Lykillínur í orkuskiptunum Steinunn Þorsteinsdóttir skrifar 2. desember 2022 08:30 Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Orkuskipti Orkumál Suðurnesjalína 2 Mest lesið Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon Skoðun Fær ESB Ísland í jólagjöf? Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Ert þú með geðsjúkdóm? Mjög líklega... Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Ofhugsanir: orsök & afleiðing Sara Pálsdóttir Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen Skoðun Skoðun Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar Skoðun Mikilvægi samfélagslöggæslu Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Betra heilbrigðiskerfi fyrir konur Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun KVISS BANG! - mætti lausnin sem bjargaði Svíum nýtast okkur ? Jakob Frímann Magnússon skrifar Skoðun Kennaramenntun án afkomuótta: Lykill að sterkari samfélögum Kristín Dýrfjörð skrifar Skoðun Náttúruminjasafn Íslands – klárum verkefnið Hilmar J. Malmquist skrifar Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Að eta útsæði Sigríiður Á. Andersen skrifar Skoðun Kjósum kratana í þágu dýravelferðar Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Þegar dýrt verður allt í einu of dýrt Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Frelsi alla leið – dánaraðstoð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Kjósum velferð dýra Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar Skoðun Stafrænn heimur og gervigreind til framtíðar Þormóður Logi Björnsson skrifar Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar Skoðun Þetta er víst einkavæðing! Engilbert Guðmundsson skrifar Skoðun Tapast hafa sveitarstjórnarmenn af öllu landinu Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Ábyrg umræða óskast um vinnumarkaðslíkanið Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Næring – hlutverk næringarfræðinga Edda Ýr Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Bætum samskipti ríkis og sveitarfélaga Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Kópavogur lækkar skatta á íbúa Orri Hlöðversson,Gunnar Sær Ragnarsson skrifar Skoðun Alþingi kemur Kvikmyndasjóði til bjargar Hópur kvikmyndagerðarfólks skrifar Skoðun Skóli fyrir alla Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Áfram strákar! Heiðbrá Ólafsdóttir skrifar Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar Skoðun Umhverfismál: „Hvað get ég gert?“ Einar Bárðarson skrifar Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Náttúruspjöll í sveitarfélagi ársins Kjartan H. Ágústsson skrifar Skoðun Frekar vandræðalegt Ólafur Hauksson skrifar Skoðun Fjölskylduhúsið Jón Páll Haraldsson skrifar Sjá meira
Örugg afhending raforku er og hefur alltaf verið gríðarlegt hagsmunamál fyrir okkur Íslendinga. Með lagningu byggðalínunnar fyrir fimmtíu árum batnaði aðgengi að raforku til muna en kerfið er nú undir sívaxandi álagi og margar af þeim línum sem tilheyra byggðalínuhringnum komnar á tíma. Við hjá Landsneti fögnum í ár fimmtíu ára afmæli byggðalínunnar og um leið fögnum við því að vera búin að taka tvær línur úr nýrrar kynslóð byggðalínunnar í rekstur. Kröflulínu 3 sem liggur frá Kröflu í Fljótsdal og Hólasandslínu 3 sem tengir saman Hólasand og Akureyri. Báðar þessar línur sýndu styrk sinn í haust og komu í veg fyrir rafmagnsleysi þegar slæmt veður gekk yfir Norðausturland og gömlu byggðalínurnar á svæðinu fóru út. Á Akureyri hefur nú þegar hafist atvinnuuppbygging sem ekki hefði verið möguleg nema með tilkomu línanna. Næstu þrjár línurnar í nýja byggðalínuhringnum eru nú þegar í undirbúningi en komnar mislangt.Blöndulína 3, línan sem tengir saman Blöndu og Akureyri, er í mati á umhverfisáhrifum og stefnt er á að framkvæmdir hefjist árið 2024. Á sama tíma erum við að vinna að nýjum línum sem liggja frá Blöndu að Holtavörðuheiði, Holtavörðuheiðarlínu 3 og svo áfram frá heiðinni niður í Hvalfjörð með Holtavörðuheiðarlínu 1. Vegna stöðunnar í raforkukerfinu var undirbúningi Holtavörðuheiðarlínu 3 flýtt og stendur til að hefja framkvæmdir eins fljótt og undirbúningsferli framkvæmdanna leyfa. Þessum nýju línum fylgja líka ný yfirbyggð og stafræn tengivirki en á þessu ári höfum við einnig tekið í notkun nokkur slík og erum þar í fararbroddi í heiminum. Bygging nýrra stafræna virkja mun halda áfram og erum við komin af stað m.a. með byggingu nýrra tengivirkja, í Breiðadal við Önundarfjörð, við Vegamót á Snæfellsnesi, við Korpu í Reykjavík, á Njarðvíkurheiði á Reykjanesi og í Hrútatungu í Hrútafirði en það virki fór mjög illa í óveðrinu sem gekk yfir í desember 2019 og var því ákveðið að reisa nýtt yfirbyggt tengivirki á sama stað sem leysir af hólmi núverandi virki. Í Varmahlíð erum við að undirbúa lagningu á jarðstrengs, sem og lagningu nýs strengs í Kópaskerslínu og 5 km jarðstrengja sem verða hluti af Hamraneslínum í Hafnarfirði. Á sama tíma erum við líka að undirbúa færslu á Ísallínum í Hafnarfirði fjær byggð. Suðurnesjalína 2 sem tengir saman Hafnarfjörð og Reykjanes er á framkvæmdaáætlun og hefur verið það um tíma. Öll sveitarfélögin nema eitt á línuleiðinni hafa gefið út framkvæmdaleyfi en án allra framkvæmdaleyfanna verður ekki byrjað á framkvæmdum við línuna. Núverandi Suðurnesjalína er eina línan sem flytur raforku til og frá Suðurnesjum í dag. Það hefur í för með sér talsverða áhættu fyrir íbúa og fyrirtæki sem þar starfa. Framundan er nýtt ár með nýjum tækifærum. Þegar við horfum til baka, til þess tíma sem byggðalínan var reist, getur maður ekki annað en dáðst af þeim sem reistu hana og framkvæmdinni sem færði fólk inn í nýja tíma. Það er margt sammerkt með þeim vandamálunum sem þjóðin stóð frammi fyrir þegar byggðalína var reist og tímanum í dag, þetta hljómar allt kunnuglega - olíukreppa, orkuskortur, orkuskipti. Nýja kynslóð byggðalínunnar leikur því í okkar huga aðalhlutverkið í orkuskiptunum sem eru fram undan því öruggur flutningur raforku er grunnforsenda orkuskiptanna. Það er ekki nóg að virkja og framleiða rafmagn, það verður að vera hægt að flytja það. Höfundur er upplýsingafulltrúi Landsnets.
Skoðun Við þekkjum öll einn alkóhólista - hættum að stinga höfðinu í sandinn Bryndís Rós Morrison skrifar
Skoðun Inngilding erlends starfsfólks á íslenskum vinnumarkaði Ingunn Björk Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Líf í skugga flugvallar – upplifun íbúa Haukur Magnússon,Margrét Manda Jónsdóttir,Martin Swift skrifar
Skoðun Netöryggi og friðhelgi einkalífs – grundvallarréttur allra Grímur Grímsson,Eva Pandora Baldursdóttir skrifar
Skoðun Nú er vika fjögur að hefjast í verkfallsaðgerðum KÍ og enn virðast engar lausnir í sjónmáli! Hafdís Einarsdóttir skrifar
Skoðun Tölfræðileg líkindi og merkingarleg tengsl – Frá mynstrum til skilnings Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar