58 þúsund krónur íslenskar. Ronaldo fengi 250 þúsund sænskar krónur á klukkutímann eða 3,4 milljónir íslenskra króna á tímann allan sólarhringinn. Ronaldo fengi sex milljónir sænskra króna á hvern dag eða 82,5 milljónir króna. Hér fyrir neðan má sjá þessa sundurliðun. View this post on Instagram A post shared by Sportbladet (@sportbladet)
Enski boltinn HM 2022 í Katar Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Fótbolti Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Þrjátíu persónulegar bætingar á MÍ og Eir Chang tvöfaldur meistari Sport Fleiri fréttir Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Framtíðaráform Laugardalsvallar kynnt á ársþingi KSÍ Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Mark Martinez lyfti Inter á toppinn „Eigum skilið að finna til“ Stefnir í alvöru titilbaráttu á Spáni Asensio hetjan í endurkomu Villa Þrenna Óla Vals í stórsigri Blika Magnaður Hákon tryggði Lille stigin þrjú Góður sigur Vestra og Fram tapaði gegn Lengjudeildarliði Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Hafa ekki enn fagnað sigri eftir jól Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Samþykktu að taka áminningu af leikmönnum og fjölga útlendingum Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Kom inn á í fyrri háfleik og skoraði í fyrsta sinn í fimm mánuði Arnór Ingvi skoraði tvö mörk í bikarsigri Urðu að ósk Mourinho og kölluðu á útlenskan dómara Ein af þeim sem hefur haldið oftast hreinu í Evrópu Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Sjá meira