Voru Þjóðverjar rændir sæti í 16-liða úrslitum? Smári Jökull Jónsson skrifar 1. desember 2022 23:31 Spurningin er hvort boltinn hafi verið farinn útaf vellinum. Vísir/Getty Dramatíkin í E-riðli heimsmeistaramótsins var mikil í kvöld. Þjóðverjar féllu úr leik þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka þar sem Japanir lögðu Spánverja á sama tíma og tryggðu sér efsta sæti riðilsins. Mikil umræða fer nú fram um hvort sigurmark Japana hafi verið löglegt. Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“ HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Fyrir leikina í kvöld þurftu Þjóðverjar að vinna sinn leik og treysta á annaðhvort sigur Spánverja gegn Japan eða jafntefli og þá að þeir myndu sjálfir vinna nógu stóran sigur að þær færu uppfyrir Japan á markatölu. Lengi vel leit út fyrir að Þjóðverjar myndu ekki fara með sigur af hólmi gegn Kosta Ríka. Þeir komust reyndar yfir í upphafi leiks en í síðari hálfleik skoraði Kosta Ríka tvö mörk og náði forystunni. Þjóðverjar svöruðu hins vegar með þremur mörkum og unnu að lokum 4-2 sigur. Sá sigur hefði dugað þeim til að fara upp úr riðlinum ef Spánverjar hefðu jafnað gegn Japan. Lokatölur þar urðu hins vegar 2-1 fyrir Japan sem tryggðu sér þar með óvænt efsta sætið í E-riðli og skildu Þjóðverja eftir í sárum. Eftir leikina í kvöld hefur mikil umræða skapast um sigurmark Japan. Mikill vafi leikur á því hvort boltinn hafi verið farinn út af áður en hann barst fyrir markið þar sem Ao Tanaka kom honum yfir marklínuna. VAR dómarar leiksins skoðuðu atvikið lengi og komust loks að þeirri niðurstöðu að markið skyldi standa þrátt fyrir að fyrstu myndir hafi bent til þess að boltinn hafi verið farinn útaf. Í frétt Skysports um málið má sjá nokkrar myndir af atvikinu. Á einni þeirra virðist sem boltinn sé kominn útaf en á öðrum virðist hann vera inni á vellinum. Ljóst er að afskaplega litlu munar. Á þessari mynd AP sést vel hversu litlu munar.Vísir/AP Þetta er annað heimsmeistaramótið í röð þar sem Þjóðverjar komast ekki upp úr riðlinum. Fyrir fjórum árum lentu þeir í neðsta sæti síns riðils á eftir Svíum, Mexíkó og Suður Kóreu. Þýska blaðið Bild var ekkert að skafa af hlutunum eftir leikinn í kvöld. „Eftir Rússland 2018 héldum við að þetta gæti ekki orðið verra. Í dag vitum við að þetta gat orðið verra.“
HM 2022 í Katar Tengdar fréttir Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00 Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Olga ætlar ekki í slag við Willum Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Fleiri fréttir Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Hér er allt mögulegt“ Dramatík á Hlíðarenda Van Dijk fær 68 milljónir á viku Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Solanke skaut Tottenham í undanúrslit Chelsea í undanúrslit þrátt fyrir tap Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Mosfellingar fundu markaskóna og Fylkismenn orðnir níu fyrir hálfleik Albert og félagar í undanúrslit Slæmur skellur á móti nágrönnunum Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Eygló Fanndal Evrópumeistari Sönderjyske vann Íslendingaslaginn Rekinn út af eftir 36 sekúndur Neymar fór grátandi af velli Sky Sports: Ancelotti hættir með Real Madrid eftir bikarúrslitaleikinn „Ég er alltaf stressuð“ Tevez vill að Ronaldo og Messi spili saman í kveðjuleiknum hans Fimmtán ára og skoraði í fyrsta byrjunarliðsleiknum í efstu deild Óvenjuleg taktík Real Madrid á móti Arsenal fær falleinkunn frá Ferdinand Vonast til að gera íslensku þjóðina stolta Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Segir að öllum hafi verið sama um kvennaliðið í KR Sjáðu Arsenal slá út Real Madrid, vítið sem dæmt og vítið sem var dæmt af Olga ætlar ekki í slag við Willum Sjá meira
Þjóðverjar á leið heim þrátt fyrir sigur gegn Kosta Ríka Þýskaland er úr leik á heimsmeistaramótinu í Katar þrátt fyrir sigur á Kosta Ríka í frábærum leik í kvöld. Þjóðverjar gerðu sitt en þar sem Spánn tapaði á sama tíma fyrir Japan þá falla Þjóðverjar úr keppni með slakari markatölu en Spánverjar. 1. desember 2022 21:00