Loksins endanleg niðurstaða í máli Tindastóls og Hauka Sindri Sverrisson skrifar 1. desember 2022 15:39 Hilmar Smári Henningsson var að taka vítaskot þegar Tindastóll var óvart með fjóra erlenda leikmenn innan vallar. Skjáskot/RÚV Áfrýjunardómstóll KKÍ hefur staðfest úrskurð aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í málinu sem varðar bikarleik Tindastóls og Hauka í körfubolta karla. Þar með er ljóst að Haukum dæmist 20-0 sigur í leiknum en þeir kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Það verður því lið Hauka sem sækir Njarðvík heim í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins, og sigurliðið úr þeirr viðureign mun svo sækja Keflavík heim í 8-liða úrslitum. Ekki er ljóst hvenær leikirnir verða en aðrir leikir í 8-liða úrslitum fara fram 11. og 12. desember. Forráðamenn bæði Hauka og Tindastóls hafa sagt að viðurlögin við vægu broti á reglu um erlenda leikmenn, líkt og í tilfelli Tindastóls, séu of ströng en í niðurstöðu áfrýjunardómstóls er bent á að samkvæmt reglunum skipti engu máli hvort eða hve mikil áhrif brot á þeim hafi á úrslit leiks. Brot leiði sjálfkrafa til viðurlaga. Þá bendir áfrýjunardómstóll jafnframt á það að KKÍ geti í sambærilegum málum ákveðið, án aðkomu aga- og úrskurðarnefndar, að beita sektarákvæðum og breyta úrslitum leikja. Félög sem beitt eru slíkri refsingu geti hins vegar kært slíka ákvörðun. VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Tengdar fréttir Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. 24. nóvember 2022 08:00 Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31 Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Þar með er ljóst að Haukum dæmist 20-0 sigur í leiknum en þeir kærðu úrslit leiksins eftir að í ljós kom að á einum tímapunkti í þriðja leikhluta, þegar Haukar áttu tvö vítaskot, voru fjórir erlendir leikmenn Tindastóls innan vallar á sama tíma. Það er brot gegn reglum KKÍ sem tóku gildi í sumar sem segja til um að að hámarki þrír erlendir leikmenn megi vera innan vallar í hvoru liði hverju sinni, bæði í deildar- og bikarleikjum í meistaraflokki. Það verður því lið Hauka sem sækir Njarðvík heim í 16-liða úrslitum VÍS-bikarsins, og sigurliðið úr þeirr viðureign mun svo sækja Keflavík heim í 8-liða úrslitum. Ekki er ljóst hvenær leikirnir verða en aðrir leikir í 8-liða úrslitum fara fram 11. og 12. desember. Forráðamenn bæði Hauka og Tindastóls hafa sagt að viðurlögin við vægu broti á reglu um erlenda leikmenn, líkt og í tilfelli Tindastóls, séu of ströng en í niðurstöðu áfrýjunardómstóls er bent á að samkvæmt reglunum skipti engu máli hvort eða hve mikil áhrif brot á þeim hafi á úrslit leiks. Brot leiði sjálfkrafa til viðurlaga. Þá bendir áfrýjunardómstóll jafnframt á það að KKÍ geti í sambærilegum málum ákveðið, án aðkomu aga- og úrskurðarnefndar, að beita sektarákvæðum og breyta úrslitum leikja. Félög sem beitt eru slíkri refsingu geti hins vegar kært slíka ákvörðun.
VÍS-bikarinn Körfubolti Tindastóll Haukar Tengdar fréttir Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. 24. nóvember 2022 08:00 Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31 Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31 Mest lesið Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Körfubolti „Pínu erfitt að hlæja að Kára“ Sport Glæsimörk á Kanarí tryggðu toppsætið Fótbolti Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn „Eigum skilið að finna til“ Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti Enn einn stórleikur Elvars og Melsungen áfram á toppnum Handbolti Mark Martinez lyfti Inter á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Undrið Wembanyama frá það sem eftir lifir leiktíðar Martin: Skemmtilegra að tryggja þetta fyrir fullri höll Uppgjör: Ungverjaland - Ísland 87-78 | Afleitur annar leikhluti mjög dýr Verður aðeins sá átjándi til að spila níutíu landsleiki Gætu tryggt EM sætið í kvöld: „Skrítin staða að vera í“ Fimm sigrar og eitt grátlegt tap í síðustu sjö landsleikjum Martins Fóturinn tekinn af körfuboltapabbanum kjaftfora Geta fagnað EM sæti þrátt fyrir tap: Fjórar leiðir inn á EM Stólarnir stríddu toppliðinu „Efri hlutinn gefur okkur smá andrými“ Uppgjörið: Hamar/Þór - Valur 83-89 | Valskonur tryggðu sér sæti í efri hlutanum Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 94-80 | Sigurganga Njarðvíkur heldur áfram Er von á öðru meistaraplani frá Baldri? Strákarnir á skólabekk fyrir Ungverjaleik Kyrie Irving vill spila með Áströlum á Ólympíuleikunum Tommi vildi ekki meiða Albert Guðmunds og Nablinn harður í horn að taka á vellinum Valdi flottasta búning deildarinnar „Þetta var bara ljótur körfuboltaleikur í alla staði“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 62-66 | Lífsnauðsynlegur sigur gestanna Kristinn Albertsson býður sig fram til formanns KKÍ Helena Sverris hrósar Diljá: „Þá er hún óstöðvandi“ Körfuboltinn vaknaður á Akranesi: Níu sigrar í röð og stefna á Bónus-deildina „Ákefðin er orðin miklu meiri“ eftir þjálfarabreytingar í Keflavík Vilja breyta stjörnuleiknum og spila saman gegn Bandaríkjamönnum Sjá meira
Stólarnir aftur með fjóra erlenda inn á vellinum: „Daðrar við að vera lúðalegt“ Tindastóll datt út úr bikarkeppni KKÍ í vetur eftir að liðið gerðist brotlegt við útlendingareglurnar og þeir voru nálægt því að tapa öðrum leik 20-0 í síðustu umferð Subway deildarinnar. 24. nóvember 2022 08:00
Íhuga að breyta reglum í miðri keppni en enga kæru þarf til Hannes S. Jónsson, formaður Körfuknattleikssambands Íslands, segir mögulegt fyrir sambandið að breyta reglum í miðri keppni. Hins vegar þurfi enga kæru til. Kallað hefur verið eftir vægari viðurlögum við brotum á reglum um fjölda erlenda leikmanna, eftir bikarleik Tindastóls og Hauka. 18. nóvember 2022 12:31
Haukar með tillögu til sátta: „Þá er enginn „lúser“ í þessu dæmi“ Bragi Hinrik Magnússon, formaður körfuknattleiksdeildar Hauka, segir að markmiðið með því að kæra úrslitin í bikarleiknum gegn Tindastóli hafi ekki verið að koma Haukum áfram í keppninni heldur að laga reglur KKÍ um erlenda leikmenn. 16. nóvember 2022 12:31